„Taflfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
(→‎Blómaskeið 2003-11: Bókagjöf 2005)
Lína 306: Lína 306:
* Spurningakeppni skákliða ( 8) 1. Hellir.
* Spurningakeppni skákliða ( 8) 1. Hellir.
* Ævintýrakóngur : Kristófer Gautason, TV (100% vinn.)
* Ævintýrakóngur : Kristófer Gautason, TV (100% vinn.)
'''Þátttaka félagsins á Evrópumótið í Varna 2006'''
Í apríl 2006 var efstu sveitum á Íslandsmóti barnaskólasveita gefin kostur á að taka þátt í fyrsta Evrópumóti í skólaskák og var Barnaskóli Vestmannaeyja þar á meðal. Strax vaknaði mikill áhugi á að taka þátt í mótinu og aðallega til þess að öðlast keppnisreynslu fyrir komandi misseri, ef félagið hefði hug á því að stefna hátt. Taflfélagið fékk leyfi Barnaskólans til að sjá um ferðina og allt sem henni viðkom.
Hafist var handa við að safna farareyri því ljóst var að Taflfélagið gæti ekki þurrausið sína sjóði í slíka ferð. Óhætt er að segja að söfnunin hafi tekist afar vel og fyrirtæki og einstaklingar í Vestmannaeyjum studdu vel við bakið á skákstrákunum svo í lokin tókst að fjármagna ferðina.  Vert er að lýsa enn og aftur yfir þakklæti fyrir þennan gífurlega stuðning og þá jákvæðni sem Eyjamenn sýndu þessu framtaki.
Þeir sem fóru voru með í ferðina voru þeir Sverrir Unnarsson sem liðsstjóri og Karl Gauti Hjaltason og Guðjón Hjörleifsson sem fararstjórar.
Keppendur voru þeir Nökkvi Sverrisson, Alexander Gautason, Sindri Freyr Guðjónsson, Hallgrímur Júlíusson og Kristófer Gautason.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og þarna styrktust bönd þeirra ungmenna sem síðar héldu á lofti merki félagsins og ekki síður þeirra sem héldu utan um drengina. Ekki síður sáu þeir í þessari ferð að þeir stóðu fyllilega jafnfætis jafnöldrum sínum í öðrum löndum.
Keppt var í U12 ára flokki fyrir þá sem eru fæddir eftir 1. janúar 1994. Í þeim flokki mættu 10 lið og var keppt eftir Svissnesku kerfi, 7 umferðir. Hver skák var 2x90 mínútur og að auki 30 sekúntur á hvern leik.
Liðin í þessum flokki voru 3 lið frá Búlgaríu, tvö lið frá Hvíta Rússlandi, Íslandi, Þýskalandi, Makedóníu, Rússlandi og gestalið frá Kína.
Sverrir skipaði í lið og var Nökkvi á 1 borði, Alexander á 2 borði, Sindri Freyr á 3 borði og Hallgrímur á 4 borði, Kristófer var varamaður.
Í fyrstu umferð lentum við á móti liði frá Búlgaríu - Rakovski, sem síðar lenti í efsta sæti Evrópuþjóða. Nökkvi náði ágætri stöðu, en var ragur og tapaði, Alexander átti vinningsleik sem hann sá ekki og Sindri Freyr átti jafna skák sem hann lék niður.  Hallgrímur vann sinn andstæðing eftir ónákvæmni í byrjun. Greinilega var um ofmat að ræða hjá okkar mönnum og tap 1-3 varð niðurstaðan þrátt fyrir að ljóst var að við áttum alla möguleika á ágætri byrjun á mótinu.
Í annari umferð lékum við á móti Rússunum – Gimnazija, sem lenti í 3 sæti Evrópuþjóða og ætluðum við nú að standa okkur betur. Nökkvi tefldi ágæta og langa skák og gerði jafntefli. Alexander tapaði og Sindri virtist vera að vinna en lék af sér hrók og tapaði, en Hallgrímur vann þrátt fyrir að fá erfiða stöðu í byrjun. Úrslit því 1,5-2,5.
Í þriðju umferð áttumst við við lið frá Búlgaríu og er skemmst frá því að segja að okkar strákar virtust vera að ná sér á strik og unnu á 2-4 borði. Nökkvi lenti skiptamun undir en náði að snúa taflinu í jafntefli.  Stórsigur 3,5 – 0,5 og við komnir í 5 sætið.
Í 4 umferð fengum við lið frá Hvíta Rússlandi og gerðu strákarnir á 1-3 borði allir jafntefli, en Hallgrímur missteig sig og tapaði sinni fyrstu skák á mótinu. Tap 1,5-2,5.
Í fimmtu umferð tefldum við við Makedóníu.  Hallgrímur vann sína skák tiltölulega fljótt og Nökkvi tapaði. Hinar skákirnar urðu langar en Alexander innbyrti sigur um síðir, en Sindri tapaði. Jafnt í viðureigninni 2-2.
Í næst síðustu umferð áttumst við við Þýska liðið og var þar um einvígi milli Vestur-evrópulandanna. Nú var hart barist um hvern vinning því ljóst að mjótt yrði á mununum á efstu liðum.  Strákarnir börðust sem hetjur og unnu hver á fætur öðrum á 2. borði átti Alexander stórgóða skák og Sindri og Hallgrímur unnu líka sínar skákir og Nökkvi gerði sitt fjórða jafntefli, 3,5-0,5 sigur og komnir í 3-4 sæti á mótinu.  Hallgrímur var nú komin með 5 vinninga af sex og átti góða möguleika á borðaverðlaunum.  Nú var um að gera að lenda ekki á móti Kína sem voru efstir á mótinu, einnig áttum við eftir að tefla við Búlgarskt lið sem var á botninum og hitt liðið frá Hvíta Rússlandi sem var neðarlega.  Því valt allt á því að við yrðum heppnir, en svo varð þó ekki og síðasta viðureignin var við Kína, sem leiddi mótið örugglega.
Í síðustu umferðinni mættu strákarnir ofjörlum sínum frá Kína og töpuðu hver af öðrum, nema Sindri Freyr sem átti góða möguleika í sinni skák, en samdi jafntefli til þess að tryggja okkur 5 sæti meðal Evrópuþjóða. Stærsta tap okkar á mótinu 0,5 – 3,5.
Um kvöldið var verðlaunaafhending í Ráðhúsi borgarinnar.
Niðurstaðan því fimmtasæti Evrópuþjóða og nákvæmlega í miðju mótinu, sem var framar okkar vonum.  Engin spurning að strákarnir eiga fullt erindi á mót sem þetta.


== Íslandsmót skákfélaga ==
== Íslandsmót skákfélaga ==
494

breytingar

Leiðsagnarval