„Blik 1969/Vesturhúsafeðgarnir II. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:




<big>[[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús Guðmundsson]] á [[ Vesturhús-vestri|Vesturhúsum]] óx úr grasi. Ekki var hann gamall, er hann tók að fleyta öðuskeljum á balanum hennar mömmu sinnar eða á pollum eftir regnskúrir. Augljóst var, að þar beygðist snemma krókurinn. Og skeljarnar hétu bátanöfnum, skipanöfnum þeim, sem hann heyrði oftast nefnd og rætt um á bernskuheimilinu. Þarna flaut [[Gideon áraskip|Gideon]] hins unga formanns, [[Hannes Jónsson|Hannesar Jónssonar]] á Vesturhúsum.  <br>
<big>[[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús Guðmundsson]] á [[ Vesturhús-vestri|Vesturhúsum]] óx úr grasi. Ekki var hann gamall, er hann tók að fleyta öðuskeljum á balanum hennar mömmu sinnar eða á pollum eftir regnskúrir. Augljóst var, að þar beygðist snemma krókurinn. Og skeljarnar hétu bátanöfnum, skipanöfnum þeim, sem hann heyrði oftast nefnd og rætt um á bernskuheimilinu. Þarna flaut [[Gideon]] hins unga formanns, [[Hannes Jónsson|Hannesar Jónssonar]] á Vesturhúsum.  <br>
Drengurinn var sæll í leikjum sínum. Þessar hneigðir hans áttu rætur innra með honum og bátarnir hans veittu hneigðunum útrás. Fréttir þær, sem bárust daglega inn á heimilið á vertíðinni, aflafréttir, sigling, þar sem teflt var á tæpasta vaðið, ágjöf, jafnvel lífshættan augljós, allar höfðu þessar fréttir, þessar orðræður um lífshættulega sjósókn og daglega sigra sjómannsins á bylgjum hafsins, markverð áhrif á hugsun drengsins og þroska, þær orkuðu á sálarlífið og skildu eftir dýpri og varanlegri áhrif en flest annað, sem hann heyrði rætt um á hinu friðsæla og mennilega bernsku- og æskuheimili sínu, Vesturhúsaheimilinu.<br>
Drengurinn var sæll í leikjum sínum. Þessar hneigðir hans áttu rætur innra með honum og bátarnir hans veittu hneigðunum útrás. Fréttir þær, sem bárust daglega inn á heimilið á vertíðinni, aflafréttir, sigling, þar sem teflt var á tæpasta vaðið, ágjöf, jafnvel lífshættan augljós, allar höfðu þessar fréttir, þessar orðræður um lífshættulega sjósókn og daglega sigra sjómannsins á bylgjum hafsins, markverð áhrif á hugsun drengsins og þroska, þær orkuðu á sálarlífið og skildu eftir dýpri og varanlegri áhrif en flest annað, sem hann heyrði rætt um á hinu friðsæla og mennilega bernsku- og æskuheimili sínu, Vesturhúsaheimilinu.<br>
Þegar barnaskóli hreppsins hafði verið starfræktur í tvö ár, varð Magnús Guðmundsson „skólaskyldur“, það er að segja: Hann hafði þá aldur (1882) til að setjast þar á skólabekkinn, ef efni væru til að greiða skólagjaldið. Þar réðu hneigðir hans sjálfs til náms og svo efnahagur foreldranna. Í þessum barnaskóla í „[[Nöjsomhed]]“ námu aðeins þau börn, sem foreldrarnir höfðu efni á að greiða skólagjaldið fyrir. Skólaskylda var þá sem sé engin í landinu. Sökum hinnar almennu fátæktar urðu þá mörg börn í Eyjum að fara á mis við alla skólafræðslu, vera án allrar skólagöngu. Heima hjá sér lærðu þau flest lestur, og sum nutu kennslu í skrift og reikningi.<br>
Þegar barnaskóli hreppsins hafði verið starfræktur í tvö ár, varð Magnús Guðmundsson „skólaskyldur“, það er að segja: Hann hafði þá aldur (1882) til að setjast þar á skólabekkinn, ef efni væru til að greiða skólagjaldið. Þar réðu hneigðir hans sjálfs til náms og svo efnahagur foreldranna. Í þessum barnaskóla í „[[Nöjsomhed]]“ námu aðeins þau börn, sem foreldrarnir höfðu efni á að greiða skólagjaldið fyrir. Skólaskylda var þá sem sé engin í landinu. Sökum hinnar almennu fátæktar urðu þá mörg börn í Eyjum að fara á mis við alla skólafræðslu, vera án allrar skólagöngu. Heima hjá sér lærðu þau flest lestur, og sum nutu kennslu í skrift og reikningi.<br>