„Björn Finnbogason“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
m (stafsetning)
(Leiðrétt)
The content of the old revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
Fæddist 7. desember 1885, lést 4. apríl 1964.


Björn hóf formennsku sína á áraskipunum um aldamót 19. og 20.aldar í Eyjum.
Hann fæddist að Dvergasteini á Seyðisfirði.  Fluttist með foreldrum sínum Rósu Eyjólfsdóttur og Finnboga Björnssyni til Vestmannaeyja og settust þau að í húsinu [[Nojsomhed]].  Síðan fluttust þau í húsið [[Uppsalir|Uppsali]].  Svo flutti fjölskyldana að [[Norðurgarður|Norðurgarði]] sem var æskuheimili Björns og fjögurra bræðra hans. 
Björn hóf að stunda sjómennsku með föður sínum.
Þegar Björn var 15 ára reri hann með föður sínum á áraskipinu [[Nýja öldin]].  Eigandi þess skips var [[Gísli J. Johnsen]] en Björn eignaðist síðar hluta í því.  Björn var svo formaður þess skips þar til vélbátaútgerðin hófst.
Gísli og Björn ásamt [[Björn Jónsson|Birni Jónssyni]] frá [[Gerði]] keyptu vélbátinn Neptúnus og var Björn formaður á honum til árins 1923.
Björn giftist [[Lára Guðjónsdóttir|Láru Guðjónsdóttur]] frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] árið 1910. Hófu þau þá að reisa heimili sitt [[Kirkjuland]] og bjuggu þau þar í rúm 53 ár.
Þau hjón eignuðust sex börn en eitt þeirra lést í æsku.
Björn stundaði ekki einungis [[Fiskveiðar|sjósókn]] af kappi heldur einnig [[fuglaveiðar]] en Björn var heiðursfélagi í [[Bjargveiðimannafélag Vestmannaeyja|Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja]].
Björn starfaði í sóknarnefnd [[Landakirkja|Landakirkju]] á þeim árum sem safnað var fyrir nýju orgeli og byggingu fordyris.
{{Heimildir|
*''Unnið úr grein eftir [[Friðfinnur Finnsson|Friðfinn Finnson]] frá [[Oddgeirshólar|Oddgeirshólum]]  í Fylki um Björn Finnbogason''.
}}
[[Flokkur: Fólk]]