„Ljósmyndasafn Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ljósmyndasafn Vestmannaeyja''' er staðsett í Safnahúsi Vestmannaeyja við Ráðhúströð. Ein af perlum safnsins er ljósmyndaplötusafn [[Kjarta...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:


Alls er safnið 15.000 til 20.000 plötur sem erfingjar Kjartans gáfu Vestmannaeyjabæ eftir lát hans árið 1950. Bæjarstjórn afhenti Byggðasafninu plöturnar til varðveislu. Mikið starf var að bera kennsl á það fólk sem á myndunum er. [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]] fékk til liðs við sig nokkra menn við það verkefni. Þeir voru [[Árni Árnason (símritari)|Árni Árnason]], [[Eyjólfur Gíslason]], [[Guðjón Scheving]] og [[Oddgeir Kristjánsson]].
Alls er safnið 15.000 til 20.000 plötur sem erfingjar Kjartans gáfu Vestmannaeyjabæ eftir lát hans árið 1950. Bæjarstjórn afhenti Byggðasafninu plöturnar til varðveislu. Mikið starf var að bera kennsl á það fólk sem á myndunum er. [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]] fékk til liðs við sig nokkra menn við það verkefni. Þeir voru [[Árni Árnason (símritari)|Árni Árnason]], [[Eyjólfur Gíslason]], [[Guðjón Scheving]] og [[Oddgeir Kristjánsson]].
Allt fram að síðari hluta ársins 2012 var Ljósmyndasafn Vestmannaeyja enn viðhengi við annað safnastarf í Safnahúsi Vestmannaeyja. Mergur safnsins voru um 20.000  ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara (1885-1950) og var áætlað að ljósmyndir annarra væru samtals ámóta að tölu. Hinn 8. september 2012 var hins vegar brotið í blað í sögu Ljósmyndasafnsins er fjölskylda Óskars Björgvinssonar ljósmyndara (1942-2002) afhenti gervalt safn hans. Áætlað magn er um 150.000 ljósmyndir. Á þeim tímamótum fékk Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra myndasafns Þjóðminjasafns til að áætla hvar Ljósmyndasafnið stæði í röð ljósmyndasafna landsins og taldist Ingu Láru til að Ljósmyndasafn Vestmannaeyja væri orðið hið sjöunda stærsta á landsvísu. En stærri urðu skrefin áður en varði. Hinn 5. janúar 2014 var langstærsta ljósmyndasafn í sögu Vestmannaeyja, og a.m.k. eitt allrastærsta safn ljósmyndasafn úr einkaeigu afhent er Sigurgeir Jónasson ljósmyndari (1934- ) afhenti sjálfur ásamt fjölskyldu sinni um 2.000.000 – 3.000.000 ljósmynda. Við þau tímamót varð Ljósmyndasafn Vestmannaeyja að öllum líkindum fjórða stærsta safn landsins og annað stærsta ljósmyndasafn utan höfuðborgarinnar, næst Minjasafni Akureyrar.


{{Tenglar|
{{Tenglar|
* Heimasíða Ljósmyndasafnsins [http://safnahus.vestmannaeyjar.is/sidur/ljosmyndasafn]
* Heimasíða Ljósmyndasafnsins [http://http://foto.vestmannaeyjar.is/fotoweb/]
}}
}}


[[Flokkur:Söfn]]
[[Flokkur:Söfn]]