„Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 111-120“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: 12. okt. 1925 var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Nefndarmenn mættir nema ritari nefndarinnar síra Jes Gíslason, er var í siglingu. Auk þess var og á fundinum mætt...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<center>'''Bls. 111'''</center>
Lögð var fram skýrsla um starfsemi unglingaskólans í Vestmannaeyjum, ásamt prófskýrslu.  Próf í skólanum fór fram 3. – 10. janúar þ. á.; skólinn starfaði frá 1. okt. f. á.  Þátttakendur voru 30, en af þeim gengu 26 undir próf.
::Formanni var falið að afgreiða gögn þessi til rjettra stjórnarvalda og sækja um styrk fyrir skólann.
::Nefndin kom sjer saman um, að skólastjóra Páli Bjarnasyni væri greiddar 150  kr. fyrir umsjón og eptirlit með unglingaskólanum ár það sem hjer um ræðir.<br>
::Nefndin var samhuga um það, að styðja að því, að unglingaskólinn starfaði hjer framvegis og að leitast væri við í tíma að afla honum nægilegra og hæfra kennslukrapta.<br>
::Fleira ekki tekið fyrir.    Fundi slitið.<br>
[[Árni Filippusson]]  [[Sigurjón Árnason]]    [[Jes A. Gíslason|J. A. Gíslason]]<br>
[[Hallgr. Jónasson]]    [[P. V. G.  Kolka]]    [[Páll Bjarnason skólastjóri|Páll Bjarnason]]<br>
::Árið 1925, þriðjudaginn 28. apríl kl. 8 ½ var að Ásgarði haldinn skólanefndarfundur.  Á fundinum mættu allir skólanefndarmennirnir.  Auk þeirra mætti á fundinum skólastjóri Páll Bjarnason.<br>
::Sra Sigurjón Árnason tilkynnti nefndinni það að presturinn sra Halldór Kolbeins í Flatey vildi gefa kost á sjer sem kennari við unglingaskólann hjer næstkomandi vetur og vildi hann leita álits skólanefndarinnar um það tilboð og beiddist ákveðins svars nefndarinnar svo  hann gæti nú þegar tilkynnt sra Halldóri úrslit nefndarinnar.<br>
::Eptir nokkrar umræður varð nefndin sammála um það að ráða sra Halldór Kolbeins ef fengist, sem aðalkennara við unglingaskólann hjer næsta vetur fyrir 300 króna kaup um mánuð hvern.  Auk þess skyldi sra Halldóri gefinn kostur á einnar stundar kennslu á dag í barnaskólanum hjer fyrir 2 kr.50a um tímann.  Þó verði starfinn við báða skólana, sem fyr um getur, ekki borgaður minna samtals en 1500 krónur.<br>
<center>'''Bls. 112'''</center>
::Nefndin tók til íhugunar ástand nokkra vanræktra barna hjer hvað uppeldi og kennslu þeirra áhrærði.  Var sjerstaklega í því sambandi bent á börn hjónanna í Sandgerði hjer og barnanna í Hruna.  Var sóknarprestinum sjerstaklega falið að orðfæra það við bæjarstjóra, hve nauðsyn sje á því, að gera ráðstafanir til þess, að börnin í Hruna sjeu þaðan tekin og send á sína sveit, með því að það sje vitanlegt að þau verði þar fyrir hinu mesta ræktarleysi, þar sem þau sjeu undir hendi mjög drykkfellds kvenmanns, sem á engan hátt geti sjeð þeim farborða.
::Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið.
::[[Árni Filippusson]]    [[Sigurjón Árnason]]    [[Jes A. Gíslason|J. A. Gíslason]]<br>
::[[P. V. G. Kolka]]    [[Hallgr. Jónasson]]    [[Páll Bjarnason skólastjóri|Páll Bjarnason]]<br>
<big><center>'''Áætlun'''</center><big><br>
<center>um tekjur og gjöld barnaskólans í Vestmannaeyjum árið 1925.</center> <br>
<center>(Sjá bls. 108)</center><br>
::::Áætlaðar tekjur:
1.  Tillag úr bæjarsjóði kr. 25.000.00
.    .    .    .  '''kr. 25.000.00'''
::::Áætluð gjöld:
2. Laun kennara 7 ½ mánuð:<br>
a.  2/3 af launum skólastjóra .  .  .  .  .  . kr. 1.666.67<br>
b.  2/3 af launum 6 kennara (á kr. 1.250) „    7.500.00<br>
c.  Fyrir tímakennslu „      .    .    .    .    500.00   .kr.  9.666.67<br>
2.  Kostnaður við húsnæði skólans, ljós, hita og ræstun:<br>
a.  Endurbætur og viðhald húsa (málun m. m.) .  kr. 3.000.00<br>
b.  Ljósgjöld „      .  .  .  .  .  .  .    1.500.00<br>
c.  Fyrir tímakennslu „        500.00
d.  Annað eldsneyti (til uppkveikju) „        100.00
e.  Kyndaralaun m. m. „        700.00
f.  Dagleg ræstun skólahússins og salerna „    1.000.00
g.  Ársræstun „        350.00
h.  Ræstunartæki (fötur, sópar, sápa, sódi o.fl.)           250.00
i.  Brunabótagjald, lóðargjald og sótaragjald „        228.13 „    8.828.13
3. Vextir og afborgun af skuld skólans:
a.  7 ½ vextir af kr. 37.500 „    2.812.50
b.  Afborgun „    2.500.00 „    5.312.50
4. Kennsluáhöld:
Kennsluáhöld, viðhald þeirra og vátrygging „      500.00
5.  Læknisskoðun:
Borgun fyrir læknisskoðun í skólabörnum og ýmisleg önnur gjöld kr.  25.000.00
Vestmannaeyjum 14. október 1924
F. h.  skólanefndarinnar
Árni Filippusson
p. t. formaður nefndarinnar                                                 
 
12. okt. 1925 var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði.  Nefndarmenn mættir nema ritari nefndarinnar síra Jes Gíslason, er var í siglingu.  Auk þess var og á fundinum mættur Páll Bjarnason skólastjóri.
12. okt. 1925 var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði.  Nefndarmenn mættir nema ritari nefndarinnar síra Jes Gíslason, er var í siglingu.  Auk þess var og á fundinum mættur Páll Bjarnason skólastjóri.


1.368

breytingar

Leiðsagnarval