„Björn Jónsson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Björn Jónsson''' bóndi á Kirkjubæ fæddist 1864 og lést 26. febrúar 1894.<br> Foreldrar hans voru Jón Björnsson bóndi á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, f. 16. júlí 18...)
 
m (Verndaði „Björn Jónsson (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 16. apríl 2014 kl. 19:56

Björn Jónsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 1864 og lést 26. febrúar 1894.
Foreldrar hans voru Jón Björnsson bóndi á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, f. 16. júlí 1830 í Stóru-Mörk u. Eyjafjllum, d. 12. september 1900, og kona hans Anna Hafliðadóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1831 á Haugnum í Mýrdal, d. 1. júní 1916.

Björn var sveitarómagi í Háamúla í Fljótshlíð 1870, léttadrengur á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1880.
Björn fluttist til Eyja 1886 og var vinnumaður á Ofanleiti 1890.
Við giftingu þeirra Þóru var hann bóndi á Kirkjubæ.
Hann lést 30 ára 1894.

I. Kona Björns, (30. október 1892), var Þóra Einarsdóttir húsfreyja, f. 1855, d. 6. mars 1898.
Barn þeirra var
1. Jóhanna Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1893, d. 15. september 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.