„Blik 1961/Myndasyrpa“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 236: Lína 236:




[[Mynd: 1961, bls. 197 A.jpg|ctr|500px]]     
FJÖLSKYLDA [[Jón Pétursson|JÓNS BÓNDA PÉTURSSONAR]] Í [[Þorlaugargerði eystra|ÞÓRLAUGARGERÐI EYSTRA]] Í EYJUM.<br>
''Fremri röð frá vinstri:  <br>
''1. [[Rósa Eyjólfsdóttir]], kona Jóns Péturssonar, f. 3. júní 1876. Hún var systir [[Guðjón Eyjólfsson|Guðjóns bónda á Kirkjubæ Eyjólfssonar]] [[Eyjólfur Eiríksson|bónda Eiríkssonar]].<br>
''2. Jón Pétursson, bóndi.<br>
''3. [[Svava Sigurðardóttir í Þorlaugargerði|Svava Sigurðardóttir]], fósturdóttir Rósu og Jóns og systurdóttir hans, f. 29. jan. 1918.<br>
''4. [[Ingibjörg Sigurðardóttir í Þorlaugargerði|Ingibjörg Sigurðardóttir]], stjúpa Jóns bónda, seinni kona [[Pétur Benediktsson í Þorlaugargerði|Péturs bónda Benediktssonar]], föður Jóns bónda.<br>
''5. [[Jón Guðjónsson]] bónda að [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]], fóstursonur Rósu og Jóns.<br>
''Aftari röð frá vinstri:<br>
''1. [[Ármann Jónsson í Þorlaugargerði|Ármann]], einkasonur Rósu og Jóns bónda, f. 15. des. 1900, d. 1. des. 1933.<br>
''2. [[Fanney Ármannsdóttir]] Jónssonar.<br>
''3. [[Sólrún Eiríksdóttir]] frá Kraga á Rangárvöllum, kona Ármanns og móðir Fanneyjar.<br>
''4. [[Guðfinna Sigurbjörnsdóttir í Þorlaugargerði|Guðfinna Sigurbjörnsdóttir]] Björnssonar, fósturdóttir Rósu og Jóns.<br>
''5. [[Laufey Jónsdóttir í Þorlaugargerði|Laufey]], dóttir Rósu og Jóns bónda.<br>
''Jón bóndi Pétursson var f. 21. júlí 1867 að Búðarhóli í Landeyjum.<br>
''Jón bóndi fékk byggingu fyrir Þórlaugargerði 11. febrúar 1905 eftir föður sinn Pétur Benediktsson.<br>
''Jón Pétursson bóndi var fjölhæfur verkmaður. Hann var ágætur smiður og smíðaði m.a. marga árabáta (sérstaklega skjögtbóta heima við bæinn í Þórlaugargerði). Einnig var Jón bóndi slyngur bjargveiðimaður. Hann var í fáum orðum sagt iðjumaður með afbrigðum og hygginn bóndi.
::::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]




{{Blik}}
{{Blik}}