„Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 111-120“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
[[Árni Filippusson]]  [[Sigurjón Árnason]]    [[Jes A. Gíslason|J. A. Gíslason]]<br>
[[Árni Filippusson]]  [[Sigurjón Árnason]]    [[Jes A. Gíslason|J. A. Gíslason]]<br>


[[Hallgr. Jónasson]]    [[P. V. G.  Kolka]]    [[Páll Bjarnason skólastjóri|Páll Bjarnason]]<br>
[[Hallgrímur Jónasson|Hallgr. Jónasson]]    [[Páll V. G. Kolka|P. V. G.  Kolka]]    [[Páll Bjarnason skólastjóri|Páll Bjarnason]]<br>




Lína 25: Lína 25:
::[[Árni Filippusson]]    [[Sigurjón Árnason]]    [[Jes A. Gíslason|J. A. Gíslason]]<br>
::[[Árni Filippusson]]    [[Sigurjón Árnason]]    [[Jes A. Gíslason|J. A. Gíslason]]<br>


::[[P. V. G. Kolka]]    [[Hallgr. Jónasson]]    [[Páll Bjarnason skólastjóri|Páll Bjarnason]]<br>
::[[Páll V. G. Kolka|P. V. G. Kolka]]    [[Hallgrímur Jónasson|Hallgr. Jónasson]]    [[Páll Bjarnason skólastjóri|Páll Bjarnason]]<br>




<big><center>'''Áætlun'''</center><big><br>
<big>'''Áætlun um tekjur og gjöld barnaskólans í Vestmannaeyjum árið 1925'''</big>. <br>
<center>um tekjur og gjöld barnaskólans í Vestmannaeyjum árið 1925.</center> <br>
::::(Sjá bls. 108)<br>
<center>(Sjá bls. 108)</center><br>


::::Áætlaðar tekjur:
::::Áætlaðar tekjur:
Lína 37: Lína 36:
.    .    .    .  '''kr. 25.000.00'''
.    .    .    .  '''kr. 25.000.00'''


::::Áætluð gjöld:
::::Áætluð gjöld:<br>


2. Laun kennara 7 ½ mánuð:<br>
2. Laun kennara 7 ½ mánuð:<br>
Lína 46: Lína 45:
a.  Endurbætur og viðhald húsa (málun m. m.) .  kr. 3.000.00<br>
a.  Endurbætur og viðhald húsa (málun m. m.) .  kr. 3.000.00<br>
b.  Ljósgjöld „      .  .  .  .  .  .  .    1.500.00<br>
b.  Ljósgjöld „      .  .  .  .  .  .  .    1.500.00<br>
c.  Fyrir tímakennslu „       500.00
c.  Fyrir tímakennslu „       .  .  .  .  .  .  500.00<br>
d.  Annað eldsneyti (til uppkveikju) „       100.00
d.  Annað eldsneyti (til uppkveikju) „   .  .      100.00<br>
e.  Kyndaralaun m. m. „        700.00
e.  Kyndaralaun m. m. „        .  .  .  .  .  .  .  700.00<br>
f.  Dagleg ræstun skólahússins og salerna „     1.000.00
f.  Dagleg ræstun skólahússins og salerna „   1.000.00<br>
g.  Ársræstun „       350.00
g.  Ársræstun „       .  .  .  .  .  .  .  .  350.00<br>
h.  Ræstunartæki (fötur, sópar, sápa, sódi o.fl.)           250.00
h.  Ræstunartæki (fötur, sópar, sápa, sódi o.fl.)     250.00<br>
i.  Brunabótagjald, lóðargjald og sótaragjald „       228.13 „     8.828.13
i.  Brunabótagjald, lóðargjald og sótaragjald „     228.13 „ kr.  8.828.13<br>
3. Vextir og afborgun af skuld skólans:
::::                                                          Flyt kr.  18.494.80<br>
a.  7 ½ vextir af kr. 37.500 „    2.812.50
b.  Afborgun „    2.500.00 „    5.312.50
4. Kennsluáhöld:
Kennsluáhöld, viðhald þeirra og vátrygging „      500.00
5.  Læknisskoðun:
Borgun fyrir læknisskoðun í skólabörnum og ýmisleg önnur gjöld kr.  25.000.00
 
Vestmannaeyjum 14. október 1924
F. h.  skólanefndarinnar
Árni Filippusson
p. t. formaður nefndarinnar                                                 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 




<center>'''Bls. 113'''</center>




::::Gjöld flutt..................................................  kr.  18.494.80<br>
3.  Vextir og afborgun af skuld skólans:<br>
a.  7 ½ vextir af kr. 37.500 „    2.812.50<br>
b.  Afborgun „    2.500.00 „    5.312.50<br>
4.  Kennsluáhöld:<br>
Kennsluáhöld, viðhald þeirra og vátrygging „    500.00<br>
5.  Læknisskoðun:<br>
Borgun fyrir læknisskoðun í skólabörnum og ýmisleg önnur gjöld   kr.  25.000.00<br>
::::Vestmannaeyjum 14. október 1924<br>
::::F. h.  skólanefndarinnar<br>
::::Árni Filippusson<br>
::::p. t. formaður nefndarinnar<br>                                                 




Lína 91: Lína 78:




 




Lína 114: Lína 102:




12. okt. 1925 var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði.  Nefndarmenn mættir nema ritari nefndarinnar síra Jes Gíslason, er var í siglingu.  Auk þess var og á fundinum mættur Páll Bjarnason skólastjóri.


Var þá tekið til umræðu:
Samin fjárhagsáætlun fyrir árið 1926 um kostnað við skólahald í skólahjeraðinu.  Sökum hinnar stöðuglegu auknu aðsóknar að barnaskólanum og þarafleiðandi vaxandi vinnu, áleit nefndin sjálfsagt að sækja um til Stjórnarráðs Íslands að fá bætt við á næsta hausti einum föstum kennara.
  Kvenfjelagið „Líkn“ hafði farið þess á leit við form. nefndarinnar, að á fundinn mættu koma frú Sigurbjörg Sigurðardóttir og frú Jóhanna Eyþórsdóttir til þess að ræða um fyrir hönd fjelagsins, hvort eigi gæti til mála komið að taka upp handavinnu við skólann.  Mættu þær og á tilsettum tíma og beindu þeirri fyrirspurn til nefndarinnar hvort eigi mundi fært að hefja slíka kennslu t. d. eftir næsta nýár.  Gátu þær þess og, að kvenfjelagið mundi hafa fullan vilja á, að styrkja slíkt fyrirtæki efir föngum.
  Nefndin var á einu máli um, að æskilegt væri að koma á handavinnu í skólanum, er ástæður þóttu leyfa, en að svo stöddu taldi hún sig eigi geta tekið neina fasta ákvörðun í því efni.  Hinsvegar var minnst á, hvort eigi mundi tiltækilegt að hefja slíka kennslu nú þegar í unglingskólanum.
  Þá var rætt um að fá hæfan mann, einn eða fleiri, til þess að kenna óskólaskyldum og ófullnægjandi undirbúnum börnum í vetur í þeirri stofu skólans, er nefnd hans hafði heimilað í því skyni á síðasta fundi.  Nefndi skólastj. nokkra menn er gefið hefðu kost á sjer til þeirra hluta og samþykkti nefndin að gefa þeim Sigurði Guðmundssyni hjer í Eyjum og Helga Elíassyni í Rvík. leyfi til að nota áminsta stofu 3 stundir á dag hvorum, er hún losnaði til notkunar.


Fleira eigi tekið fyrir.  Fundi slitið.


Árni Filippusson    Hallgr. Jónasson


P. V. G. Kolka    Páll Bjarnason    Sigurjón Árnason




Lína 145: Lína 124:




Árið 1926, fimmtudaginn 3. júní kl. 5 e. h. var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði.  Allir skólanefndarmennirnir mættu á fundinn.  Þar mætti einnig skólastjóri Páll Bjarnason.


Var þar og þá tekið fyrir:
  Lagðar fram próf- og kennsluskýrslur fyrir barna og unglingaskóla Vestmannaeyja fyrir síðastliðið skólaár.  Voru skýrslur þessar athugaðar og undirritaðar á fundinum af prófdómara.
Skýrslur barnaskólans báru það með sjer, að notið höfðu kennslu í barnaskólanum 262 börn og nemendur unglingaskólans höfðu verið 16 þegar flest var.  Kennarar við unglingaskólann voru 3.  Skólanum var sagt upp 13. janúar. 
  Nefndin tók til umræðu hvort ekki mundi tiltækilegt að lengja námstímann í unglingaskólanum að einhverju leyti.  Nefndin varð sammála um, að lengja skólatímann í unglingaskólanum til loka febrúarmánaðar eða um tvo mánuði, þannig að prófinu í skólanum yrði lokið í febrúarlok, og að ráða skyldi kennara samkv.  því.  Var skólastjóra Páli Bjarnasyni falið að vera í útvegum með kennara og ráði hann með líkum launum og síðastliðið ár eða 300 kr. um mánuð hvern að minnsta kosti.
  Því næst var rætt um væntanlega byggingu leikfimishúss fyrir barnaskólann, sem fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1926, gerir ráð fyrir að veittar verði til 15.000 krónur.  Nefndin var sammála um, að ganga ríkt eptir því, að byrjað væri á byggingu hússins á yfirstandandi sumri og fól formanni skólanefndarinnar ásamt skólanefndarmanni Páli V. Kolka lækni, að herða á framkvæmdum  þessarar byggingar við bæjarstjóra.


Fleira ekki tekið fyrir.    Fundi slitið.


Árni Filippusson    P. V. G. Kolka  J. A. Gíslason
Sigurjón Árnason    Hallgr. Jónasson    Páll Bjarnason




Lína 180: Lína 149:




Árið 1926, miðvikud. 9. júni kl. 2 ½ var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja.
Fundurinn var haldinn í barnaskóla bæjarins og voru mættir allir skólanefndarmennirnir, og auk þeirra skólastjóri Páll Bjarnason.


Var þar og þá tekið fyrir:
Að ræða um fyrirhugaða leikfimishússbyggingu, aðallega um stærð þess húss, og hvar hagfeldast mundi vera að það stæði.  Til hliðsjónar hafði nefndin fyrir sjer áætlun um fyrirhugað leikfimishús dags. 29. október 1924.  Gerir sú áætlun ráð fyrir húsi, sem er 60 feta langt og 28 feta vítt.  Nefndin leggur það til, að húsið verði reist austan við skólahúsið, þvert fyrir gaflinum, áfast við það.  Norðurgafl leikfimishússins sje í beinni línu við norðurhlið skólahússins, og gangi það suður fyrir suðurhlið skólans sem lengd þess verður meiri en breidd skólahússins.
  Nefndin leggur það til að húsið verði á lengd: að utanmáli 19 metrar og á breidd að utanmáli 8,8 metrar og að í norðurenda hússins sje afþiljaður áhaldaklefi austast, þá forstofa og vestast, næst skólahúsinu, búningsklefi og sje innangengt úr búningsherberginu inn í baðklefa skólans.
  Nefndin álítur heppilegast, að loptið í leikfimishúsinu verði í sömu hæð og loptið milli 1. og 2. byggðar í skólahúsinu, og sje það steinsteypt, og er það lagt til af nefndinni með tilliti til þess, að hægt sje að byggja kennslustofur og safnstofu ofan á leikfimishúsið, í beinu áframhaldi af 2.  byggð skólans.


Fleira ekki tekið fyrir.      Fundi slitið.


Árni Filippusson    J. A. Gíslason    P. V. G. Kolka


Sigurjón Árnason    Hallgf. Jónasson    Páll Bjarnason





Útgáfa síðunnar 31. maí 2017 kl. 16:32

Bls. 111

Lögð var fram skýrsla um starfsemi unglingaskólans í Vestmannaeyjum, ásamt prófskýrslu. Próf í skólanum fór fram 3. – 10. janúar þ. á.; skólinn starfaði frá 1. okt. f. á. Þátttakendur voru 30, en af þeim gengu 26 undir próf.

Formanni var falið að afgreiða gögn þessi til rjettra stjórnarvalda og sækja um styrk fyrir skólann.
Nefndin kom sjer saman um, að skólastjóra Páli Bjarnasyni væri greiddar 150 kr. fyrir umsjón og eptirlit með unglingaskólanum ár það sem hjer um ræðir.
Nefndin var samhuga um það, að styðja að því, að unglingaskólinn starfaði hjer framvegis og að leitast væri við í tíma að afla honum nægilegra og hæfra kennslukrapta.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Árni Filippusson Sigurjón Árnason J. A. Gíslason

Hallgr. Jónasson P. V. G. Kolka Páll Bjarnason


Árið 1925, þriðjudaginn 28. apríl kl. 8 ½ var að Ásgarði haldinn skólanefndarfundur. Á fundinum mættu allir skólanefndarmennirnir. Auk þeirra mætti á fundinum skólastjóri Páll Bjarnason.
Sra Sigurjón Árnason tilkynnti nefndinni það að presturinn sra Halldór Kolbeins í Flatey vildi gefa kost á sjer sem kennari við unglingaskólann hjer næstkomandi vetur og vildi hann leita álits skólanefndarinnar um það tilboð og beiddist ákveðins svars nefndarinnar svo hann gæti nú þegar tilkynnt sra Halldóri úrslit nefndarinnar.
Eptir nokkrar umræður varð nefndin sammála um það að ráða sra Halldór Kolbeins ef fengist, sem aðalkennara við unglingaskólann hjer næsta vetur fyrir 300 króna kaup um mánuð hvern. Auk þess skyldi sra Halldóri gefinn kostur á einnar stundar kennslu á dag í barnaskólanum hjer fyrir 2 kr.50a um tímann. Þó verði starfinn við báða skólana, sem fyr um getur, ekki borgaður minna samtals en 1500 krónur.


Bls. 112


Nefndin tók til íhugunar ástand nokkra vanræktra barna hjer hvað uppeldi og kennslu þeirra áhrærði. Var sjerstaklega í því sambandi bent á börn hjónanna í Sandgerði hjer og barnanna í Hruna. Var sóknarprestinum sjerstaklega falið að orðfæra það við bæjarstjóra, hve nauðsyn sje á því, að gera ráðstafanir til þess, að börnin í Hruna sjeu þaðan tekin og send á sína sveit, með því að það sje vitanlegt að þau verði þar fyrir hinu mesta ræktarleysi, þar sem þau sjeu undir hendi mjög drykkfellds kvenmanns, sem á engan hátt geti sjeð þeim farborða.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Árni Filippusson Sigurjón Árnason J. A. Gíslason
P. V. G. Kolka Hallgr. Jónasson Páll Bjarnason


Áætlun um tekjur og gjöld barnaskólans í Vestmannaeyjum árið 1925.

(Sjá bls. 108)
Áætlaðar tekjur:

1. Tillag úr bæjarsjóði kr. 25.000.00 . . . . kr. 25.000.00

Áætluð gjöld:

2. Laun kennara 7 ½ mánuð:
a. 2/3 af launum skólastjóra . . . . . . kr. 1.666.67
b. 2/3 af launum 6 kennara (á kr. 1.250) „ 7.500.00
c. Fyrir tímakennslu „ . . . . 500.00 .kr. 9.666.67
2. Kostnaður við húsnæði skólans, ljós, hita og ræstun:
a. Endurbætur og viðhald húsa (málun m. m.) . kr. 3.000.00
b. Ljósgjöld „ . . . . . . . 1.500.00
c. Fyrir tímakennslu „ . . . . . . 500.00
d. Annað eldsneyti (til uppkveikju) „ . . 100.00
e. Kyndaralaun m. m. „ . . . . . . . 700.00
f. Dagleg ræstun skólahússins og salerna „ 1.000.00
g. Ársræstun „ . . . . . . . . 350.00
h. Ræstunartæki (fötur, sópar, sápa, sódi o.fl.) 250.00
i. Brunabótagjald, lóðargjald og sótaragjald „ 228.13 „ kr. 8.828.13

Flyt kr. 18.494.80


Bls. 113


Gjöld flutt.................................................. kr. 18.494.80

3. Vextir og afborgun af skuld skólans:
a. 7 ½ vextir af kr. 37.500 „ 2.812.50
b. Afborgun „ 2.500.00 „ 5.312.50
4. Kennsluáhöld:
Kennsluáhöld, viðhald þeirra og vátrygging „ 500.00
5. Læknisskoðun:
Borgun fyrir læknisskoðun í skólabörnum og ýmisleg önnur gjöld kr. 25.000.00

Vestmannaeyjum 14. október 1924
F. h. skólanefndarinnar
Árni Filippusson
p. t. formaður nefndarinnar



















































Árið 1926, föstud. 17. sept. kl. 2 e. h. var skólanefndarfundur Vestmannaeyjabæjar haldinn í barnaskóla bæjarins. Allir skólanefndarmennirnir, nema Páll V. G. Kolka læknir sem var erlendis, mættu á fundinum og auk þeirra skólastjóri Páll Bjarnason.

Var þar og þá tekið fyrir: 1. Að veita meðmæli til veitinga í kennarastöður tvær fyrir barnaskólann og unglingaskóla bæjarins næsta skólaár. Stöður þessar höfðu verið auglýstar í Lögbirtingablaðinu og Morgunblaðinu og höfðu nefndinni, samkvæmt þeim auglýsingum borist eptirtaldar umsóknir.: a) um barnakennarastöðuna komu umsóknir frá þeim: Böðvari Pjeturssyni í Reykjavík, Halldóri Sölvasyni, Reykjavík (úr Landeyjum) Hjálmfríði Kr. Sigurðardóttur, Reykjavík Katrínu Gunnarsdóttur, Vestmannaeyjum Vilborgu Auðunsdóttur, Eyvindarmúla, Fljótshlíð Gesti Ó. Gestssyni, Þingeyri. b) um kennarastöðuna við unglingaskólann komu umsóknir frá: Axel Bjarnasen, Dagsbrún Vestmannaeyjum Einari Pálssyni, Reykjavík Guðna Jónssyni, Reykjavík Óskari Þorlákssyni, Hofi Vestmannaeyjum Unni Jakobsdóttur, Reykjavík Gesti Ó. Gestssyni (til vara)

1. Auk þess hafði Jóhann Þ. Jósefsson tilkynnt formanni skólanefndarinnar, að með e/s „Esja“ sem væntanlegt er hingað 18. p. m. væri væntanleg umsókn um unglingakennslustarfið frá Sesselju Sigurðardóttur í Reykjavík. Voru fyrst athugaðar umsóknirnar um barnaskóla-kennarastöðuna, og að því loknu kom skólanefndin sjer saman um það í einu hljóði að veita frú Katrínu Gunnarsdóttur frá Hólnum, í í Vestmanneyjum, meðmæli sín um að hún verði af Stjórnarráðinu sett í þá stöðu. Því næst athugaði skólanefndin umsóknir þær um unglingaskóla bæjarins, sem nefndinni höfðu borizt. Eptir nokkrar umræður fór fram skrifleg atkvæðagreiðsla um þá stöðu og fjellu atkvæði þannig: að Guðni Jónsson hlaut 4 atkvæði og er því rjett kjörinn kennari í þá stöðu.

2. Því næst var tekið til athugunar erindi dags. 12. þ. m. frá nefnd Kvenfjelagsins „Líkn“ skipuð þrem konum, þeim Jóh. Linnet, Ingibjörgu Theódórsdóttur og Sylvíu Guðmundsdóttur. Var erindið þess efnis, að handavinna fyrir drengi og stúlkur verði látin fara fram í barnaskólanum á þessu skólaári, í eins mörgum bekkjum og fært þykir. Tvær af nefndarkonunum, þær Jóhanna Linnet og Ingibjörg Theódórsdóttir mættu á fund skólanefndarinnar. Út af þessu erindi samþ. skólanefndin að láta handavinnu fyrir stúlkur og pilta fara fram á komanda vetri í tveim efstu bekkjum barnaskólans, tvær stundir á viku í hvorum bekk. Handavinna stúlknanna verði aðallega fólgin í ljereptasaumi, stoppum, bæting og merking fata, en verkefni piltanna sje aðallega vinna er viðkemur t. d. netagerð og bætingu, kúluriðum, öngultaumagerð og áhnýting. 3. Þá var athugað erindi frá nokkrum járn og trjesmiðum bæjarins, dags. 14. þ. m. þar sem farið er fram á ókeypis húsrúm í barnaskólanum fyrir væntanlegt námskeið um 3-4 mánaða tíma, annaðhvort kvöld, 2-3 stundir í hvert skipti. Nefndin var sammála um að verða við beiðni þessari, þó svo, að kennslunni sje lokið ekki síðar en kl. 9 að kvöldinu til. Beiðni um samskonar húsnæði kom fram, fyrir námskeið í vjelafræði á komanda vetri og samþykkti nefndin einnig að verða við þeim tilmælum eða beiðni. Nefndin leggur ríka áherzlu á það, í sambandi við námskeið þau er hjer um ræðir, að öll framkoma nemendanna í húsinu verði óaðfinnanleg, og að húsið verði ekki fyrir gálauslegu hnjaski af nemendanna hálfu. 4. Fyrir nefndinni lá skrifleg beiðni frá Sigurði Guðmundssyni á Hvanneyri, dags. 11. þ. m. og auk þess munnlegar beiðnir frá þeim Kristmundi Jónssyni Borgarhóli, hjer í bæ, Halldóri Sölvasyni í Rvík. og Helgu Elíasardóttur Rvík. um ókeypis húsnæði til að kenna börnum í innan skólaskyldualdurs. Sökum þess hversu mjög er áskipað í skólann af nemendum á skólaskyldualdri, sá nefndin sjer ekki fært að sinna þessum beiðnum að svo stöddu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

Árni Filippusson J. A. Gíslason Hallgr. Jónasson

Sigurjón Árnason Páll Bjarnason














Árið 1926, þriðjud. 5. okt. kl. 8 ¾ e. h. var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Af nefndarmönnum mættu: Árni Filippusson, sra Sigurjón Árnason, Hallgr. Jónasson, Jes A. Gíslason. Kolka læknir var fjarverandi í Reykjavík. Auk þess mætti á fundinum skólastjóri Páll Bjarnason.

Var þar og þá tekið fyrir: Skólastjóri skýrði nefndinni frá lestrarástandinu í skólanum, sem væri svo bágborið að af 59 nýjum nemendum væru 24 sem kalla mætti bærilega læs, en hin öll þaðan af lakari, og það svo, að sum þekki naumast stafina.

  Ennfremur skýrði skólastjóri frá því, að margir hefðu farið þess á leit við hann, að taka börn í skólann, sem væru innan skólaskyldualdurs og væru sum þeirra læs.  Ástæðuna til þessarar beiðni kvað hann þær, að aðstandendur þessara barna gætu sumpart ekki komið börnunum fyrir til kennslu, sumpart væri ástæðan sú, að aðstandendur gætu ekki borgað kennslugjald fyrir börnin.  Nefndin fól skólastjóra að ráða fram úr þessum vandræðum, eptir því sem hann áliti haganlegast t. d. að taka þau börn í skólann, sem læs væru þó að þau væru ekki á skólaskyldualdri og af ólæsum börnum, að láta þau ganga fyrir, sem væru frá þeim heimilum sem ekki sæju sjer fært að koma börnunum fyrir til kennslu vegna efnaskorts.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Árni Filippusson, Sigurjón Árnason J. A. Gíslason

Hallgr. Jónasson Páll Bjarnason













Árið 1927, föstud. 4. febrúar kl. 5 e. h. var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Af nefndarmönnum mættu þeir: Árni Filippusson, sra Sigurjón Árnason, Hallgrímur Jónasson og Jes A. Gíslason. Bæjarstjóri boðaði forföll. Auk nefndarmannanna var skólastjóri Páll Bjarnason mættur á fundinum.

Var þar og þá tekið fyrir. Efni fundarins var að ræða um börn illa læs og ólæs sem utan skólaskylduraldurs, sem beðið hefði verið um að tekin yrðu í skólann. Skólastjóri kvað aðsókn þessa svo mikla, að ekki yrði ráðið við það, með þeim kennslukröptum, sem fyrir væru, og væri því brýn þörf að auka þá krapta með aukinni tímakennslu. Kvað skólastjóri mundi nægja sem svaraði tveggja tíma kennslu á dag, ef ekki yrðu tekin fleiri börn en búið væri að veita ádrátt um kennslu. Skólanefndin áleit nauðsynlegt að bæta úr þessari kennsluþörf og fól skólastjóra, samkv. ályktun fundarins 5. okt. f. á., að vera í útvegum með kennslukrapta þá sem hjer um ræðir og væri honum heimilt að ráða kennara til starfsins með 2 kr. tímakaupi. Nefndin ákvað að krefja skyldi 8 kr. kennslugjald um mánuðinn fyrir barnið, þar sem álitist að gjaldið væri kræft, þó mætti gjaldið vera minna ef efni aðstandenda væru lítil.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Árni Filippusson Sigurjón Árnason J. A. Gíslason

Hallgr. Jónasson Páll Bjarnason














Árið 1927, mánudaginn 14. febrúar kl. 6 e. h . var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði.

Á fundinum voru mættir nefndarmennirnir Árni Filippusson, Hallgrímur Jónasson, Jes A. Gíslason.  Fjarverandi voru þeir: Kristinn Ólafsson bæjarstjóri og sra Sigurjón Árnason.  Auk þess var mættur á fundinum skólastjóri Páll Bjarnason.
 Tilefni fundarins var að ræða um kíghósta, sem grunur væri um að væri hjer í tveim húsum í bænum, og taka ákvörðun um veiki þessa, að því er snertir skólagöngu þeirra barna hjer í bæ, sem ekki hafa fengið kíghóstann.  Nefndin ræddi mál þetta að nokkru, en áleit hún þyrfti álits hjeraðslæknis áður en hún tæki nokkra ákvörðun.  Var hjeraðslæknir beðinn að koma á fundinn, en hann var önnum kafinn og ljét þá ósk sína í ljósi, að nefndin kæmi á sinn fund.  Ákvað því nefndin að ganga á fund hjeraðslæknis og fresta fundinum til næsta kvölds til kl. 8.
  Þriðjudaginn kl. 8 ½ var haldinn framhaldsfundur að Ásgarði og voru þá allir nefndarmennirnir mættir, auk skólastjóra.  Hjeraðslæknir var enn forfallaður og gat því ekki komið á fund nefndarinnar.

Samkv. áliti hjeraðslæknis kom skólanefndin sjer saman um: Að bægja fyrst um sinn frá skólagöngu sýktum börnum og þeim sem grunuð væru um að vera sýkt, einnig börnum frá sýktum heimilum eða sem grunuð væru um að vera sýkt og nái það til allra þeirra barna, sem á slíkum húsum eru.

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

Árni Filippusson Sigurjón Árnason J. A. Gíslason

Hallgr. Jónasson Kristinn Ólafsson Páll Bjarnason












Árið 1927, föstudaginn 29. júlí kl. 8 e. h. var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Á fundinum voru mættir nefndarmennirnir: Árni Filippusson, Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, Jes A. Gíslason, sra Sigurjón Árnason, og Hallgrímur Jónasson. Auk þess var mættur á fundinum skólastjóri Páll Bjarnason.

Var þar og þá tekið fyrir.

  Lagðir voru fram ársreikningar barnaskólans og unglingaskólans í Vestmannaeyjum; barnaskólareikningurinn fyrir almanaksárið 1926, en reikningur unglingaskólans fyrir skólaárið 1926- 1927.  Reikningarnir voru sendir bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar til athugunar samfara endurskoðun.
   Ennfremur voru lagðar fram skýrslur um kennslu- og próf beggja skólanna, barna og unglingskólans fyrir síðastliðið skólaár.  Skýrslurnar voru athugaðar og undirskrifaðar.

Skólanefndin samþykkti í einu hljóði að mæla með því við stjórnarvöldin að Katrín Gunnarsdóttir, sem síðastliðið ár var sett kennslukona við skólann, yrði skipuð í þann starfa.

  Formaður skólanefndarinnar ljet þess getið, að einn af föstu kennurum skólans, Eiríkur Hjálmarsson, hefði tjáð sjer, að hann fyrir elli sakir, sjerstaklega sökum sjóndepru, mundi sækja um lausn frá kennslustarfinu við barnaskólann hjer fyrir næstkomandi skólaár.  En með því að ekkert frekar lá fyrir fundinum, var ekki hægt að taka nokkra ákvörðun, að svo stöddu, um útvegun kennara, í stað hins fráfaranda.
  Þá var til umræðu leikfimishús það við barnaskólann, sem byrjað hefur verið á að reisa, steypa við austurenda barnaskólahússins, en sem enn er ófullgert.  Eptir nokkrar umræður um þetta ljet nefndin í ljósi þann samhuga vilja sinn, að reynt væri, ef þess yrði nokkur kostur, að gera leikfimishús þannig úr garði, að hægt yrði að taka það til notkunar næstkomandi skólaár.

Hvað viðkemur óhjákvæmilegri viðgerð skólahússins, svo sem að mála þak þess, bæta og lagfæra rennur, mála ganga inni, þjetta glugga og hreinsa vatnsból skólans, þá fól nefndin bæjarstjóra Kristni Ólafssyni að sjá um þær framkvæmdir fyrir hönd nefndarinnar.

  Var þá umræðum snúið að unglingaskóla bæjarins.  Nefndin var sammála um það, að sjálfsagt væri að halda skólanum áfram og helzt ef auðið væri að auka hann og efla, bæði hvað námsgreinar og lengd kennslutímans viðkemur.  Eptir nokkrar umræður kom nefndin sjer saman um það, að fela formanni skólanefndar og skólastjóra að ráðgast við fræðslumálastjóra um kennara við skólann og annað það er gæti orðið skólanum til eflingar.
  Formanni nefndarinnar var falið að sækja um styrk til unglingaskólans, svo ríflegan sem auðið er, hjá yfirstjórn fræðslumála.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Árni Filippusson Kristinn Ólafsson J. A. Gíslason

Sigurjón Árnason Hallgr. Jónasson Páll Bjarnason





Árið 1927, fimmtudaginn 15. september kl. 5 e. h. var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Allir nefndarmenn voru mættir á fundinum. Auk þeirra var viðstaddur skólastjóri Páll Bjarnason.

Var þar og þá tekið fyrir: Formaður skólanefndarinnar lagði fram afrit af auglýsingum dags. 5. sept. þar sem tekið er fram hvenær barnaskólinn og unglingaskólinn muni taka til starfa. Gat formaður þess jafnframt, að aðeins 4 umsóknir hefðu borist um inntöku í unglingaskólann, en af þessum 4 umsækjendum væru 2 á skólaskyldualdri. Það komst til tals, að taka ekki unglinga á skólaskyldualdri í unglingaskólann en nefndin kom sjer saman um að taka enga ákvörðun um það að svo stöddu, eða ekki fyrr en sjeð væri hve margir sækja mundu um inntöku í unglingaskólann.

  Þá var lagt fram bréf til skólanefndarinnar, dags. 13. sept. þ. á., frá þeim Þórði Runólfssyni, S. Hauki Björnssyni og Gunnari Björnssyni.  Efni brjefsins: að fá leigða í skólanum eina kennslustofu til afnota frá 1. okt. til 31. des. þ. á., tvær klukkustundir á kvöldi frá kl. 7 – 9 til kvöldskóla, þar sem kenna á íslensku, stærðfræði og teikningu auk erlendra tungumála.
 Eptir nokkrar umræður, komst nefndin að þeirri ályktun, að ekki væri hægt að svara þessari beiðni að svo stöddu, og ekki fyrr en sæist hver afdrif yrðu unglingaskólans hjer.
  Því næst var lagt fram og lesið upp brjef dags. 15. sept. þ. á., frá Ólafi Lárussyni hjeraðslækni.  Fjallar brjefið um tannskemmdir barna í barnaskólanum hjer samkv. rannsókn þeirri, sem hjeraðslæknirinn hafði framkvæmt í skólanum tvö undanfarin ár 1925 og ´26.  Telur læknirinn svo mikil brögð að tannskemmdum barna í skólanum, að ekki verði hjá því komizt að hefjast handa til umbóta á því sviði og leggur það til, að leitað sje til tannlæknis, Leifs Sigfússonar í því efni, til varnar og lækningar á því mikla meini.  Nefndin var sammála um, að hjer væri um nauðsynjamál að ræða og fól skólastjóra að leita hófanna hjá tannlækni um það á hvern hátt og að hve miklu leyti hann vildi eða sæi sjer fært að sinna þessu máli, sem og að ræða við hann um kostnaðarhliðina hjer að lútandi.  
  Þá tók nefndin til umræðu kennslu óskólaskyldra barna hjer í bænum.  Hafði nokkrum slíkum börnum verið veitt kennsla í skólanum gegn ákveðnu skólagjaldi síðastl. skólaár, sem þó væri enn ógreitt að mestu leyti.  Það upplýstist á fundinum, að þeir mundu fáir hjer í bæ, sem mundu taka að sjer kennslu slíkra barna hjer og yrðu því fyrirsjáanleg vandræði með börn þessi ef þeim yrði að engu sinnt eða þau yrðu afskiptalaus.  Nefndin varð því sammála um, að taka til kennslu svipaðan hóp slikra barna og þann,sem notið hefði þessarar kennslu í skólanum síðastliðið skólaár og þá helzt sömu börnin, að minnsta kosti fyrst um sinn.  Skólagjaldið skuli ákveðið 20 kr. fyrir allan tímann, sem greiðist fyrirfram.  Þau börn sem ekki geti greitt gjald þetta, vegna efnaskorts aðstandenda skulu hafa með höndum skírteini frá fátækrnefnd bæjarins, áður en þau eru tekin í skólann.
  Um ræstingu og kyndingu í skólahúsinu var formanni skólanefndar falið að sjá um, eins og að undanförnu, að útvega menn til þeirra verka.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Árni Filippusson J. A. Gíslason

Páll Bjarnason Hallgr. Jónasson Sigurjón Árnason