„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 36: Lína 36:
'''Brautin rudd — Brotið blað'''<br>
'''Brautin rudd — Brotið blað'''<br>
Árið 1885 eða þrem árum eftir stofnun Kaupfélags Þingeyinga, efndi íslenzkur einstaklingur til verzlunarreksturs í Vestmannaeyjum. Þessi maður var [[Gísli Stefánsson|Gísli bóndi og útgerðarmaður Stefánsson]] í [[Hlíðarhús]]i. Hann var sonur Stefáns bónda og stúdents Ólafssonar í Selkoti undir Eyjafjöllum, gullsmiðs Jónssonar í Selkoti.<br>
Árið 1885 eða þrem árum eftir stofnun Kaupfélags Þingeyinga, efndi íslenzkur einstaklingur til verzlunarreksturs í Vestmannaeyjum. Þessi maður var [[Gísli Stefánsson|Gísli bóndi og útgerðarmaður Stefánsson]] í [[Hlíðarhús]]i. Hann var sonur Stefáns bónda og stúdents Ólafssonar í Selkoti undir Eyjafjöllum, gullsmiðs Jónssonar í Selkoti.<br>
''[[Mynd:Gísli Stefánsson og fjölskylda.JPG|thumb|600px|Gísli kaupmaður Stefánsson í Hlíðarhúsi, kona hans frú Soffía Andersdóttir frá Stakkagerði og börn]]''
[[Mynd:1974 b 11.jpg|left|thumb|600px|''Gísli kaupmaður Stefánsson í Hlíðarhúsi, kona hans frú Soffía Andersdóttir frá Stakkagerði og börn.'']]  
[[Mynd:Hlíðarhús.jpg|thumb|400px|''Hlíðarhús í Vestmannaeyjum, þar sem Gísli Stefánsson rak verzlun sína frá 1885-1903.''<br>
[[Mynd:Hlíðarhús.jpg|left|thumb|400px|''Hlíðarhús í Vestmannaeyjum, þar sem Gísli Stefánsson rak verzlun sína frá 1885-1903.''<br>
''Hús þetta stendur enn.'']]
''Hús þetta stendur enn.'']]


Gísli Stefánsson í Hlíðarhúsi var greindur maður og athugull, atorkusamur og sækinn, enda hafði skóli lífsins verið honum býsna erfiður og stælt kjark hans og þor, en jafnframt verið honum gjöfull á ýmsa lund, eftir að hann missti föður sinn 12 ára gamall.<br>
Gísli Stefánsson í Hlíðarhúsi var greindur maður og athugull, atorkusamur og sækinn, enda hafði skóli lífsins verið honum býsna erfiður og stælt kjark hans og þor, en jafnframt verið honum gjöfull á ýmsa lund, eftir að hann missti föður sinn 12 ára gamall.<br>
Gísli Stefánsson rak verzlun sína í Eyjum af gætni og hagsýni, enda var fjárhagsgetan lítil. Viðskiptatraust hafði hann mikið og fór vel með það. Það var honum hálfur höfuðstóll eins og fleirum fyrr og síðar. Stundum efndi hann til verzlunarsamtaka með bændum í Eyjum með því móti að gefa þeim kost á að panta vörur hjá sér, sérstaklega matvörur og greiða þær við kostnaðarverði. Þetta framtak hans var vel séð og sannaði Eyjafólki, hversu bæta mátti verzlunarhætti alla og kjör fólksins með samtökum og samvinnu. En kaupmaðurinn í Gísla Stefánssyni sá sér líka leik á borði. Með slíku hagsbótastarfi, pöntunarstarfinu, ávann hann sér traust og velvild fólksins og jók með því vörusölu sína og viðskipti á öðrum sviðum. Oft sigldi Gísli kaupmaður Stefánsson til útlanda, sérstaklega Bretlands, til þess að festa kaup á vörum til verzlunar sinnar eða gera hagstæð kaup á matvörum, sem pantaðar höfðu verið hjá honum sérstaklega.<br>
Gísli Stefánsson rak verzlun sína í Eyjum af gætni og hagsýni, enda var fjárhagsgetan lítil. Viðskiptatraust hafði hann mikið og fór vel með það. Það var honum hálfur höfuðstóll eins og fleirum fyrr og síðar. Stundum efndi hann til verzlunarsamtaka með bændum í Eyjum með því móti að gefa þeim kost á að panta vörur hjá sér, sérstaklega matvörur og greiða þær við kostnaðarverði. Þetta framtak hans var vel séð og sannaði Eyjafólki, hversu bæta mátti verzlunarhætti alla og kjör fólksins með samtökum og samvinnu. En kaupmaðurinn í Gísla Stefánssyni sá sér líka leik á borði. Með slíku hagsbótastarfi, pöntunarstarfinu, ávann hann sér traust og velvild fólksins og jók með því vörusölu sína og viðskipti á öðrum sviðum. Oft sigldi Gísli kaupmaður Stefánsson til útlanda, sérstaklega Bretlands, til þess að festa kaup á vörum til verzlunar sinnar eða gera hagstæð kaup á matvörum, sem pantaðar höfðu verið hjá honum sérstaklega.<br>
Um 1890 efndu Vestmannaeyingar til pöntunarstarfsemi til hagsbóta sér og heimilum sínum. Þá var það, sem [[Sigfús Árnason]] frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], organisti og formaður, stofnaði til pöntunarfélags með Eyjabændum. Öðru hvoru á undanförnum árum hafði verið efnt til slíkrar pöntunarstarfsemi í Eyjakauptúni með hagstæðum árangri.<br>
Um 1890 efndu Vestmannaeyingar til pöntunarstarfsemi til hagsbóta sér og heimilum sínum. Þá var það, sem [[Sigfús Árnason]] frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], organisti og formaður, stofnaði til pöntunarfélags með Eyjabændum. Öðru hvoru á undanförnum árum hafði verið efnt til slíkrar pöntunarstarfsemi í Eyjakauptúni með hagstæðum árangri.<br>
[[Mynd:Blik 1967 16 1.jpg|thumb|200px|''Sigfús Árnason frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] í Eyjum, organisti, formaður á teinæringnum [[Auróra, áraskip|Auróru]], póstmeistari, pöntunarstjóri og síðast næturvörður í kauptúninu. Hann er í næturvarðarbúningi á myndinni''.]]
[[Mynd: 1974 b 13.jpg|thumb|200px|''Sigfús Árnason frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] í Eyjum, organisti, formaður á teinæringnum [[Auróra, áraskip|Auróru]], póstmeistari, pöntunarstjóri og síðast næturvörður í kauptúninu. Hann er í næturvarðarbúningi á myndinni''.]]
Einnig seldi pöntunarfélag þetta undir forustu Sigfúsar Árnasonar afurðir Eyjabænda og reyndist þá verðið mjög hagstætt framleiðendunum. Sigfús M. Johnsen getur þessara verzlunarsamtaka í Vestmannaeyjasögu sinni. Þar fullyrðir hann, að pöntunarfélagið, sem jafnframt seldi afurðir fyrir bændur í Eyjum, hafi getað greitt þeim 46 krónur fyrir hvert skippund (160 kg) af fullverkuðum fiski (þorski). Á sama tíma greiddi einokunarkaupmaðurinn Eyjabændum 36 krónur fyrir skippundið af sömu afurðavöru. Þá getur höfundur þess, að olíutunnan hafi verið kr. 7,50 ódýrari hjá pöntunarfélagi bændanna en hjá einokunarkaupmanninum. Og þriggja krónu munur var á verði rúgmjölstunnunnar.<br>
Einnig seldi pöntunarfélag þetta undir forustu Sigfúsar Árnasonar afurðir Eyjabænda og reyndist þá verðið mjög hagstætt framleiðendunum. Sigfús M. Johnsen getur þessara verzlunarsamtaka í Vestmannaeyjasögu sinni. Þar fullyrðir hann, að pöntunarfélagið, sem jafnframt seldi afurðir fyrir bændur í Eyjum, hafi getað greitt þeim 46 krónur fyrir hvert skippund (160 kg) af fullverkuðum fiski (þorski). Á sama tíma greiddi einokunarkaupmaðurinn Eyjabændum 36 krónur fyrir skippundið af sömu afurðavöru. Þá getur höfundur þess, að olíutunnan hafi verið kr. 7,50 ódýrari hjá pöntunarfélagi bændanna en hjá einokunarkaupmanninum. Og þriggja krónu munur var á verði rúgmjölstunnunnar.<br>
Gísli kaupmaður Stefánsson annaðist þessa vörupöntunarstarfsemi Eyjamanna árið 1892. Í janúarmánuði þetta ár fengu þessi pöntunarsamtök Eyjamanna mikla vörusendingu frá Englandi. Vöruverðið var svo lágt samanborið við ríkjandi vöruverð hjá einokunarkaupmanninum, að Eyjamenn undruðust stórum.
Gísli kaupmaður Stefánsson annaðist þessa vörupöntunarstarfsemi Eyjamanna árið 1892. Í janúarmánuði þetta ár fengu þessi pöntunarsamtök Eyjamanna mikla vörusendingu frá Englandi. Vöruverðið var svo lágt samanborið við ríkjandi vöruverð hjá einokunarkaupmanninum, að Eyjamenn undruðust stórum.
Lína 166: Lína 133:


'''Umboðsverzlun'''<br>
'''Umboðsverzlun'''<br>
[[Mynd:Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen.jpg|thumb|350px|''Frú Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen frá [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] í Eyjum, húsmóðir og kaupkona í [[Frydendal]] í Vestmannaeyjum.'']]
[[Mynd: 1974 b 74.jpg|thumb|350px|''Frú Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen frá [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] í Eyjum, húsmóðir og kaupkona í [[Frydendal]] í Vestmannaeyjum.'']]
Fyrir aldamótin tók frú [[Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen|Sigríður Árnadóttir]] í [[Frydendal]], ekkja [[Jóhann J. Johnsen|Jóhanns J. Johnsen]], til að reka dálitla umboðsverzlun fyrir fyrirtæki í Reykjavík.<br>
Fyrir aldamótin tók frú [[Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen|Sigríður Árnadóttir]] í [[Frydendal]], ekkja [[Jóhann J. Johnsen|Jóhanns J. Johnsen]], til að reka dálitla umboðsverzlun fyrir fyrirtæki í Reykjavík.<br>
Þessa verzlun rak hún í stofu á neðri hæð íbúðarhúss síns, Frydendal, og seldi þar margskonar smávarning og álnavöru við hagstæðu verði. Elzti sonur hennar, [[Gísli J. Johnsen|Gísli Jóhannsson Johnsen]], var móður sinni hægri hönd um verzlunarrekstur þennan. Þá þróaðist sú hugsun með honum, að hann skyldi efna sjálfur til verzlunarreksturs í Vestmannaeyjum svo fljótt sem hann fengi aldur til, en hann var þá tæplega tvítugur að aldri.<br>
Þessa verzlun rak hún í stofu á neðri hæð íbúðarhúss síns, Frydendal, og seldi þar margskonar smávarning og álnavöru við hagstæðu verði. Elzti sonur hennar, [[Gísli J. Johnsen|Gísli Jóhannsson Johnsen]], var móður sinni hægri hönd um verzlunarrekstur þennan. Þá þróaðist sú hugsun með honum, að hann skyldi efna sjálfur til verzlunarreksturs í Vestmannaeyjum svo fljótt sem hann fengi aldur til, en hann var þá tæplega tvítugur að aldri.<br>
Lína 239: Lína 206:


'''Enn reitt til höggs'''<br>
'''Enn reitt til höggs'''<br>
[[Mynd:1973 b 123.jpg|thumb|400px|''Garðsverzlun í Vestmannaeyjum á árunum 1880-1890. [[Skansinn]], (virkið gamla) frá 1630-1638 sést lengst til vinstri á myndinni. Stóra byggingin  er verzlunarhúsið byggt úr höggnu móbergi árið 1880. Húsin lengst til hægri eru salthús og fiskhús.'' — <br>
''[[Engilbert Gíslason]]'' listmálari í Eyjum, gerði teikninguna.'']]
Liðið er fram á fyrsta tug tuttugustu aldarinnar. Samvinnuhreyfingin hefur fest rætur víða í landinu til ómetanlegs hagræðis almenningi. Spurnir berast af sigrum hennar og samtakamætti víðsvegar að. Þær góðu fréttir efldu trú landsmanna á eigin mátt og sjálfsbjörg. Þær spurnir berast einnig til Vestmannaeyja.<br>
Liðið er fram á fyrsta tug tuttugustu aldarinnar. Samvinnuhreyfingin hefur fest rætur víða í landinu til ómetanlegs hagræðis almenningi. Spurnir berast af sigrum hennar og samtakamætti víðsvegar að. Þær góðu fréttir efldu trú landsmanna á eigin mátt og sjálfsbjörg. Þær spurnir berast einnig til Vestmannaeyja.<br>
[[Mynd: 1974 b 16.jpg|thumb|600px|''Kaupmannshjónin [[J. P. T. Bryde|Johan Peter Thorkelin Bryde]] og frú [[Thore Auguste Bryde (f. Brandt)]].''<br>
''J. P. T. Bryde, kaupmaður, fæddist að [[Kornhóll|Kornhól]] í Vestmannaeyjum 10. sept. 1831. Þá var faðir hans, Niels Nikolai, þar verzlunarstjóri (1831-1838). Áður var hann beykir í Höfðakaupstað á Skagaströnd. — J. P. T. Bryde gerðist einokunarkaupmaður í Vestmannaeyjum  við fráfall föður síns 1879. Þegar hann lézt árið 1910, fékk frú Thore að sitja í óskiptu búi þar til verzlunin í [[Garðurinn|Danska Garði]] var seld fyrirtækinu Duus í Reykjavík (sjá grein hér í ritinu um Kf. Fram). — Þessi dönsku hjón þóttu á ýmsa lund hinar mestu sæmdarmanneskjur, hjálpsöm og tillitssöm við fátæka, þegar dregin er fjöður yfir ýmsa atburði varðandi verzlunarreksturinn, verzlunarhætti og gróðafíkn.'']]
Nokkrir Eyjabúa hugleiða hina breyttu tíma, hin breyttu viðhorf, og hinn hagfræðilega og hallkvæma árangur af pöntunarsamtökum bænda þar í byggð, sem [[Sigfús Árnason]], organisti, og [[Gísli Stefánsson]], kaupmaður, höfðu beitt sér fyrir. Var fólkið í Eyjum ekki enn vaxið því að feta í fótspor annarra landsmanna í framfara- og félagsmálum? Jú, vissulega. Hin miklu vélbátakaup Eyjamanna á árunum 1906-1908 voru óhrekjandi sannanir þess. Þau sýndu og sönnuðu, að samvinnuhneigð og samvinnuandi byggi með Eyjabúum. Ekki færri en 200 Eyjamenn áttu saman þessa 35 vélbáta, sem þá þegar voru gerðir út frá Vestmannaeyjum.<br>
Nokkrir Eyjabúa hugleiða hina breyttu tíma, hin breyttu viðhorf, og hinn hagfræðilega og hallkvæma árangur af pöntunarsamtökum bænda þar í byggð, sem [[Sigfús Árnason]], organisti, og [[Gísli Stefánsson]], kaupmaður, höfðu beitt sér fyrir. Var fólkið í Eyjum ekki enn vaxið því að feta í fótspor annarra landsmanna í framfara- og félagsmálum? Jú, vissulega. Hin miklu vélbátakaup Eyjamanna á árunum 1906-1908 voru óhrekjandi sannanir þess. Þau sýndu og sönnuðu, að samvinnuhneigð og samvinnuandi byggi með Eyjabúum. Ekki færri en 200 Eyjamenn áttu saman þessa 35 vélbáta, sem þá þegar voru gerðir út frá Vestmannaeyjum.<br>
Víst var um það, að í Eyjum voru þá búsettir þeir félagshyggjumenn, sem leggja vildu mikið í sölurnar, fórna hugsun og starfsorku til eflingar hag alls almennings með því að beita sér fyrir samvinnusamtökum til ábata og hagræðis í hinu örtvaxandi viðskiptalífi með stóraukinni vélbátaútgerð frá ári til árs.<br>
Víst var um það, að í Eyjum voru þá búsettir þeir félagshyggjumenn, sem leggja vildu mikið í sölurnar, fórna hugsun og starfsorku til eflingar hag alls almennings með því að beita sér fyrir samvinnusamtökum til ábata og hagræðis í hinu örtvaxandi viðskiptalífi með stóraukinni vélbátaútgerð frá ári til árs.<br>
Lína 249: Lína 220:
En dok var á um stofnun þessara samvinnusamtaka. Þurfti einokunarvaldið ef til vill enn einu sinni að lyfta svipunni og reiða til höggs til þess að brýna skapið og hvessa samvinnuviljann til framtaks? Já, svo varð raunin á.<br>
En dok var á um stofnun þessara samvinnusamtaka. Þurfti einokunarvaldið ef til vill enn einu sinni að lyfta svipunni og reiða til höggs til þess að brýna skapið og hvessa samvinnuviljann til framtaks? Já, svo varð raunin á.<br>
Báðir hinir ríkjandi kaupmenn í Vestmannaeyjum, [[J. P. T. Bryde|Johan P. T. Bryde]] og [[Gísli J. Johnsen]], fluttu til Eyja einvörðungu þær birgðir af salti, sem þeim að jafnaði voru sjálfum nauðsynlegar í fisk og svo þeim útvegsbændum og hlutamönnum, sem skiptu einvörðungu við þá. En árin 1907 og 1908 brá nokkuð til breytingar í þessum efnum hjá einokunarkaupmanninum gamla.  
Báðir hinir ríkjandi kaupmenn í Vestmannaeyjum, [[J. P. T. Bryde|Johan P. T. Bryde]] og [[Gísli J. Johnsen]], fluttu til Eyja einvörðungu þær birgðir af salti, sem þeim að jafnaði voru sjálfum nauðsynlegar í fisk og svo þeim útvegsbændum og hlutamönnum, sem skiptu einvörðungu við þá. En árin 1907 og 1908 brá nokkuð til breytingar í þessum efnum hjá einokunarkaupmanninum gamla.  
[[Mynd:Garðsverzlun.jpg|thumb|600px|''Garðsverzlun í Vestmannaeyjum á árunum 1880-1890. [[Skansinn]], (virkið gamla) frá 1630-1638 sést lengst til vinstri á myndinni. Stóra byggingin  er verzlunarhúsið byggt úr höggnu móbergi árið 1880. Húsin lengst til hægri eru salthús og fiskhús.'' — <br>
''[[Engilbert Gíslason]]'' listmálari í Eyjum, gerði teikninguna.'']]
Verzlun [[J. P. T. Bryde]] flutti til Eyja mjög mikið salt haustið 1907 og svo á vertíð 1908. Í fyrstu varð ekki ljóslega séð, hvað fyrir vakti um þennan mikla saltinnflutning. Þurfti að óttast þurrð á salti erlendis?<br>
Verzlun [[J. P. T. Bryde]] flutti til Eyja mjög mikið salt haustið 1907 og svo á vertíð 1908. Í fyrstu varð ekki ljóslega séð, hvað fyrir vakti um þennan mikla saltinnflutning. Þurfti að óttast þurrð á salti erlendis?<br>
[[Mynd: J. P. T. Bryde.jpg|thumb|600px|''Kaupmannshjónin [[J. P. T. Bryde|Johan Peter Thorkelin Bryde]] og frú [[Thore Auguste Bryde (f. Brandt)]].''<br>
''J. P. T. Bryde, kaupmaður, fæddist að [[Kornhóll|Kornhól]] í Vestmannaeyjum 10. sept. 1831. Þá var faðir hans, Niels Nikolai, þar verzlunarstjóri (1831-1838). Áður var hann beykir í Höfðakaupstað á Skagaströnd. — J. P. T. Bryde gerðist einokunarkaupmaður í Vestmannaeyjum  við fráfall föður síns 1879. Þegar hann lézt árið 1910, fékk frú Thore að sitja í óskiptu búi þar til verzlunin í [[Garðurinn|Danska Garði]] var seld fyrirtækinu Duus í Reykjavík (sjá grein hér í ritinu um Kf. Fram). — Þessi dönsku hjón þóttu á ýmsa lund hinar mestu sæmdarmanneskjur, hjálpsöm og tillitssöm við fátæka, þegar dregin er fjöður yfir ýmsa atburði varðandi verzlunarreksturinn, verzlunarhætti og gróðafíkn.'']]
Í júlímánuði 1907 fékk gamla einokunarverzlunin gufuskipið Ísafold hlaðið salti til Eyja. Meginið af þeim birgðum skyldi geymast til næstu vetrarvertíðar. Þegar svo leið fram á vertíð 1908 átti Brydeverzlun von á tveim saltförmum til Eyja. Þá virtist Edinborgarverzlunin hafa orðið takmarkaðar saltbirgðir. Þá var það, sem svipunni var brugðið á loft, svo að kviknaði í skapi hinna dokandi samvinnuleiðtoga eða væntanlegra leiðtoga.<br>
Í júlímánuði 1907 fékk gamla einokunarverzlunin gufuskipið Ísafold hlaðið salti til Eyja. Meginið af þeim birgðum skyldi geymast til næstu vetrarvertíðar. Þegar svo leið fram á vertíð 1908 átti Brydeverzlun von á tveim saltförmum til Eyja. Þá virtist Edinborgarverzlunin hafa orðið takmarkaðar saltbirgðir. Þá var það, sem svipunni var brugðið á loft, svo að kviknaði í skapi hinna dokandi samvinnuleiðtoga eða væntanlegra leiðtoga.<br>
Bryde kaupmaður hafði skrifað heim til Eyja frá bækistöð sinni í Kaupmannahöfn og boðið „faktor“ sínum að tilkynna í Vestmannaeyjum, að einungis þeir útvegsbændur og hlutasjómenn í verstöðinni, sem vildu skuldbinda sig til að selja verzlun hans allan fisk sinn, þegar hann væri fullverkaður, fengju keypt salt í aflann hjá honum, aðrir ekki.<br>
Bryde kaupmaður hafði skrifað heim til Eyja frá bækistöð sinni í Kaupmannahöfn og boðið „faktor“ sínum að tilkynna í Vestmannaeyjum, að einungis þeir útvegsbændur og hlutasjómenn í verstöðinni, sem vildu skuldbinda sig til að selja verzlun hans allan fisk sinn, þegar hann væri fullverkaður, fengju keypt salt í aflann hjá honum, aðrir ekki.<br>