„Kirkjubær“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Bætt inn teikningu)
The content of the new revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Kirkjubæir.jpg|thumb|350px|Kirkjubær]]
[[Mynd:Hlaðinu_við_kirkjubæ.jpg|thumb|350px|Á hlaðinu við Kirkjubæ]]
'''Kirkjubær''' var einn sögufrægasti staður Vestmannaeyja. Bæjarlandið samanstóð af átta bæjum í manntali sem var tekið árið 1892, en þeir stóðu nokkuð austan við byggðarkjarna Heimaeyjar, en voru annað tveggja bæjarhverfa Vestmannaeyja ásamt [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]]. Bæirnir drógu nafn sitt af því að þar stóð [[kirkjumál|kirkja]], sem var reist 1269 og stóð til 1573. Þar var prestssetur fram til ársins 1837.
[[Mynd:129430353.jpg|thumb|350px|left|Kirkjubær]]
Kirkjubær og öll aðliggjandi lönd fóru undir hraun í [[Heimaeyjargosið|jarðeldunum 1973]], en gosið hófst í landi Kirkjubæjar.


== Fylgilönd og eignir ==
Kirkjubær var að fornu talinn átta einbýlisjarðir:
#[[Hlaðbær|Norður-Hlaðbær]] (Norðurbær)
#[[Hlaðbær|Austasti-Hlaðbær]] (Kirkjubær, Suðurbær)
#[[Hlaðbær|Mið-Hlaðbær]] (Ólafsbær)
#[[Hlaðbær|Vestasti-Hlaðbær]] (Kirkjuból)
#[[Vestri-Staðarbær]] (Staðarbær I)
#[[Eystri-Staðarbær]] (Staðarbær II)
#Bænhús
#[[Tún (hús)|Tún]]
Að einhverju leyti eru þessi nöfn þó rugluð, þar sem bæirnir á Vilborgarstöðum báru sumir hverjir sömu nöfn, og voru líklega sömu bæirnir.
Kirkjubæjarbændur áttu nytjalönd í [[Geldungur|Geldungi]], þar sem þeir máttu veiða [[Fýll|fýl]] og [[Súla|súlu]]; [[Brandur|Brandi]], til [[Lundi|lundaveiði]], [[Fýll|fýlaveiði]], [[Súla|súlnaveiði]] og eggjatöku, ásamt því sem þeir máttu hafa þrettán sauði á beit þar. Á haustin voru 26 lömb sett þangað í vetrarbeit, en mjög gott þótti að beita í Brandinum. Ennfremur höfðu Kirkjubæjarbændur rétt á 25 sauða beit til móts við [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstaðabændur]] í [[Suðurey]], og allar nytjar í [[Flugur|Flugum]] og í [[Ystiklettur|Ystakletti]] (lundaveiðar, eggjataka, beit).
=== Örnefni ===
;Dagteigur: Flöt skammt fyrir vestan [[Móhús]] þar sem fimm hestum var beitt að öllu jöfnu.
;Stórihóll: Stór brattur hóll sunnan Kirkjubæja, sem stóð við túngarðana. Hóllinn var mjög vinsæll meðal barna, enda gott að bruna niður Stórahól þegar áfreða lá við jörðu. Gjarnan var þessi hóll kallaður '''Tobbahóll''' og '''Tobbatún''' voru túnin sunnan hólsins, en [[Þorbjörn Guðjónsson]] var eigandi þeirra lengi vel, og börn kunnu vel við hann.
;Runkatjörn: Hlaðinn brunnur í kvos neðst í túni [[Vestri-Staðarbær|Vestri-Staðarbæjar]]. Runkatjörn var lengi vatnsból fyrir skepnur, en tjörnin var kennd við Runólf [[Mormónar|mormóna]]. Tveir aðrir brunnar stóðu við Kirkjubæ - annar norður af Eystri-Staðarbæ, hinn vestan við Suðurbæinn.
;Vertshústún: Tún Bænhúsjarðar, næst bæ Þorbjörns. Það er kennt við Johnsen fjölskylduna sem bjó í [[Frydendal]], sem einnig var kallað [[Vertshúsið]], en sú fjölskylda notaði þessa jörð.
;Þórarinsútseta: Austur af Einlandi, beint suður af túngörðum [[Eystri-Oddsstaðir|Eystri-Oddsstaða]], vestan við Stórahól. Kennd við Þórarin Árnaso, sem bjó á Oddsstöðum.
;Þórarinsgarður: Kálgarður neðan við Þórarinsútsetu.
;Hulduhóll: Hóll norðan við Tún.
;Mjóhúsaflöt: Slétt flöt suður af Móhúsum. Þar voru fjálsíþróttir gjarnan stundaðar, s.s. stangarstökk, langstökk og hástökk. [[Torfi Bryngeirsson]] frá [[Búastaðir|Búastöðum]] setti sitt fyrsta Íslandsmet þar.
;Elsulág: Lægð í túni Norðurbæjar, rétt norðan við Staðarbæina.
;Bílustaðir: Ekki er með öllu víst hvar þeir voru, en Mikjálsklaustrið í Björgvin hefur hlotið þá jörð að gjöf á sínum tíma.
=== Kirkjan ===
Kirkjan á Kirkjubæ var í eigu Skálholtskirkju fyrst um sinn, en Mikjálsklaustur í Björgvin í Noregi fékk Kirkjubæjarkirkju að gjöf frá Árna Þorlákssyni Skálholtsbiskupi árið 1280. Á þessum tíma voru í Vestmannaeyjum tvær kirkjur, en hin var [[Klemensarkirkja]] sem stóð á [[Hörgaeyri]]. Kirkjubæjarkirkja hét réttu nafni [[Péturskirkja]], og var hún helguð Símoni Pétri, lærisveini Jesú, sem var fiskimaður og verndardýrlingur fiskimanna. Í seinni tíð hlaut kirkjan nafnið [[Ofanleitiskirkja]].
Fyrsta kirkjan að [[Lönd]]um, nefnd [[Landakirkja]], var byggð í lúterskum sið árið 1573. Þá urðu guðshúsin sem stóðu á [[Ofanleiti]] og á Kirkjubæ að bænhúsum, og Landakirkja var eina kirkjan í Vestmannaeyjum.
=== Íbúar ===
Í manntalinu 1816 kom fram að 99 af þeim 212 íbúum Vestmannaeyja þá áttu heima á Kirkjubæ.
== Tyrkjaránið ==
Í [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] er það frægt að séra [[Jón Þorsteinsson (prestur)|Jón Þorsteinsson]], prestur á Kirkjubæ, faldi sig í [[Rauðahellir|Rauðahelli]] í [[Urðir|Urðum]], ásamt skyldfólki sínu og fleirum. Jón var höggvinn, og fólk hans herleitt til Algeirsborgar.
== Heimaeyjargosið ==
Aðfaranótt 23. janúar 1973 opnaðist 2,3 km löng sprunga á Heimaey, og gekk hún frá norðri til suðurs í gegnum land Kirkjubæjar. Sprungan opnaðist rétt austan við Kirkjubæ, og í upphafi gossins barst lögreglunni tilkynning frá bónda á Kirkjubæ um eldsvoða, sem síðar reyndist vera af völdum gossins.
{{Heimildir|
* Vestmannaeyjar, byggð og eldgos, Guðjón Ármann Eyjólfsson, 1973, Reykjavík.
}}
[[Flokkur:Hús]]