„Blik 1953/Framfarafélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 173: Lína 173:
== Byggjum íshús ==
== Byggjum íshús ==
.
.
Formaður kvartaði yfir því, hve lítið væri unnið að jarðabótum það haust og hvatti til framtaks. Þá hreyfði formaður félagsins því nýmæli, að hér yrði byggt íshús og grennslaðist eftir, að hverju leyti félagið gæti tekið þátt í því fyrirtæki. Lagði hann til. að gerð yrði áætlun um byggingarkostnaðinn. Að loknum nokkrum umræðum var Sveinn Jónsson smiður kjör
Formaður kvartaði yfir því, hve lítið væri unnið að jarðabótum það haust og hvatti til framtaks. Þá hreyfði formaður félagsins því nýmæli, að hér yrði byggt íshús og grennslaðist eftir, að hverju leyti félagið gæti tekið þátt í því fyrirtæki. Lagði hann til. að gerð yrði áætlun um byggingarkostnaðinn. Að loknum nokkrum umræðum var Sveinn Jónsson smiður kjör ínn til þess að gera áætlun um byggingarkostnað íshússins, og skyldi leggja hana fyrir almennan fund Eyjamanna.
Sveinn Jónsson kaus sér Sigurð Sigurfinnsson til aðstoðar við gerð kostnaðaráætlunarinnar.
Í fundarlok hreyfði formaður því, að nauðsyn bæri til að festa kaup á salti og kolum handa Eyjamönnum. Ályktað var að leita álits almenns fundar um það atriði.
18. fundur félagsins var haldinn 26. sept. 1897 og sátu hann 13 félagsmenn.
Á þessu ári hafði sýslunefnd Vestmannaeyja útnefnt yfirskoðunarmann, er mæla skyldi og meta jarðabætur félagsmanna ásamt skoðunarmönnum félagsins. Það var Vigfús Pálsson Scheving, bóndi að Vilborgarstöðum. Hafði hann síðan þetta trúnaðarstarf á hendi fyrir sýslunefnd meðan Framfarafélagið var við lýði .
Enginn aðallundur var haldinn þetta ár. Hafði ekki orðið löglegur, þegar til hans var boðað. Um það bil, er hann skyldi haldast, segja tveir merkir félagsmenn sig úr félaginu, þeir nafnarnir  Gísli  Stefánsson og 
Gísli Engilbertsson.
Vorið 1898 varð ekki haldinn aðalfundur, þegar hann var auglýstur, sökum of lítillar fund¬arsóknar. Var það annað árið, sem það gerðist.
 
== Verkfærakaup ==
 
Á 19. fundi félagsins, sem haldinn var 1. maí 1898, var samþykkt að fela formanni að festa kaup á 10 járnkvíslum til þess að pæla með jarðveg. Það gerði hann fyrir haustið.
Á 21. fundi félagsins, 1. okt. 1899, var afráðið að kaupa 12 verkfæri til að hreinsa með illgresi úr matjurtagörðum.
Vorið eftir sagði Sigfús Árnason sig úr félaginu, en í það gekk Guðlaugur Jónsson bóndi að Stóragerði.
25. fundur félagsins var haldinn 12. maí 1901. Á þeim fundi var samþykkt að selja vagna félagsins hæstbjóðendum. Var svo gert. Þá var þar og samþykkt að kaupa skilvindu handa félagsmönnum. Mun það fyrsta skilvindan ,sem hingað var keypt.
 
== Fyrsta skilvindan ==
.
Á fundi félagsins um haustið (22. sept. 1901) skýrði formaður félagsins frá því, að hann hefði keypt skilvinduna (teg.: ,.Perfect") og hefði hún kostað kr. 110,62. Þá hafði hann einnig keypt 10 ,,gref" handa félagsmönnum til að hreinsa með illgresi úr görðum.
Formaðurinn geymdi skilvinduna  fyrir  félagsmenn  og höfðu þeir þar not af henni endurgjaldslaust, þegar þeir vildu. Utanfélagsmenn áttu þess einnig kost að nota hana, en greiða skyldi hver þeirra eina krónu fyrir notin til sumarmála næsta ár.
Hafnað var á fundi þessum að ganga í Búnaðarfélag Íslands. Vorið 1902 var afnotagjald fyrir skilvinduna fjórfaldað og hið sama fyrir félagsmenn sem utanfélagsmenn. Skyldi sú leiga gilda til fyrsta sumardags 1903.
Á fundi þessum var afráðið, að félagið skyldi hætta að eiga sjálft verkfærin. Skyldi „grefum", kvíslum og rekum skipt milli félagsmanna til eignar. Vorið 1903 var samþykkt að selja skilvindu félagsins, ef viðunandi boð fengist í hana. Sigurður, formaður félagsins, keypti skilvinduna á kr. 90,00. Munu þá margir bændur hér hafa þegar eignazt skilvindur vegna framtaks Framfarafélagsins.
 
== Verðlaun fyrir steinlímda brunna ==
 
Haustið 1903 voru félagsmenn 25. Það haust var á fundi 30. október, samþykkt, að félagið greiddi verðlaun fyrir „stein límda brunna", og yrðu verðlaunin 5 aurar á hvert rúmfet. Kom í ljós, að þau 10 ár, sem félagið hafði starfað, höfðu 16 brunnar    (vatnsgeymar)  verið gerðir, stærð samtals 2806 rúmfet
 
== Ráðunautur kemur hingað ==
 
23. des. 1903 samþykkti fundur félagsins, að það gengi í Búnaðarfélag Íslands. Jafnframt var formanni falið að útvega ráðunaut þess hingað á næsta sumri til leiðbeiningar í jarðyrkjustörfum og öðrum búnaðarframkvæmdum. Einar Helgason ráðunautur kom síðan hingað til Eyja fyrir atbeina félagsins í ágústmánuði 1904. Var þá rætt við hann um hið ræktaða land, aukna ræktun, hirðingu áburðar, skógrækt, hindrun sandfoks og uppblásturs o. fl. Það var algjör nýlunda að fá hingað búnaðarlærðan mann til skrafs og ráðagerða um búnaðarframfarir Eyjanna.
 
== Gengi dvínar. Hvað veldur? ==
 
Á þessum árum virðist viðhorf bænda til félagsins breytast, hugsjóna þess og stefnumarka. Að vísu hafði aldrei meir en helmingur jarðabænda hér verið í félaginu og fylkt sér undir merki þess og áhugamál. En nú er sem eitthvað nýtt grípi hug allra svo að áhugamál Framfarafélagsins þoka til hliðar, gengi þess fer dvínandi og tilvera þess verður erfiðari með hverju ári, sem líður. Erfitt reynist nú að ná saman lögleg