„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Matsstöðin við Skildingaveg“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>'''Matsstöðin við Skildingaveg'''</center></big></big><br> Í fyrra urðu hér þáttaskil í sambandi við mat á fiski, þegar hin nýja matsstöð tók til st...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>'''Matsstöðin við Skildingaveg'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Matsstöðin við Skildingaveg'''</center></big></big><br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 11.16.41.png|300px|thumb|Skyldi hann vera Vestfirðingur þessi?]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 11.16.55.png|300px|thumb|Svona fór matið fram hér áður fyrr. Gömul mynd, þar sem m.a. má sjá þá Elías Sveinsson í Varmadal og Einar Guðmundsson Málmey.]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 11.17.04.png|300px|thumb|Og svona er það í dag. Ágúst Helgason matsmaður og Bjarnhéðinn Elíasson athuga vigtina.]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 11.17.33.png|300px|thumb|Og svo er það skrifstofuvinnan.]]
Í fyrra urðu hér þáttaskil í sambandi við mat á fiski, þegar hin nýja matsstöð tók til starfa. Það var í apríl á síðasta ári, að byrjað var að meta fisk í stöðinni, þannig, að hún hefur nú starfað í rúmt ár. Það mun mál allra, sem þarna eiga hlut að máli, að allar aðstæður hafi gjörbreyst til hins betra við tilkomu stöðvarinnar. Sérstaklega er öll aðstaða matsmanna önnur, og ekki saman að jafna við það þegar þeir voru áður rambandi milli stöðvanna þar sem matið fór fram við misjafnar aðstæður.<br>
Í fyrra urðu hér þáttaskil í sambandi við mat á fiski, þegar hin nýja matsstöð tók til starfa. Það var í apríl á síðasta ári, að byrjað var að meta fisk í stöðinni, þannig, að hún hefur nú starfað í rúmt ár. Það mun mál allra, sem þarna eiga hlut að máli, að allar aðstæður hafi gjörbreyst til hins betra við tilkomu stöðvarinnar. Sérstaklega er öll aðstaða matsmanna önnur, og ekki saman að jafna við það þegar þeir voru áður rambandi milli stöðvanna þar sem matið fór fram við misjafnar aðstæður.<br>


Lína 10: Lína 13:


Við óskum þeim Matsstöðvarmönnum til hamingju með bætta aðstöðu og von um margan kaffisopann í framtíðinni.<br>
Við óskum þeim Matsstöðvarmönnum til hamingju með bætta aðstöðu og von um margan kaffisopann í framtíðinni.<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-28 at 11.17.22.png|500px|center|thumb|Allt á fullu, einn hausar, annar slægir og fletur og sá þriðji metur.]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 28. júní 2017 kl. 11:34

Matsstöðin við Skildingaveg


Skyldi hann vera Vestfirðingur þessi?
Svona fór matið fram hér áður fyrr. Gömul mynd, þar sem m.a. má sjá þá Elías Sveinsson í Varmadal og Einar Guðmundsson Málmey.
Og svona er það í dag. Ágúst Helgason matsmaður og Bjarnhéðinn Elíasson athuga vigtina.
Og svo er það skrifstofuvinnan.

Í fyrra urðu hér þáttaskil í sambandi við mat á fiski, þegar hin nýja matsstöð tók til starfa. Það var í apríl á síðasta ári, að byrjað var að meta fisk í stöðinni, þannig, að hún hefur nú starfað í rúmt ár. Það mun mál allra, sem þarna eiga hlut að máli, að allar aðstæður hafi gjörbreyst til hins betra við tilkomu stöðvarinnar. Sérstaklega er öll aðstaða matsmanna önnur, og ekki saman að jafna við það þegar þeir voru áður rambandi milli stöðvanna þar sem matið fór fram við misjafnar aðstæður.

Slíkar matsstöðvar eru víða um land, en stöðin hér í Eyjum þykir bera af fyrir góðan aðbúnað og hreinlæti. Sá galli er þó á stöðinni að sögn ráðamanna, að gamla Emmuhúsið er heldur lítið fyrir starfsemina.
Forstöðumaður stöðvarinnar er Bjarnhéðinn Elíasson og einnig er Ingi Steinn Ólafsson fastur starfsmaður stöðvarinnar. Á mesta annatíma í vetur þurfti svo að bæta við starfsliði, þegar ekki hafðist undan. Allur manneldisfiskur er metinn í stöðinni og prufurnar af þorski og ufsa saltaðar þar. Mjög er mismunandi, hve mikið magn er tekið hverju sinni í prufur, komst upp í það í vetur, að tekið var hálft tonn í prufur úr fimmtíu tonna afla. Ýsan er flökuð og síðan metin en þorskur og ufsi fer í flatningu, áður en metið er. Í vetur voru söltuð í stöðinni milli 40 og 50 tonn, þannig að ekki hafa þeir félagar setið auðum höndum á vertíðinni.
Stöðin er í eigu Samfrosts, en er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki, hvað fiskverkun snertir.
Hönnun á „skrifstofu" stöðvarinnar annaðist Magnús Bjarnason í samráði við Bjarnhéðin forstöðumann. Skipaviðgerðir sáu um smíði á „skrifstofunni" og innréttingum og er það mjög þokkalega unnið. Er öll aðstaða við skriffinnsku mjög hentug ekki síður en aðstaðan við matið sjálft og verkunina.

Við óskum þeim Matsstöðvarmönnum til hamingju með bætta aðstöðu og von um margan kaffisopann í framtíðinni.

Allt á fullu, einn hausar, annar slægir og fletur og sá þriðji metur.