„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/ Nýtt skip í Eyjaflotann“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Nýtt skip í Eyjaflotann</big></big> Föstudaginn 12. mars sl. sigldi nýtt og glæsilegt fiskiskip, Bylgja VE 75, í fyrsta sinn inn í Vestmannaeyjahöfn, fánum prýtt...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big><big>Nýtt skip í Eyjaflotann</big></big>
<big><big>Nýtt skip í Eyjaflotann</big></big>


<center>[[Mynd:Bylgja VE 75.png|500px|thumb|center|Bylgja VE 75.]]</center>


Föstudaginn 12. mars sl. sigldi nýtt og glæsilegt fiskiskip, Bylgja VE 75, í fyrsta sinn inn í Vestmannaeyjahöfn, fánum prýtt.<br>
Föstudaginn 12. mars sl. sigldi nýtt og glæsilegt fiskiskip, Bylgja VE 75, í fyrsta sinn inn í Vestmannaeyjahöfn, fánum prýtt.<br>
Lína 8: Lína 9:


Bylgja er byggð úr stáli í Skipasmíðastöðinni Stálvík við Arnarvog og eftir teikningum Stálvíkur. Yfirsmiður var [[Bolli Magnússon]]. Hún er búin til allra veiða, sem hér tíðkast. Auk þess er hún sérstaklega útbúin fyrir flotvörpuveiðar, og er þetta fyrsta skipið, sem hefur verið hannað og smíðað hérlendis sérstaklega fyrir þá veiðiaðferð. Aftast á bátadekki er niðursett flotvörpurúlla og er skuturinn gaflbyggður, m. a. til að auðvelda notkun hennar. Höfuðlínumælir er í brú og kapalspilið uppi á brúnni. Sýnist þessum útbúnaði sem og öðrum um borð í Bylgju sérlega haganlega fyrir kornið. Flotvörpurúllan (4,5 tonn) er frá Rapp í Noregi, en höfuðlínumælirinn með kapli er japanskur frá Furuno.<br>
Bylgja er byggð úr stáli í Skipasmíðastöðinni Stálvík við Arnarvog og eftir teikningum Stálvíkur. Yfirsmiður var [[Bolli Magnússon]]. Hún er búin til allra veiða, sem hér tíðkast. Auk þess er hún sérstaklega útbúin fyrir flotvörpuveiðar, og er þetta fyrsta skipið, sem hefur verið hannað og smíðað hérlendis sérstaklega fyrir þá veiðiaðferð. Aftast á bátadekki er niðursett flotvörpurúlla og er skuturinn gaflbyggður, m. a. til að auðvelda notkun hennar. Höfuðlínumælir er í brú og kapalspilið uppi á brúnni. Sýnist þessum útbúnaði sem og öðrum um borð í Bylgju sérlega haganlega fyrir kornið. Flotvörpurúllan (4,5 tonn) er frá Rapp í Noregi, en höfuðlínumælirinn með kapli er japanskur frá Furuno.<br>
 
<center>[[Mynd:Aftari röð frá vinstri- Ingibjörg Pétursdóttir, kona Matthíasar.png|500px|thumb|center|Aftari röð frá vinstri- Ingibjörg Pétursdóttir, kona Matthíasar; Ásdís Erna Guðmundsdóttir, kona Björgvins; Björgvin Ólafsson, vélstjóri og Matthías Óskarsson, skipstjóri. Börnin frá vinstri: Óskar Matthíasson, Ólöf Sigrún Björgvinsdóttir og Bylgja Matthíasdóttir. Á myndina vantar Aldísi Björgvinsdóttur. Hún var svo lítill. (Ljósm. Guðm. Sigf.)]]</center>
Bylgja er búin aðalvél af gerðinni MWM, með skiptiskrúfu, 610 hk. við 900 snúninga á mínútu. Ganghraði reyndist um 11,7 sml. undir venjulegu álagi. Ljósavél er 75 hk. Caterpillar, rafstöð 36 kw, spenna 220 v. Auk þess er 15 hk. vél framundir til ljósa og hitunaí við land. Olíutankar eru fyrir 36000 lítra. Vatnsgeymar fyrir 14 tonn og stafnhylki fyrir 7 tonn af sjó.<br>
Bylgja er búin aðalvél af gerðinni MWM, með skiptiskrúfu, 610 hk. við 900 snúninga á mínútu. Ganghraði reyndist um 11,7 sml. undir venjulegu álagi. Ljósavél er 75 hk. Caterpillar, rafstöð 36 kw, spenna 220 v. Auk þess er 15 hk. vél framundir til ljósa og hitunaí við land. Olíutankar eru fyrir 36000 lítra. Vatnsgeymar fyrir 14 tonn og stafnhylki fyrir 7 tonn af sjó.<br>


Lína 22: Lína 23:


Þegar Bylgja var sjösett, 23. október sl. var henni einnig gefið nafn, svo sem venja er til. í því tilefni var henni að gömlum sið flutt eftirfarandi heillakvæði:<br>
Þegar Bylgja var sjösett, 23. október sl. var henni einnig gefið nafn, svo sem venja er til. í því tilefni var henni að gömlum sið flutt eftirfarandi heillakvæði:<br>
 
[[Mynd:Endalok þorskastríðsins virðast skammt undan. Nánast eftir að ákveða hver á að fá seinasta tittinn.png|300px|thumb|Endalok þorskastríðsins virðast skammt undan. Nánast eftir að ákveða hver á að fá seinasta tittinn.]]
<big>BYLGJA</big><br>
<big>BYLGJA</big><br>



Núverandi breyting frá og með 5. ágúst 2016 kl. 13:13

Nýtt skip í Eyjaflotann

Bylgja VE 75.

Föstudaginn 12. mars sl. sigldi nýtt og glæsilegt fiskiskip, Bylgja VE 75, í fyrsta sinn inn í Vestmannaeyjahöfn, fánum prýtt.

Bylgja er 149 brúttórúmlestir að stærð. Aðalmál eru: Lengd 31,75 m, breidd 6,72 m og dýpt 2,78 m. Eigendur eru tveir vel þekktir ungir sjómenn hér í bæ: Matthías Óskarsson, skipstjóri, og Björgvin Ólafsson, vélstjóri. Þeir hafa nokkur undanfarin ár starfað saman að sjómennsku og útgerð.

Bylgja er byggð úr stáli í Skipasmíðastöðinni Stálvík við Arnarvog og eftir teikningum Stálvíkur. Yfirsmiður var Bolli Magnússon. Hún er búin til allra veiða, sem hér tíðkast. Auk þess er hún sérstaklega útbúin fyrir flotvörpuveiðar, og er þetta fyrsta skipið, sem hefur verið hannað og smíðað hérlendis sérstaklega fyrir þá veiðiaðferð. Aftast á bátadekki er niðursett flotvörpurúlla og er skuturinn gaflbyggður, m. a. til að auðvelda notkun hennar. Höfuðlínumælir er í brú og kapalspilið uppi á brúnni. Sýnist þessum útbúnaði sem og öðrum um borð í Bylgju sérlega haganlega fyrir kornið. Flotvörpurúllan (4,5 tonn) er frá Rapp í Noregi, en höfuðlínumælirinn með kapli er japanskur frá Furuno.

Aftari röð frá vinstri- Ingibjörg Pétursdóttir, kona Matthíasar; Ásdís Erna Guðmundsdóttir, kona Björgvins; Björgvin Ólafsson, vélstjóri og Matthías Óskarsson, skipstjóri. Börnin frá vinstri: Óskar Matthíasson, Ólöf Sigrún Björgvinsdóttir og Bylgja Matthíasdóttir. Á myndina vantar Aldísi Björgvinsdóttur. Hún var svo lítill. (Ljósm. Guðm. Sigf.)

Bylgja er búin aðalvél af gerðinni MWM, með skiptiskrúfu, 610 hk. við 900 snúninga á mínútu. Ganghraði reyndist um 11,7 sml. undir venjulegu álagi. Ljósavél er 75 hk. Caterpillar, rafstöð 36 kw, spenna 220 v. Auk þess er 15 hk. vél framundir til ljósa og hitunaí við land. Olíutankar eru fyrir 36000 lítra. Vatnsgeymar fyrir 14 tonn og stafnhylki fyrir 7 tonn af sjó.

Í brú eru öll hugsanleg nýtísku fiskleitar- og siglingatæki. Þar má nefna Atlas dýptarmæli og fisksjá (Atlas-fischfinder 740), Símrad-asdik, Koden miðunarstöð, Loran og BEN vegmæli. Radarinn er frá Decca og nær 64 mílna geisla. Talstöðin er af Sailor gerð og jafnframt er örbylgjustöð sömu tegundar. Sjávarhitamælir er einnig í brúnni. Hann mun vera sá fyrsti frá Iðntækni í Reykjavík, sem settur er í íslenskt skip. Tegund stýrisvélar er Tenfjord NKT 115, og sjálfstýringin er Sharp.
Allar vindur eru frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar.

Togspil eru 2 með 9 tonna togkrafti hvort, drifin af tveimur Deninson dælum tengdum við Marco-gír frá Heklu h. f. Löndunarspil er 4 tonna og er einnig útbúið sem fullkomið akkerisspil. Línuspil og bómuvinda eru af venjulegum stærðum. öllum vindum er stjórnað úr brú, þar á meðal löndunarspili og bómuvindu, sem mun vera algert nýmæli. Blakkakerfi, nótablökk og færslublökk, er norskrar gerðar. Í Bylgju eru íbúðir fyrir 12 manna áhöfn og allar afturí. Öll smíðavinna úti og inni virðist vera fagmannlega af hendi leyst. Innréttingar eru smekklegar, hentugar og þægilegar. Allur aðbúnaður áhafnar, hverju nafni sem nefnist, svo og vinnuaðstaða, sýnist jafnast á við það allra besta, sem hér hefur sést.

Rétt er að geta hér þeirrar nýjungar, að í Bylgju er fyrir komið neyðarsendistöð, sem sendir út á bylgjum flugvéla með tilliti til stóraukins flugs og langdragi vegna hæðar móttakarans.
Bylgja kostaði 170 milljónir króna.

Þegar Bylgja var sjösett, 23. október sl. var henni einnig gefið nafn, svo sem venja er til. í því tilefni var henni að gömlum sið flutt eftirfarandi heillakvæði:

Endalok þorskastríðsins virðast skammt undan. Nánast eftir að ákveða hver á að fá seinasta tittinn.

BYLGJA

Legg þú á djúpið, Drottinn sagði forðum
og dásamlegan afla hann vinum sínum gaf.
Þeir fóru bara eftir Drottins orðum
og enn er það í gildi um land og haf.
Þið hraustu drengir hafið Guð í stafni
og haldið út á mið í Drottins nafni.

Megi alla daga þér heill og farsæld fylgja
og fögnum nú á þínum heiðurs degi.
Sértu alltaf sómi lands þíns, BYLGJA.
Og settu markið hátt, sem tapir eigi.
Hve dásamlegt er dýrar vonir rætast.
Í dag ert þú min orsök til að kætast.

Er, Bylgja mín, þú leggur nú frá landi
á lífsins morgni tekin fyrstu sporin.
Þá bið ég þess, að víki allur vandi,
þú verður sem af englahöndum borin.
Og hann sem fyrrum gekk á bylgjum breiðum
Bylgju minnar gæti á hennar leiðum.
Með innilegustu kveðjum.

Með innilegustu kveðjum.
KRISTÍN JÓNSDOTTIR.

Sjómannadagsblaðið óskar þeim sameignarmönnum og öðrum viðkomandi til hamingju með nýtt og gott skip. Guð og gæfan fylgi Bylgju, hvert sem leið hennar liggur á ókomnum árum.