„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1960/ Minnisstæðar væringar í landhelginni“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: <big><center>'''JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON</center></big><br> <big><big><center>'''Minnisstæðar væringar í landhelginni'''</center></big></big><br> Ö...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 19: Lína 19:
Við Vestmannaeyjar og með söndunum voru svo mikil brögð að yfirgangi erlendra veiðiskipa á árunum eftir aldamót og fram undir 1914, að Vestmannaeyingum þótti ekki lengur við unandi, Reyndu þeir eftir mætti að halda sjálfir uppi vörnum og hrinda af sér þessum ófögnuði og flæma út úr landhelginni eða handsama veiðiþjófana. Dönsku varðskipin sáust ekki nema með höppum og glöppum á þeim slóðum, en það brást varla að þau tæki ekki í landhelgi eitt eða fleiri skip í hverri gæzluferð, svo var ásóknin mikil í landhelgina og aðgæslan lítil. En þess á milli flykktust veiðiþjófarnir inn í landhelgina og léttt greipar sópa. Stóð þeim lítill stuggur af hinum íslenzku veiðiskipum, en þó máluðu útlendingarnir iðulega yfir nöfn og einkennisstafi á skipum sínum eða breiddu húðir og dulur yfir þá, svo ekki sæist hverjir þeir væru, en það leyndi sér að sjálfsögðu ekki, að þjófar voru þar á ferð, sem var ljóst að þeir fóru þar ófrjálsri hendi, enda hefðu þeir ekki að öðrum kosti talið sig þurfa að vera þar á ferli með leynd.<br>
Við Vestmannaeyjar og með söndunum voru svo mikil brögð að yfirgangi erlendra veiðiskipa á árunum eftir aldamót og fram undir 1914, að Vestmannaeyingum þótti ekki lengur við unandi, Reyndu þeir eftir mætti að halda sjálfir uppi vörnum og hrinda af sér þessum ófögnuði og flæma út úr landhelginni eða handsama veiðiþjófana. Dönsku varðskipin sáust ekki nema með höppum og glöppum á þeim slóðum, en það brást varla að þau tæki ekki í landhelgi eitt eða fleiri skip í hverri gæzluferð, svo var ásóknin mikil í landhelgina og aðgæslan lítil. En þess á milli flykktust veiðiþjófarnir inn í landhelgina og léttt greipar sópa. Stóð þeim lítill stuggur af hinum íslenzku veiðiskipum, en þó máluðu útlendingarnir iðulega yfir nöfn og einkennisstafi á skipum sínum eða breiddu húðir og dulur yfir þá, svo ekki sæist hverjir þeir væru, en það leyndi sér að sjálfsögðu ekki, að þjófar voru þar á ferð, sem var ljóst að þeir fóru þar ófrjálsri hendi, enda hefðu þeir ekki að öðrum kosti talið sig þurfa að vera þar á ferli með leynd.<br>
Íslands Fálk hét danska gæzluskipið, sem varði landhelgina árið 1913. Rothe höfuðsmaður var skipherra á því. Þetta ár handsamaði hann 31 veiðiskip og dró fyrir dóm.<br>
Íslands Fálk hét danska gæzluskipið, sem varði landhelgina árið 1913. Rothe höfuðsmaður var skipherra á því. Þetta ár handsamaði hann 31 veiðiskip og dró fyrir dóm.<br>
[[Mynd:Staðarákvörðunarkort. Þar sem strikin mætast var togarinn tekinn (sjá 23. bls.).png|700px|ctr]]
<center> Staðarákvörðunarkort. Þar sem strikin mætast var togarinn tekinn (sjá 23. bls.). </center> <br>
Líklega hefur aldrei verið eins mikil mergð erlendra fiskiskipa að veiðum við Ísland og á áratugnum fyrir heimsstyrjöldina, sem hófst 1914. Á vertíðinni munu skipin, sem héldu sig við suðurströndina, hafa skipt hundruðum, ef talin eru bæði seglskip og gufuskip. Var veiðin stunduð af þeim af gengdarlausu kappi, enda er vafalaust, að um ofveiði var að ræða á þeim árum.<br>
Líklega hefur aldrei verið eins mikil mergð erlendra fiskiskipa að veiðum við Ísland og á áratugnum fyrir heimsstyrjöldina, sem hófst 1914. Á vertíðinni munu skipin, sem héldu sig við suðurströndina, hafa skipt hundruðum, ef talin eru bæði seglskip og gufuskip. Var veiðin stunduð af þeim af gengdarlausu kappi, enda er vafalaust, að um ofveiði var að ræða á þeim árum.<br>
[[Magnús Jónsson]] var sýslumaður í  Vestmannaeyjum á árunum 1896—1909. Hann var áhugasamur um varnir landhelginnar. Á árunum 1906 og 1907 sendi hann fjölmarga leiðangra frá Eyjum til þess að huga að skipum, sem virtust vera að veiðum í landhelgi. Í þessar ferðir fóru þessir formenn á vélbátum sínum: [[Þorsteinn Jónsson]] í [[Laufási]], Magnús á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], Magnús í [[Sjólyst]], [[Jóhann Jónsson|Jóhann]] á [[Brekka|Brekku]], [[Guðjón Jónsson|Guðjón]] í Sjólyst, [[Friðrik Svipmundsson|Friðrik]] á [[Lönd-vestri|Löndum]], [[Magnús Þórðarson|Magnús]] í [[Dalur|Dal]], Guðjón á [[Garðsstaðir|Garðsstöðum]], Helgi í [[Dalbær|Dalbæ]], [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjón]] á [[Sandfell|Sandfelli]], [[Jón Stefánsson|Jón]] í [[Úthlíð]], [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn]] á [[Landamót|Landamótum]] og fleiri. Kærðu þeir togarana fyrir landhelgisveiðar. Oftast var Sigurður hreppstjóri með í ferðinni og foringi löggæzlumannanna. Gáfu þeir réttarskýrslur um ferðir sínar og var þannig safnað glóðum elds að höfuðsvörðum veiðiþjófanna. Síðan var sætt færis, er þeir leituðu vars við Heimaey og farið að þeim með mannsöfnuði. Voru skipstjórarnir handteknir og dæmdir til sekta fyrir brot sín. Náðu Vestmannaeyingar allmörgum veiðiþjófum með þessum hætti. Aðallega voru brezk veiðiskip staðin að veiðum í landhelginni á þessnm árum, en einnig nokkuð af þýzkum og frönskum skipum.<br>
[[Magnús Jónsson]] var sýslumaður í  Vestmannaeyjum á árunum 1896—1909. Hann var áhugasamur um varnir landhelginnar. Á árunum 1906 og 1907 sendi hann fjölmarga leiðangra frá Eyjum til þess að huga að skipum, sem virtust vera að veiðum í landhelgi. Í þessar ferðir fóru þessir formenn á vélbátum sínum: [[Þorsteinn Jónsson]] í [[Laufási]], Magnús á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], Magnús í [[Sjólyst]], [[Jóhann Jónsson|Jóhann]] á [[Brekka|Brekku]], [[Guðjón Jónsson|Guðjón]] í Sjólyst, [[Friðrik Svipmundsson|Friðrik]] á [[Lönd-vestri|Löndum]], [[Magnús Þórðarson|Magnús]] í [[Dalur|Dal]], Guðjón á [[Garðsstaðir|Garðsstöðum]], Helgi í [[Dalbær|Dalbæ]], [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjón]] á [[Sandfell|Sandfelli]], [[Jón Stefánsson|Jón]] í [[Úthlíð]], [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn]] á [[Landamót|Landamótum]] og fleiri. Kærðu þeir togarana fyrir landhelgisveiðar. Oftast var Sigurður hreppstjóri með í ferðinni og foringi löggæzlumannanna. Gáfu þeir réttarskýrslur um ferðir sínar og var þannig safnað glóðum elds að höfuðsvörðum veiðiþjófanna. Síðan var sætt færis, er þeir leituðu vars við Heimaey og farið að þeim með mannsöfnuði. Voru skipstjórarnir handteknir og dæmdir til sekta fyrir brot sín. Náðu Vestmannaeyingar allmörgum veiðiþjófum með þessum hætti. Aðallega voru brezk veiðiskip staðin að veiðum í landhelginni á þessnm árum, en einnig nokkuð af þýzkum og frönskum skipum.<br>
Lína 32: Lína 35:
Þegar sýslumaður Björn var farinn heimleiðis, dró botnvörpungurinn inn veiðarfæri sín. Annars eru botnvörpungar vanir, er þeir sjá vélbáta stefna að þeim, er þeir eru að ólöglegum veiðum, að losa veiðarfærin við sig eða að ná þeim upp á þilfar. En þessi hirti ekki um það, heldur hélt áfram hinni ólöglegu veiði, þótt hann stæði augliti til auglitis sýslumanni. Skipið er frá Hull og heitir Gaol nr. 761.
Þegar sýslumaður Björn var farinn heimleiðis, dró botnvörpungurinn inn veiðarfæri sín. Annars eru botnvörpungar vanir, er þeir sjá vélbáta stefna að þeim, er þeir eru að ólöglegum veiðum, að losa veiðarfærin við sig eða að ná þeim upp á þilfar. En þessi hirti ekki um það, heldur hélt áfram hinni ólöglegu veiði, þótt hann stæði augliti til auglitis sýslumanni. Skipið er frá Hull og heitir Gaol nr. 761.
Þegar sýslumaður kom í land, lét hann hafa gætur á skipi þessu og kom það þá í ljós, að það lá í skjóli vestan við Eyjarnar með vörpuhlerana útbyrðis, ásamt fleiri botnvörpungum, sem einnig höfðu veiðarfæri útbyrðis.<br>
Þegar sýslumaður kom í land, lét hann hafa gætur á skipi þessu og kom það þá í ljós, að það lá í skjóli vestan við Eyjarnar með vörpuhlerana útbyrðis, ásamt fleiri botnvörpungum, sem einnig höfðu veiðarfæri útbyrðis.<br>
[[Mynd:Bretinn með fullt þilfar af ýsu og þorski.png|500px|ctr]]
<center> Bretinn með fullt þilfar af ýsu og þorski </center> <br>
Sýslumaður brá þegar í stað við og fær tvo vélbáta og um 30 menn og höfðu þeir nokkrar byssur með sér og skotfæri. Þá var kl. 6 e. h. Þegar komið var vestur fyrir Eyjar, kom það í ljós, að sökudólgurinn var flúinn. Hann hefur að öllum líkindum aldrei lagzt fyrir akkeri. en styggzt við aðra báta, sem farið höfðu þar áður um til fiskveiða. Samt sem áður var þar ærið að starfa fyrir sýslumann, því að hann náði þar í sjö botnvörpunga, sem höfðu ólöglega búið um veiðarfæri sín. Sýslumaður tók alla skipstjórana í land, 3 enska, 2 franska, 1 hollenzkan og 1 norskan. Flestir komu möglunarlítið. Aðeins einn bauð skipverjum að draga upp akkeri og halda til hafs. Hafði sýslumaður sent þangað annan bátinn, en var sjálfur í öðru skipi. En þeir. sem sendir voru, sýndu fulla alvöru, ráku spilmanninn í burtu og stöðvuðu spilið. Hafði einn um orð við spilmanninn, að hann yrði skotinn, ef hann færi ekki í burtu. Þetta sagði hann að vísu á Íslenzku, en það hittist svo á, að spilmaðurinn var einmitt íslenzkur. Varð hann hræddur mjög og hörfaði aftur í skipið. Skipstjóri skipaði í sífellu að draga upp akkeri og halda til hafs. En þegar hann sá, að einn af þeim, sem upp voru komnir af eyjabúum, hlóð byssu sína, þá spurði hann um það, hvort sýslumaður væri með í förinni. Og þegar honum var sagt það, sem reyndar áður var búið að tjá honuni, þá kvaðst hann ekki skyldi sýna mótþróa.<br>
Sýslumaður brá þegar í stað við og fær tvo vélbáta og um 30 menn og höfðu þeir nokkrar byssur með sér og skotfæri. Þá var kl. 6 e. h. Þegar komið var vestur fyrir Eyjar, kom það í ljós, að sökudólgurinn var flúinn. Hann hefur að öllum líkindum aldrei lagzt fyrir akkeri. en styggzt við aðra báta, sem farið höfðu þar áður um til fiskveiða. Samt sem áður var þar ærið að starfa fyrir sýslumann, því að hann náði þar í sjö botnvörpunga, sem höfðu ólöglega búið um veiðarfæri sín. Sýslumaður tók alla skipstjórana í land, 3 enska, 2 franska, 1 hollenzkan og 1 norskan. Flestir komu möglunarlítið. Aðeins einn bauð skipverjum að draga upp akkeri og halda til hafs. Hafði sýslumaður sent þangað annan bátinn, en var sjálfur í öðru skipi. En þeir. sem sendir voru, sýndu fulla alvöru, ráku spilmanninn í burtu og stöðvuðu spilið. Hafði einn um orð við spilmanninn, að hann yrði skotinn, ef hann færi ekki í burtu. Þetta sagði hann að vísu á Íslenzku, en það hittist svo á, að spilmaðurinn var einmitt íslenzkur. Varð hann hræddur mjög og hörfaði aftur í skipið. Skipstjóri skipaði í sífellu að draga upp akkeri og halda til hafs. En þegar hann sá, að einn af þeim, sem upp voru komnir af eyjabúum, hlóð byssu sína, þá spurði hann um það, hvort sýslumaður væri með í förinni. Og þegar honum var sagt það, sem reyndar áður var búið að tjá honuni, þá kvaðst hann ekki skyldi sýna mótþróa.<br>
Þeir voru kátir eyjabúar. þegar þeir komu heim um kveldið (kl. 10) með veiðina. Sungu þeir og skutu sem aðrir sigurvegarar. En skipstjórunum 7 mun hafa fátt um fundizt, enda búizt við lítilli veiði þá nóttina. Heyrði t. d. einn norska skipstjórann segja við sjálfan sig, þar sem hann sat hugsandi: ...Det var god forretning det." Um kl. 2 um nóttina var lokið prófunum. Voru skipstjórarnir sektaðir um 200 kr. og þar yfir hver og síðan fluttir til skipa þeirra.<br>
Þeir voru kátir eyjabúar. þegar þeir komu heim um kveldið (kl. 10) með veiðina. Sungu þeir og skutu sem aðrir sigurvegarar. En skipstjórunum 7 mun hafa fátt um fundizt, enda búizt við lítilli veiði þá nóttina. Heyrði t. d. einn norska skipstjórann segja við sjálfan sig, þar sem hann sat hugsandi: ...Det var god forretning det." Um kl. 2 um nóttina var lokið prófunum. Voru skipstjórarnir sektaðir um 200 kr. og þar yfir hver og síðan fluttir til skipa þeirra.<br>
Lína 50: Lína 56:
Hreppstjórinn fór þegar með nokkra sinna manna, þar á meðal 3 enskumælandi, upp á stjórnpallinn og sagði skipstjóra, að hann væri staðinn að lögbroti, með því að hann væri að fiska í landhelgi, skipaði honum að stöðva skipið og draga inn vörpuna. Skipstjórinn hlýddi því seint og sígandi, en sleppti úr henni fiskinum undir borði, varla minna en 300—400 af þorski, ufsa og ýsu. Því næst skipaði hreppstjórinn að færa skipið þegar til hafnar í Vestmannaeyjum og svara þar fyrir brot sitt. Skipstjóri þverneitaði því og kvaðst ekki skyldu hlýða öðrum í því efni en herskipinu (Íslands Falk).<br>
Hreppstjórinn fór þegar með nokkra sinna manna, þar á meðal 3 enskumælandi, upp á stjórnpallinn og sagði skipstjóra, að hann væri staðinn að lögbroti, með því að hann væri að fiska í landhelgi, skipaði honum að stöðva skipið og draga inn vörpuna. Skipstjórinn hlýddi því seint og sígandi, en sleppti úr henni fiskinum undir borði, varla minna en 300—400 af þorski, ufsa og ýsu. Því næst skipaði hreppstjórinn að færa skipið þegar til hafnar í Vestmannaeyjum og svara þar fyrir brot sitt. Skipstjóri þverneitaði því og kvaðst ekki skyldu hlýða öðrum í því efni en herskipinu (Íslands Falk).<br>
Svo vildi til að skipstjóri og stýrimaður gátu komið 2—3 Eyjamönnum út úr stýrishúsinu og vildu loka því að sér, en af því að það gekk ekki alveg hávaðalaust, brutu einir tveir Þjóðverjar tvo glugga í stýrishúsinu utan frá og ætluðu þar inn til viðbótar. Skipið fór undir eins til ferðar og stefndi til hafs eða suðausturs. Hreppstjórinn réðist þegar til inngöngu í stýrishúsið og ítrekaði skipun sína: að fara til Vestmannaeyja, en skipstjóri réðist þá á hann og tók allfast um háls (barka) honum. Hreppstjórinn gat nokkuð linað á því taki og einn af hans mönnum kom honum þegar til aðstoðar. Rétt á eftir komst hann inn í stýrishúsið og hratt stýrimanninum frá stýrinu og lét tvo menn gæta hans, en tók sjálfur stjórn og stefndi til Eyja.<br>
Svo vildi til að skipstjóri og stýrimaður gátu komið 2—3 Eyjamönnum út úr stýrishúsinu og vildu loka því að sér, en af því að það gekk ekki alveg hávaðalaust, brutu einir tveir Þjóðverjar tvo glugga í stýrishúsinu utan frá og ætluðu þar inn til viðbótar. Skipið fór undir eins til ferðar og stefndi til hafs eða suðausturs. Hreppstjórinn réðist þegar til inngöngu í stýrishúsið og ítrekaði skipun sína: að fara til Vestmannaeyja, en skipstjóri réðist þá á hann og tók allfast um háls (barka) honum. Hreppstjórinn gat nokkuð linað á því taki og einn af hans mönnum kom honum þegar til aðstoðar. Rétt á eftir komst hann inn í stýrishúsið og hratt stýrimanninum frá stýrinu og lét tvo menn gæta hans, en tók sjálfur stjórn og stefndi til Eyja.<br>
[[Mynd:Danska herskipið Hekla og landhelgisbrjótur undir Eiðinu.png|400px|ctr]]
<center> Danska herskipið Hekla og landhelgisbrjótur undir Eiðinu. </center> <br>
Skipstjórinn réðist því á hann að nýju, til þess að koma honum frá stýrinu og út úr stýrishúsinu, en hreppstjórinn kom honum þegar undir og ætlaði að láta binda hann ef hann ekki sefaðist.
Skipstjórinn réðist því á hann að nýju, til þess að koma honum frá stýrinu og út úr stýrishúsinu, en hreppstjórinn kom honum þegar undir og ætlaði að láta binda hann ef hann ekki sefaðist.
Þegar svo var komið, var vélin stöðvuð og skipstjóri og vélstjóri neituðu að láta hana ganga með skipið til Eyja. Meðan á þessu gekk í stýrishúsinu, sóttu skipverjar upp á stjórnpallinn af þilfarinu, — nokkrir þeirra með hnífa — jafnvel eftir skipun skipstjórans. Og einn þeirra skemmdi Eyjamann lítilsháttar með hnífi.<br>
Þegar svo var komið, var vélin stöðvuð og skipstjóri og vélstjóri neituðu að láta hana ganga með skipið til Eyja. Meðan á þessu gekk í stýrishúsinu, sóttu skipverjar upp á stjórnpallinn af þilfarinu, — nokkrir þeirra með hnífa — jafnvel eftir skipun skipstjórans. Og einn þeirra skemmdi Eyjamann lítilsháttar með hnífi.<br>
Lína 70: Lína 79:
„Verjið þið nú uppgönguna, báða stigana, eins og þið getið, strákar,“ segir Sigurður. Svo hófst árásin. Þeir komust upp í rúmlega miðjan stigann og þar börðum við þá niður jafnóðum. Enginn náði að komast upp. Síðan sóttu þeir að okkur aftan frá og var einn þeirra með heljarmikinn keðjulás. Hann braut gluggann á kortaklefanum og ætlaði þar inn en vogaði það þó ekki. Sá hefði líka fengið á pansarann.<br>
„Verjið þið nú uppgönguna, báða stigana, eins og þið getið, strákar,“ segir Sigurður. Svo hófst árásin. Þeir komust upp í rúmlega miðjan stigann og þar börðum við þá niður jafnóðum. Enginn náði að komast upp. Síðan sóttu þeir að okkur aftan frá og var einn þeirra með heljarmikinn keðjulás. Hann braut gluggann á kortaklefanum og ætlaði þar inn en vogaði það þó ekki. Sá hefði líka fengið á pansarann.<br>
Þeir opnuðu nú fyrir stöngu með sjóðandi heitum sjó og beindu á okkur. Árni Sigfússon, sem var með eina byssuna, kallaði til þeirra, að yfirvaldið hefði leyft honum að skjóta. Maðurinn, sem hélt í slöngunni, kallaði á móti að byssan væri ónýtur andskotans hólkur. Þá skaut Árni upp í loftið fram hjá manninum. Kom þá nokkurt hik á hann. Árni kallaði þá til hans: „Næsta skoti skýt ég í þig ef þú sleppir ekki slöngunni.“ Þá fleygði hann slöngunni samstundis frá sér. Þetta skipti engum togum.
Þeir opnuðu nú fyrir stöngu með sjóðandi heitum sjó og beindu á okkur. Árni Sigfússon, sem var með eina byssuna, kallaði til þeirra, að yfirvaldið hefði leyft honum að skjóta. Maðurinn, sem hélt í slöngunni, kallaði á móti að byssan væri ónýtur andskotans hólkur. Þá skaut Árni upp í loftið fram hjá manninum. Kom þá nokkurt hik á hann. Árni kallaði þá til hans: „Næsta skoti skýt ég í þig ef þú sleppir ekki slöngunni.“ Þá fleygði hann slöngunni samstundis frá sér. Þetta skipti engum togum.
[[Mynd:Íslands Falk á Víkinni.png|300px|thumb|Íslands Falk á Víkinni.]]
Á meðan hafði skipstjórinn gefið fyrirskipanir um að setja á fulla ferð. Sigurður hleypur þá að stýrinu og ætlar að snúa því til Eyja, en þegar hásetarnir á þilfarinu urðu þess varir, ráku þeir fleyg í stýriskeðjuna, svo að ekki var hægt að hreyfa stýrið. Var skipið þá stöðvað aftur. Við höfðum engan til þess að setja í vélarúmið, þó að við hefðum náð því á okkar vald.<br>
Á meðan hafði skipstjórinn gefið fyrirskipanir um að setja á fulla ferð. Sigurður hleypur þá að stýrinu og ætlar að snúa því til Eyja, en þegar hásetarnir á þilfarinu urðu þess varir, ráku þeir fleyg í stýriskeðjuna, svo að ekki var hægt að hreyfa stýrið. Var skipið þá stöðvað aftur. Við höfðum engan til þess að setja í vélarúmið, þó að við hefðum náð því á okkar vald.<br>
Það var farið að skyggja og skipið hafði engin ljós uppi. Það var ekki einu sinni hægt að kveikja á týru í kortaklefanum eða stýrishúsinu.<br>
Það var farið að skyggja og skipið hafði engin ljós uppi. Það var ekki einu sinni hægt að kveikja á týru í kortaklefanum eða stýrishúsinu.<br>
Lína 83: Lína 93:
Sýslumaður biður okkur fjóra að koma með sér inn í kortaklefann til skipstjórans. Þess þurfti auðvitað ekki með. Það dugði alveg eins að Sigurður færi einn. Þá stendur skipstjórinn upp, stappar niður fótunum og verður alveg hamslaus af bræði. Sýslumaður segir honum að búið sé að kæra hann hvað eftir annað fyrir landhelgisbrot og það þýði enginn mótþrói.<br>
Sýslumaður biður okkur fjóra að koma með sér inn í kortaklefann til skipstjórans. Þess þurfti auðvitað ekki með. Það dugði alveg eins að Sigurður færi einn. Þá stendur skipstjórinn upp, stappar niður fótunum og verður alveg hamslaus af bræði. Sýslumaður segir honum að búið sé að kæra hann hvað eftir annað fyrir landhelgisbrot og það þýði enginn mótþrói.<br>
Kvaðst sýslumaður vera með mann, sem farið gæti með vélina og lóðs til að stýra skipinu. Ef hann sýndi mótþróa kvaðst sýslumaður geta látið binda hann, því að hann væri hér með marga menn. Þá gaf skipstjórinn sig og gaf fyrirskipun niðnr í vélarrúmið að halda af stað. Stýrimaðurinn stýrði skipinu heim til Eyja, en skipstjórinn teygði sér niður í bekkinn.<br>
Kvaðst sýslumaður vera með mann, sem farið gæti með vélina og lóðs til að stýra skipinu. Ef hann sýndi mótþróa kvaðst sýslumaður geta látið binda hann, því að hann væri hér með marga menn. Þá gaf skipstjórinn sig og gaf fyrirskipun niðnr í vélarrúmið að halda af stað. Stýrimaðurinn stýrði skipinu heim til Eyja, en skipstjórinn teygði sér niður í bekkinn.<br>
[[Mynd:Sá guli er ekki smáfríður.png|200px|thumb|Sá guli er ekki smáfríður.]]
Ljósin voru loksins kveikt. Þegar á Víkina kom, voru skipstjóri og stýrimaður teknir í land, en við vorum 4 skildir eftir um borð til þess að vakta það.“
Ljósin voru loksins kveikt. Þegar á Víkina kom, voru skipstjóri og stýrimaður teknir í land, en við vorum 4 skildir eftir um borð til þess að vakta það.“
Þannig sagðist Magnúsi í Hlíðarási frá þessari minnilegu viðureign í landhelginni.<br>
Þannig sagðist Magnúsi í Hlíðarási frá þessari minnilegu viðureign í landhelginni.<br>
3.443

breytingar

Leiðsagnarval