„Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:




<big><big><big><center>Snemma beygist krókurinn</center></big></big>
<big><big><big><center>Snemma beygist krókurinn</center></big></big></big>




Lína 26: Lína 26:




</big>''Svo kemur að því, að þessum þróttmikla unglingi halda engin heimilisbönd. Hann sækir ákaft sjóinn. Á 13. árinu fær hann leyfi foreldra sinna til að snuðra eftir skiprúmi með færisstúfinn sinn á svalkaldri vetrarvertíðinni. Skinnklæðin fóru honum illa, því að þau voru alltof stór. Hver lagði í það að sauma hæfilega stór skinnklæði á ungling? Það var alltof mikil vinna, því að þau entust svo stutt vegna þess að unglingurinn óx brátt upp úr þeim. Þannig varð það verk að nokkru unnið fyrir gýg. Þess vegna varð hann að notast við skinnklæði af fullvöxnum sjómanni. En hvað um það? Unglingurinn fann vissulega til sín, þegar hann gekk til skips eins og fullgildur háseti, þó að hann væri aðeins hálfdrættingur, fengi aðeins helming þess, sem hann dró á færismyndina, og sakkan var aðeins af hálfri stærð og þyngd við þær, sem hinir fullgildu notuðu.''
''Svo kemur að því, að þessum þróttmikla unglingi halda engin heimilisbönd. Hann sækir ákaft sjóinn. Á 13. árinu fær hann leyfi foreldra sinna til að snuðra eftir skiprúmi með færisstúfinn sinn á svalkaldri vetrarvertíðinni. Skinnklæðin fóru honum illa, því að þau voru alltof stór. Hver lagði í það að sauma hæfilega stór skinnklæði á ungling? Það var alltof mikil vinna, því að þau entust svo stutt vegna þess að unglingurinn óx brátt upp úr þeim. Þannig varð það verk að nokkru unnið fyrir gýg. Þess vegna varð hann að notast við skinnklæði af fullvöxnum sjómanni. En hvað um það? Unglingurinn fann vissulega til sín, þegar hann gekk til skips eins og fullgildur háseti, þó að hann væri aðeins hálfdrættingur, fengi aðeins helming þess, sem hann dró á færismyndina, og sakkan var aðeins af hálfri stærð og þyngd við þær, sem hinir fullgildu notuðu.''


<big>Þannig liðu árin til vertíðarinnar 1884. Þá var ég kominn á 13. árið og var látinn „ganga með skipum“ - þ. e.: biðja þennan eða hinn að lofa mér að róa. Þessa vertíð fór ég 17 sinnum á sjó og fékk í hálfdrættið 86 þorska og 18 ýsur.<br>
Þannig liðu árin til vertíðarinnar 1884. Þá var ég kominn á 13. árið og var látinn „ganga með skipum“ - þ. e.: biðja þennan eða hinn að lofa mér að róa. Þessa vertíð fór ég 17 sinnum á sjó og fékk í hálfdrættið 86 þorska og 18 ýsur.<br>
Fyrsti fiskurinn, sem ég dró, var stór þorskur. Hann var kallaður „maríufiskur“, og var hann víst alltaf gefinn einhverjum bágstöddum. Þennan fisk minn var ég látinn gefa aldraðri einsetukonu. Bað hún guð að vera með mér og sagðist vona, að ég yrði gæfumaður á sjónum.<br>
Fyrsti fiskurinn, sem ég dró, var stór þorskur. Hann var kallaður „maríufiskur“, og var hann víst alltaf gefinn einhverjum bágstöddum. Þennan fisk minn var ég látinn gefa aldraðri einsetukonu. Bað hún guð að vera með mér og sagðist vona, að ég yrði gæfumaður á sjónum.<br>
Einn morgun þessa vertíð bað ég alla þá formenn, er ég náði til, að lofa mér að róa, en enginn kvaðst geta það. Rö1ti ég þá heim grátandi og hét því, að aldrei skyldi ég láta grátandi drengi fara frá mér, þegar ég sjálfur væri orðinn formaður.<br>
Einn morgun þessa vertíð bað ég alla þá formenn, er ég náði til, að lofa mér að róa, en enginn kvaðst geta það. Rö1ti ég þá heim grátandi og hét því, að aldrei skyldi ég láta grátandi drengi fara frá mér, þegar ég sjálfur væri orðinn formaður.<br>
Lína 38: Lína 38:
<big><big><big>  <center>Strákar saman á sjó</center> </big></big></big>
<big><big><big>  <center>Strákar saman á sjó</center> </big></big></big>


</big>''Fjórrónir bátar í Eyjum voru kallaðir jul. Það orð mun samstofna með danska orðið jolle og afbökun úr því. Hér mun gæta áhrifa frá máli skipshafna á dönsku verzlunarskipunum frá tíma einokunartímabilsins.<br>''
''Fjórrónir bátar í Eyjum voru kallaðir jul. Það orð mun samstofna með danska orðið jolle og afbökun úr því. Hér mun gæta áhrifa frá máli skipshafna á dönsku verzlunarskipunum frá tíma einokunartímabilsins.<br>''
''Unglingarnir Magnús á Vesturhúsum og [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfús Jónsson]] frá [[Tún (hús)|Túni]] (síðar búandi að [[Holt]]i við [[Ásavegur|Ásaveg]]) réru saman til fiskjar sumarið 1884. Báðir þá innan við fermingu.''
''Unglingarnir Magnús á Vesturhúsum og [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfús Jónsson]] frá [[Tún (hús)|Túni]] (síðar búandi að [[Holt]]i við [[Ásavegur|Ásaveg]]) réru saman til fiskjar sumarið 1884. Báðir þá innan við fermingu.''


<big>Sumarið eftir þessa vertíð fór ég svo að róa á hinum svo nefndu julum. Helzt var það með strákum á mínu reki. Við grófum upp fjörumaðk, fórum í skeljafjöru eða höfðum fuglainnyfli, fuglaslóg, í beitu. Oft fiskuðum við allvel, - helzt smáfisk og keilu. Stundum fengum við lúðu í svo þungan drátt, að ég varð fljótlega að biðja Vigfús að hjálpa mér.<br>
Sumarið eftir þessa vertíð fór ég svo að róa á hinum svo nefndu julum. Helzt var það með strákum á mínu reki. Við grófum upp fjörumaðk, fórum í skeljafjöru eða höfðum fuglainnyfli, fuglaslóg, í beitu. Oft fiskuðum við allvel, - helzt smáfisk og keilu. Stundum fengum við lúðu í svo þungan drátt, að ég varð fljótlega að biðja Vigfús að hjálpa mér.<br>
Um haustið þetta sama ár rérum við Vigfús á Hóls-julinu og rérum helzt út á víkina suðaustur af [[Örnefnaskrá Gísla Lárussonar|Klettsnefi]]. Þar fiskaðist oft mikið af lúðu, sérstaklega á haustin. Vigfús andæfði, en ég var undir færi. Einn daginn höfðum við fengið 8 lúður og nokkrar þeirra um og yfir 100 pund (50 kg), en aðrar voru smáar. Vigfús dró undir íburð, en ég bar í. En þá kom 9. lúðan á öngulinn. Þegar ég vildi bera í hana, steyptist ég á höfuðið í sjóinn. Mér skaut fljótlega upp, og náði ég í bátinn. Lúðan var enn föst á færinu. Þegar Vigfús sér mig hanga á bátnum, segir hann: „Á ég ekki að bjarga lúðunni fyrst inn í bátinn?“<br>
Um haustið þetta sama ár rérum við Vigfús á Hóls-julinu og rérum helzt út á víkina suðaustur af [[Örnefnaskrá Gísla Lárussonar|Klettsnefi]]. Þar fiskaðist oft mikið af lúðu, sérstaklega á haustin. Vigfús andæfði, en ég var undir færi. Einn daginn höfðum við fengið 8 lúður og nokkrar þeirra um og yfir 100 pund (50 kg), en aðrar voru smáar. Vigfús dró undir íburð, en ég bar í. En þá kom 9. lúðan á öngulinn. Þegar ég vildi bera í hana, steyptist ég á höfuðið í sjóinn. Mér skaut fljótlega upp, og náði ég í bátinn. Lúðan var enn föst á færinu. Þegar Vigfús sér mig hanga á bátnum, segir hann: „Á ég ekki að bjarga lúðunni fyrst inn í bátinn?“<br>
Ég hafði heyrt margar sögur um það, að í sjónum væru margskonar ófreskjur, þar á meðal hákarlar og hvalir, sem væru hinar verstu mannætur. Og mér fanst þá, að eitthvað af þessu illþýði hlyti að vera rétt komið að mér til þess að gleypa mig. Þess vegna bað ég Vigfús að meta mig meir en lúðuna og innbyrða mig fyrst. Á meðan hann var að hjálpa mér inn í bátinn, fór lúðan af færinu.<br>
Ég hafði heyrt margar sögur um það, að í sjónum væru margskonar ófreskjur, þar á meðal hákarlar og hvalir, sem væru hinar verstu mannætur. Og mér fanst þá, að eitthvað af þessu illþýði hlyti að vera rétt komið að mér til þess að gleypa mig. Þess vegna bað ég Vigfús að meta mig meir en lúðuna og innbyrða mig fyrst. Á meðan hann var að hjálpa mér inn í bátinn, fór lúðan af færinu.<br>
Lína 82: Lína 82:




</big>''„Gerðismenn“ nutu trausts og virðingar í útgerðarstarfi sínu og sjómennsku. Hverjum unglingi var það góður skóli að ráðast fastur háseti á bát þeirra „Halkion,“ þó að hann væri þar hálfdrættingur. Magnús Guðmundsson var aðeins 14 ára, er hann réðist til hins mæta formanns og kunna sjómanns Jóns bónda Jónssonar í [[Gerði-stóra|Stóra-Gerði]]. Það eitt sannar það orð, er fór nú af dugnaði „formannsefnisins“ á Vesturhúsum.''
''„Gerðismenn“ nutu trausts og virðingar í útgerðarstarfi sínu og sjómennsku. Hverjum unglingi var það góður skóli að ráðast fastur háseti á bát þeirra „Halkion,“ þó að hann væri þar hálfdrættingur. Magnús Guðmundsson var aðeins 14 ára, er hann réðist til hins mæta formanns og kunna sjómanns Jóns bónda Jónssonar í [[Gerði-stóra|Stóra-Gerði]]. Það eitt sannar það orð, er fór nú af dugnaði „formannsefnisins“ á Vesturhúsum.''


<big>Vertíðina 1886 réri ég á sexæringi, sem hét „Halkion“. Formaðurinn var [[Jón Jónsson bóndi í Stóra-Gerði]]. Hann var talinn formaður góður og aflasæll. Sagt var um hann, að aldrei fengi hann svo vont veður á sjó, að hann gæti ekki kveikt í pípu sinni.<br>
Vertíðina 1886 réri ég á sexæringi, sem hét „Halkion“. Formaðurinn var [[Jón Jónsson bóndi í Stóra-Gerði]]. Hann var talinn formaður góður og aflasæll. Sagt var um hann, að aldrei fengi hann svo vont veður á sjó, að hann gæti ekki kveikt í pípu sinni.<br>
Ég var ráðinn hálfdrættingur. Hálfdrættingarnir áttu við setningu skips að annast hlunnana, draga þá fram fyrir stafn, þegar skipin voru sett í hróf, og draga þá aftur fyrir skutinn, þegar sett var fram. Hlunnarnir voru hvalbeinshlunnar með gati í enda og dráttartaug í.<br>
Ég var ráðinn hálfdrættingur. Hálfdrættingarnir áttu við setningu skips að annast hlunnana, draga þá fram fyrir stafn, þegar skipin voru sett í hróf, og draga þá aftur fyrir skutinn, þegar sett var fram. Hlunnarnir voru hvalbeinshlunnar með gati í enda og dráttartaug í.<br>
Fljótlega olli ég vandræðum á bátnum sökum þess, að ég dró oft meira en í tvo hluti, sérstaklega þegar fáir renndu og margir andæfðu. Þá þótti ófært eins og líka var, að ég bæri meira frá borði en fullorðinn maður. Það varð því úr, að ég fékk heilan hlut.<br>
Fljótlega olli ég vandræðum á bátnum sökum þess, að ég dró oft meira en í tvo hluti, sérstaklega þegar fáir renndu og margir andæfðu. Þá þótti ófært eins og líka var, að ég bæri meira frá borði en fullorðinn maður. Það varð því úr, að ég fékk heilan hlut.<br>
Lína 93: Lína 93:




</big>''Gæfan var með Magnúsi á Vesturhúsum og örlögin ætluðu honum veglegan sess í útgerðarsögu byggðarlagsins og sögu sjósóknar og formennsku í Eyjum. Nú ræðst hann háseti til mannsins, sem bæði hafði efni á að búa allt sem bezt í hendur hins unga formanns og vilja til þess að hlynna svo að starfinu, að það mætti sem bezt takast. Þrjár vertíðir réri Magnús Guðmundsson háseti hjá Ólafi Magnússyni, áður en hann tók við skipinu úr höndum hans og gerðist formaður, þá aðeins hálfs átjánda árs.''  
''Gæfan var með Magnúsi á Vesturhúsum og örlögin ætluðu honum veglegan sess í útgerðarsögu byggðarlagsins og sögu sjósóknar og formennsku í Eyjum. Nú ræðst hann háseti til mannsins, sem bæði hafði efni á að búa allt sem bezt í hendur hins unga formanns og vilja til þess að hlynna svo að starfinu, að það mætti sem bezt takast. Þrjár vertíðir réri Magnús Guðmundsson háseti hjá Ólafi Magnússyni, áður en hann tók við skipinu úr höndum hans og gerðist formaður, þá aðeins hálfs átjánda árs.''  


<big>Næstu þrjár vertíðarnar (1887, 1888 og 1889) réri ég hjá [[Ólafur Magnússon (London)|Ólafi Magnússyni]] í [[London]] hér. Við rérum á litlum báti eftir því sem önnur vertíðarskip voru þá. En báturinn hét stóru nafni, því að hann hét „[[Hannibal, áraskip|Hannibal]]“. Hafði Ólafur smíðað hann sjálfur. Hann var skipasmiður góður og fór ekki almannaleiðir með lögun á skipum þeim, sem hann smíðaði, og svo var með bát þennan, því að bátur þessi var mjög ólíkur öðrum skipum, er honum voru hér samtímis. Hannibal var ágætur gang- og siglingarbátur. Það kom sér oft vel, því að hásetar Ólafs á þeim báti voru oftast kraftlitlir unglingar. <br>
Næstu þrjár vertíðarnar (1887, 1888 og 1889) réri ég hjá [[Ólafur Magnússon (London)|Ólafi Magnússyni]] í [[London]] hér. Við rérum á litlum báti eftir því sem önnur vertíðarskip voru þá. En báturinn hét stóru nafni, því að hann hét „[[Hannibal, áraskip|Hannibal]]“. Hafði Ólafur smíðað hann sjálfur. Hann var skipasmiður góður og fór ekki almannaleiðir með lögun á skipum þeim, sem hann smíðaði, og svo var með bát þennan, því að bátur þessi var mjög ólíkur öðrum skipum, er honum voru hér samtímis. Hannibal var ágætur gang- og siglingarbátur. Það kom sér oft vel, því að hásetar Ólafs á þeim báti voru oftast kraftlitlir unglingar. <br>
Okkur farnaðist vel á báti þessum undir stjórn Ólafs Magnússonar, enda var hann þaulæfður formaður. <br>
Okkur farnaðist vel á báti þessum undir stjórn Ólafs Magnússonar, enda var hann þaulæfður formaður. <br>
Fyrri hluta ævi sinnar átti Ólafur í London heima undir Eyjafjöllum og var formaður þar. Eitt sinn er hann réri þaðan út frá sandinum ásamt fleiri skipum, brimaði svo fljótlega að enginn treystist til að lenda þar aftur. Héldu þá öll skipin til Vestmannaeyja, - það var kallað að „leggja frá“, - nema Ólafur. Hann varð einn eftir og beið úti fyrir ströndinni. Þetta mun hafa átt sér stað í marzmánuði. <br>
Fyrri hluta ævi sinnar átti Ólafur í London heima undir Eyjafjöllum og var formaður þar. Eitt sinn er hann réri þaðan út frá sandinum ásamt fleiri skipum, brimaði svo fljótlega að enginn treystist til að lenda þar aftur. Héldu þá öll skipin til Vestmannaeyja, - það var kallað að „leggja frá“, - nema Ólafur. Hann varð einn eftir og beið úti fyrir ströndinni. Þetta mun hafa átt sér stað í marzmánuði. <br>

Leiðsagnarval