„Blik 1958/Gjafir til Gagnfræðaskólans“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1958 =Gjafir til Gagnfræðaskólans= <br> S.l. vetur gaf Ragnar Jónsson, bókaútgefandi í Rvík, Gagnfræðaskólanum bókagjöf að verðmæti kr. 2....)
 
m (Verndaði „Blik 1958/Gjafir til Gagnfræðaskólans“ [edit=sysop:move=sysop])
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. mars 2010 kl. 20:24

Efnisyfirlit 1958



Gjafir til Gagnfræðaskólans


S.l. vetur gaf Ragnar Jónsson, bókaútgefandi í Rvík, Gagnfræðaskólanum bókagjöf að verðmæti kr. 2.400. — Fékk skólastjóri sjálfur að velja bókasafni skólans bækurnar.
Þegar gagnfræðadeild skólans var slitið 9. febrúar s.l., færði sóknarnefnd Landakirkju Gagnfræðaskólanum að gjöf hina forkunnarfögru, ljósprentuðu útgáfu af Guðbrandarbiblíu. Formaður sóknarnefndar, Páll Eyjólfsson, mun hafa átt hugmyndina að þessari gagnmerku gjöf til Gagnfræðaskólans. — Séra Halldór Kolbeins hafði orð fyrir sóknarnefnd og afhenti gjöfina. Jafnframt flutti prestur tvö frumsamin kvæði til Gagnfræðaskólans. Eru þau bæði birt hér í ritinu.
Fyrir allar þessar gjafir til skólans og það vinarþel, er að baki þeim felst, þakka ég alúðlega og færi gefendunum mínar beztu og innilegustu árnaðaróskir.

Þ.Þ.V.