„Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 95: Lína 95:
* 617. ''Prjónastokkur''. Þennan prjónastokk átti [[Björg Jóhannsdóttir]] frá Krosshjáleigu í Landeyjum, en hún var lengi vinnukona hjá frú  
* 617. ''Prjónastokkur''. Þennan prjónastokk átti [[Björg Jóhannsdóttir]] frá Krosshjáleigu í Landeyjum, en hún var lengi vinnukona hjá frú  
[[Jónína Jónsdóttir í Gerði|Jónínu Jónsdóttur]] í [[Gerði-norður|Gerði]] og andaðist hjá henni árið 1940. Björg Jóhannsdóttir var margar vetrarvertíðir sjóbúðarbústýra, eins og það var kallað, hjá skipshöfnum úr Landeyjum, sem lágu hér við til fiskveiða á vetrarvertíðum. Frú Jónína Jónsdóttir. fyrrv. húsfreyja í Gerði, gaf Byggðarsafninu prjónastokkinn.
[[Jónína Jónsdóttir í Gerði|Jónínu Jónsdóttur]] í [[Gerði-norður|Gerði]] og andaðist hjá henni árið 1940. Björg Jóhannsdóttir var margar vetrarvertíðir sjóbúðarbústýra, eins og það var kallað, hjá skipshöfnum úr Landeyjum, sem lágu hér við til fiskveiða á vetrarvertíðum. Frú Jónína Jónsdóttir. fyrrv. húsfreyja í Gerði, gaf Byggðarsafninu prjónastokkinn.
* 618. ''Prjónavél''. Þetta er fyrsta prjónavélin, sem keypt var til Eyja. Það gerðist fyrir eða um síðustu aldamót. Prjónavélina átti og notaði um tugi ára frú [[Steinvör Jónsdóttir í Nýjabæ|Steinvör Jónsdóttir]], húsfr. í [[Nýibær|Nýjabæ]], kona [[Jónas Helgason í Nýjabæ|
Jónasar Helgasonar]] bónda þar. Margur Vestmannaeyingur gekk og hefur gengið í sokkum, sem prjónaðir voru í þessari prjónavél.<br>
Frú [[Jóhanna Jónasdóttir í Nýjabæ|Jóhanna Jónasdóttir]], húsfr. í Nýjabæ eftir foreldra sína, kona [[Sigurður Þorsteinsson|Sigurðar Þorsteinssonar]], sjómanns, gaf Byggðarsafninu prjónavélina.
* 619. ''Rokkur''. Þetta er elzti rokkurinn, sem Byggðarsafnið á, enda ber brúðan þess vitni. Þennan rokk áttu upprunalega bóndahjónin í Þórlaugargerði. [[Jón Austmann Jónsson í Þorlaugargerði|Jón Austmann Jónsson]] prests [[Jón Austmann|Austmanns]] að [[Ofanleiti]] og frú [[Rósa Hjartardóttir]]. Jón Austmann yngri var fæddur árið 1814. Hann lézt 1888. Sonur þeirra hjóna var [[Hjörtur Jónsson í Þorlaugargerði|Hjörtur bóndi í Þórlaugargerði]]. Hann var kvæntur frú [[Guðríður Helgadóttir|Guðríði Helgadóttur]] frá [[Gerði-stóra|Stóra-Gerði]] í Eyjum. Hún missti þennan mann sinn við slys í [[Hellisey]] sumarið 1883. Eina dóttur áttu þau, sem [[Rósa Hjartardóttir|Rósa]] hét. Hún erfði þennan rokk, og mörgum árum eftir fráfall hennar eignaðist Byggðarsafnið hann, með því að frú Guðríður Helgadóttir, móðir hennar, giftist síðar [[Einar Sveinsson í Þorlaugargerði|Einari Sveinssyni]] í Þórlaugargerði. Sonur þeirra var okkar góði samborgari [[Hjörtur Einarsson]] á [[Geitháls]]i (nr. 2) við [[Herjólfsgata|Herjólfsgötu]]. Frá konu hans, frú [[Katrín Sveinbjarnardóttir|Katrínu Sveinbjarnardóttur]], barst Byggðarsafninu rokkurinn.
* 620. ''Rokkur''. Frú [[Anna Tómasdóttir á Svalbarða|Anna Tómasdóttir]], kona [[Bjarni Jónsson á Svalbarða|Bjarna Jónssonar]], gjaldkera og útgerðarmanns að Svalbarða (milli [[Túngata|Túngötu]] og [[Birkihlíð]]ar, sunnan lóðar nr. 24 átti þennan rokk og notaði hann frá æskuárum sínum á Skammbeinsstöðum í Rangárvallasýslu (f. 1879).<br>
Bjarni Jónsson lét smíða skápinn utan um rokkinn og gaf síðan hvort tveggja Byggðarsafninu eftir fráfall konu sinnar eða árið 1956.
* 621. ''Rokkur'' með látúnsgjörð um hjólið. Þennan rokk smíðaði Þórður bóndi Þorsteinsson á Sléttabóli í AusturLandeyjum. Rokk þennan átti og notaði um tugi ára frú [[Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubóli|Ólöf Lárusdóttir]] húsfr. á Kirkjubóli á Kirkjubæjum, kona Guðjóns bónda Björnssonar. Frú [[Lára Guðjónsdóttir á Kirkjulandi|Lára Guðjónsdóttir]], húsfr. að Kirkjulandi við Birkihlíð (nr. 10 eða 12), dóttir þeirra hjóna, gaf Byggðarsafninu rokkinn.
* 622. ''Rokkur'' með málmgjörð um hjólið. Þennan rokk átti frú [[Sigurlaug Guðmundsdóttir]] í [[Miðgarður|Miðgarði]] (nr. 13 A) við Vestmannabraut. Frú Sigurlaug var húsfreyja á Kirkjubæum tugi ára. Maður hennar var [[Ísleifur Guðnason|Ísleifur bóndi Guðnason]]. Þau hættu búskap á Kirkjubæ árið 1919 og fékk þá [[Þorbjörn Guðjónsson]] jörðina til ábúðar. Frú [[Una Helgadóttir]], tengdadóttir þeirra hjóna, gaf Byggðarsafninu rokkinn.
* 623. ''Rokkur''. Þennan sérlega rokk smíðaði á fyrstu árum 20. aldarinnar Jón rennismiður Þórðarson, kallaður Hlíðarskáld. (f. 1862, d. 1926).
Rokkurinn er með „koparstelli“. Rokkinn átti upprunalega frú Sesselja Ingimundardóttir, kona Jóns kaupmanns Einarssonar á Gjábakka(nr. 8 við Bakkastíg). Sakir vináttu gaf hún rokkinn frú Helgu Skúladóttur, prestfrú á Kálfafellsstað í Suðursveit, sem var kona séra Péturs Jónssonar sóknarprests þar (d.1926). Frú Helga Skúladóttir var frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Hún lézt árið 1953 og þá 87 ára gömul.<br>
Við lát prestsfrúarinnar eignaðist frú [[Jarþrúður P. Johnsen]], dóttir prestshjónanna, rokkinn. Eins og Eyjabúum er kunnugt, var hún kona Sigfúsar M. Johnsen, fyrrverandi bæjarfógeta í Eyjum. Þau hjón gáfu Byggðarsafninu rokkinn.
* 624. ''Rokkur'', svartur að lit. Þennan rokk átti frú [[Guðríður Jónsdóttir]] frá Káragerði i Landeyjum, húsfr. á Heiði (nr. 34) við Heimagötu, kona
Sigurðar Sigurfinnssonar, hreppstjóra. Hún varð síðar kona Guðjóns Jónssonar, skipstjóra á Heiði (nr. 19) við [[Sólhlíð]]. (Hús þetta var oft nefnt Stóra-Heiði og var steinhús, sem skemmdist mikið í gjóskuregninu í Eyjum við eldgosið 1973 og var brotið niður til grunna sumarið 1975). Eftir fráfall Guðríðar Jónsdóttur kvæntist Guðjón skipstjóri [[Bjarngerði Ólafsdóttur|Bjarngerður Ólafsdóttir]]. Hún gaf Byggðarsafninu rokkinn eftir lát Guðjóns skipstjóra.
* 625 og 626. ''Rokkar''. Á fyrstu árum vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum fluttu til Eyja hjónin [[Ingimundur Jónsson]] og frú [[Kristín Hreinsdóttir]], öldruð að árum. Með þeim fluttu til Eyja tvær dætur þeirra, [[Margrét Ingimundardóttir|Margrét]] og [[Jónína Ingimundardóttir|Jónína]]. Eftir fráfall hjónanna bjuggu dæturnar hér í Eyjum um árabil, t.d. um tíma í [[Hólmgarður|Hólmgarði]] (nr. 12) við Vestmannabraut. Þær voru hinar nýtustu konur, sem unnu hér við framleiðslustörf, t.d. við fiskþvott, fiskþurrkun
o.s.frv. Á haustin og fram að vertíð unnu systurnar að tóskap svo að orð fór af. Árið 1953 voru þessar systur hættar erfiðisvinnu, enda var Margrét Ingimundardóttir þá orðin 84 ára og Jónína systir hennar 74 ára. Enn bjuggu þær þá saman í Hólmgarði. Um þetta bil sendu þær Byggðarsafninu rokkana sína, snældustólana og ullarkambana. Þessi tóvinnutæki þeirra systra eru hér til sýnis.
* 627. ''Rokkur''. Þennan rokk átti frú [[Ingigerður Bjarnadóttir á Lágafelli|Ingigerður Bjarnadóttir]], kona [[Magnús Árnason|Magnúsar Árnasonar]] innheimtumanns að [[Lágafell]]i (nr. 10) við Vestmannabraut. Magnús Árnason gaf Byggðarsafninu rokkinn eftir lát konu sinnar.
* 628. ''Rokkur''.  Þennan  rokk  átti fóstra mín, frú [[Stefanía Guðjónsdóttir]] að Hóli í Norðfirði. (Sjá [[Blik 1973]], bls. 76).
* 629. ''Rokkur''. Frú [[Guðrún Brandsdóttir á Bessastöðum|Guðrún Brandsdóttir]] heitir kona [[Eyjólfur Gíslason|Eyjólfs Gíslasonar]], fyrrv. bátaformanns eða skipstjóra, og bjuggu þau hjón á [[Bessastaðir|Bessastöðum]], íbúðarhúsi þeirra, sem stóð kippkorn austan við íbúðarhúsið að [[Gerði-stóra|Stóra-Gerði]]. Frú Guðrún var á yngri árum tóskaparkona mikil og hannyrðakona. Hún gaf Byggðarsafninu rokkinn.
* 630. ''Rokkur''. Þessi stóri rokkur var nefndur tog- eða tvinningarrokkur, enda notaður til þess að spinna tog eða tvinna band. Rokkinn átti og notaði [[Sigurður Guðbrandsson]] frá Stokkseyri. Hann dvaldist síðustu árin hjá dóttur sinni hér í bæ, frú [[Sigurbjörg Sigurðardóttir|Sigurbjörgu Sigurðardóttur]] að [[Helgafellsbraut]] 17. Rokkur þessi var smíðaður árið 1907.


[[Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga|II. hluti]]
[[Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga|II. hluti]]


{{Blik}}
{{Blik}}