„Kristín Sighvatsdóttir (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7: Lína 7:
Kristín fluttist til Vesturheims 1902 frá [[Godthaab]].<br>
Kristín fluttist til Vesturheims 1902 frá [[Godthaab]].<br>


Barnsfaðir hennar var R.Þ. Jónsson frá Skipaskaga.<br>
I. Barnsfaðir hennar var R.Þ. Jónsson frá Skipaskaga.<br>
Barn þeirra var<br>
Barn þeirra var<br>
1. Rut, f. 4. júní 1902. Hún finnst ekki meðal útfluttra né látinna.
1. Rut, f. 4. júní 1902. Hún finnst ekki meðal útfluttra né látinna.

Útgáfa síðunnar 23. apríl 2016 kl. 19:40

Kristín Sighvatsdóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 24. maí 1869 í Steinmóðshúsi.
Foreldrar hennar voru Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður á Vilborgarstöðum, f. 10. júlí 1835, d. 8. júlí 1874, og barnsmóðir hans Vilborg Steinmóðsdóttir frá Steinmóðshúsi, f. 27. febrúar 1833, d. 3. júni 1907.

Kristín var nýfædd með Sighvati föður sínum og fjölskyldu hans á Vilborgarstöðum og síðan meðan faðir hennar lifði.
Hún var niðursetningur hjá Björgu ekkju Sighvats í lok árs 1874, var enn hjá henni 1884.
Hún var vinnukona í Stóra-Gerði 1886, í Brekkuhúsi 1887 og 1888, á Vilborgarstöðum 1889 og 1890, hjá Friðrikku hálfsystur sinni þar 1891, í Stóra-Gerði 1892, hjá Sigríði systur sinni á Kirkjubæ 1893 og 1894, „sjálfrar sín“ á Vilborgarstöðum 1895.
Kristín fluttist til Vesturheims 1902 frá Godthaab.

I. Barnsfaðir hennar var R.Þ. Jónsson frá Skipaskaga.
Barn þeirra var
1. Rut, f. 4. júní 1902. Hún finnst ekki meðal útfluttra né látinna.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.