„Heilbrigðissaga Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
== Læknisembætti stofnað í Vestmannaeyjum ==
== Læknisembætti stofnað í Vestmannaeyjum ==
Íbúar Vestmannaeyja sendu beiðni til yfirvalda árið 1820 um að þeim væri sendur læknir og var íslenskur læknir, [[Ólafur Thorarensen]], sendur. Hann vildi hins vegar ekki setjast að í Vestmannaeyjum en skrifaði skýrslu til yfirvalda um hvað bæri að gera til að bæta ástandið. Tillögur hans voru á sömu nótum og tillögur Klogs en sem fyrr var ekki farið eftir þeim. Landlæknir, Jón Thorstensen og stiftamtmaður Hoppe, gerðu þá tillögu til yfirvalda um að stofnað yrði sérstakt læknisembætti í Vestmannaeyjum og var það samþykkt af konungi 6. júní 1827. Þar sem erfiðlega gekk að fá lækni var ákveðið að ef danskur læknir fengist til starfans og sæti í sex ár fengi hann embætti í Danmörku að því loknu. Fyrsti héraðslæknirinn, [[Carl Ferdinand Lund]], kom til starfa árið 1828 en síðan komu þeir hver af öðrum, [[Carl Hans Ulrich Balbroe]], [[Andreas Steener Iversen Haaland]], [[August Ferdinand Schneider]] og [[Philip Theodor Davidsen]], sem lést í embætti árið 1860 eins og Lund hafði gert tæpum 30 árum fyrr. Ekkert hafði breyst í Vestmannaeyjum þrátt fyrir komu læknanna en þeir gerðu sér betur grein fyrir vandamálinu og voru með tillögur til úrbóta.  
Íbúar Vestmannaeyja sendu beiðni til yfirvalda árið 1820 um að þeim væri sendur læknir og var íslenskur læknir, [[Ólafur Thorarensen]], sendur. Hann vildi hins vegar ekki setjast að í Vestmannaeyjum en skrifaði skýrslu til yfirvalda um hvað bæri að gera til að bæta ástandið. Tillögur hans voru á sömu nótum og tillögur Klogs en sem fyrr var ekki farið eftir þeim. Landlæknir, Jón Thorstensen og stiftamtmaður Hoppe, gerðu þá tillögu til yfirvalda um að stofnað yrði sérstakt læknisembætti í Vestmannaeyjum og var það samþykkt af konungi 6. júní 1827. Þar sem erfiðlega gekk að fá lækni var ákveðið að ef danskur læknir fengist til starfans og sæti í sex ár fengi hann embætti í Danmörku að því loknu. Fyrsti héraðslæknirinn, [[Carl Ferdinand Lund]], kom til starfa árið 1828 en síðan komu þeir hver af öðrum, [[Carl Hans Ulrich Balbroe]], [[Andreas Steener Iversen Haaland]], [[August Ferdinand Schneider]] og [[Philip Theodor Davidsen]], sem lést í embætti árið 1860 eins og Lund hafði gert tæpum 30 árum fyrr. Ekkert hafði breyst í Vestmannaeyjum þrátt fyrir komu læknanna en þeir gerðu sér betur grein fyrir vandamálinu og voru með tillögur til úrbóta. Davidsen var læknir á því tímabili sem Schleisner kom og gerði úrbætur á ginklofavandamálinu. Hann vildi að sú fæðingaraðstaða sem komið hefði verið upp í Landlyst væri betur nýtt og jafnvel notuð til almennrar hjúkrunar. Danska stjórnin studdi Davidsen í sjúkrahúsbyggingu en landsmenn og eyjamenn stóðu gegn honum, og varð því ekkert úr sjúkrahúsbyggingu á sjötta áratug 19. aldar.  


== Ginklofinn í Vestmannaeyjum ==
== Ginklofinn í Vestmannaeyjum ==