„Blik 1967/Gott er með góðu fólki“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 81: Lína 81:
Fór hér svo sem oft fyrr og síðar, að oft er fljótt að skipta sköpum. Og þótt mennirnir haldi sig geta hugsað fram í tímann og haldið nákvæmar áætlanir, reyna menn það ósjaldan, að óvænt er tekið í taumana o ; stýrt inn á aðrar leiðir en ætlunin var að fara. Og svo fór hér og víðar en ég kann gjörla skil á, því að hann var ekki fámennur hópurinn, sem svall sorg í sefa við að sjá á bak maka og fyrirvinnu fjölmennra fjölskyldna og ómegðar. En þótt við fáum hér að vita fæst um það, getum við farið nærri um, að þessir atburðir breyttu miklu í framtíðaráætlunum Jóns og Ingibjargar.
Fór hér svo sem oft fyrr og síðar, að oft er fljótt að skipta sköpum. Og þótt mennirnir haldi sig geta hugsað fram í tímann og haldið nákvæmar áætlanir, reyna menn það ósjaldan, að óvænt er tekið í taumana o ; stýrt inn á aðrar leiðir en ætlunin var að fara. Og svo fór hér og víðar en ég kann gjörla skil á, því að hann var ekki fámennur hópurinn, sem svall sorg í sefa við að sjá á bak maka og fyrirvinnu fjölmennra fjölskyldna og ómegðar. En þótt við fáum hér að vita fæst um það, getum við farið nærri um, að þessir atburðir breyttu miklu í framtíðaráætlunum Jóns og Ingibjargar.


:'''(8.)'''<br>
== Framhald ==
Guðmundur á Kirkjulandi, sem nú var orðinn töluvert við aldur og all mæddur, sá sér þann kost vænstan að kalla til sín Jón son sinn og biðja hann og ungu konuna hans að setjast í bú sitt með sér og dóttur sinni, sem þá var komin að falli.<br>
*[[Blik 1967/Gott er með góðu fólki II. hluti|Gott er með góðu fólki II. hluti]]
Létu Jón og Ingibjörg strax tilleiðast, því að aldrei þurfti að spyrja um fúsleika þeirra hjóna, né eftir að ganga, er til þeirra var leitað, til þess að leysa vandræði annarra, - hverra, sem í hlut áttu. En hér áttu nánustu ættingjar hlut að máli og líklega engra jafngóðra kosta völ sem þeirra, úr því sem komið var, en að festa ráð sitt í sveitinni. Og þau byrjuðu þá um vorið búskap sinn á Kirkjulandi.<br>
Þar voru fyrir í heimili auk feðginanna, Katrín, sem fyrr er getið, og einnig mæðgur tvær, fullorðin kona, Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Jónsdóttir um fermingu. Byrjuðu ungu hjónin með sjö manns í heimili og hefur margur byrjað með minna og fjölgaði bráðum, því að bráðlega kom að því, að Guðrún yrði léttari.
Þetta sumar ól hún dóttur, sem látin var heita Jónína eftir föður sínum. Hún var ljós yfirlitum, vel á sig komin og hin mesta fríðleikskona, er hún komst á legg. Varð hún fyrri kona Guðmundar Tómassonar skipstjóra, en hjónaband þeirra varð stutt. Hún lézt af barnsförum 10. maí 1919 eftir rúmlega tveggja ára hjónaband, - og dó barnið litlu síðar. Jónína var mikil mannkosta kona og öllum harmdauði, sem henni kynntust.
 
Átta vikum eftir að Jónína fæddist, ól Ingibjörg manni sínum son, sem skírður var Jón Jóhann og jafnan af vinum og kunningjum kallaður Hanni. Og hálfu öðru ári síðar fæddist þeim hjónum dóttir, sem skírð var Margrét Marta.
 
Liðu svo tímar fram, og bjuggu þau hjónin við sæmilegan kost og undu glöð við sitt, enda var innileg heimilisánægja, djúp en eðlileg, eitt af því sem fyrst og fremst einkenndi samlíf þeirra alla tíð. Þau voru hvorki fátæk né rík og kepptu aldrei eftir þessa heims auði, heldur aðeins að mega fá sinn deilda verð, svo að þau mættu vera veitandi fremur en bónbjargarfólk. Og þeim var gefið að komast þannig af, en með stakri iðni þó og nýtni á öllum sviðum. Ennfremur var þeim báðum gefin sú gleði hjartans, sem veit sig örugga í trausti til handleiðslu forsjónarinnar, en öll þvílík gleði gjörir fátæka menn ríka og auðuga menn hamingjusama. En þetta er einmitt sá lífsförunautur, sem ann því að mega blanda geði við aðra, fyrst og fremst svo, að þeim megi vinnast til góðs og farsældar.<br>
A Kirkjulandi bjuggu þau um fimm ára skeið.
 
:'''9.'''<br>
Ósjaldan fá menn að þreifa á merkilegum staðreyndum, sem hvergi gerast annars staðar en í lífi fátækra þjóða, sem mestan sinn aldur eiga í vök að verjast um afkomu sína til hnífs og skeiðar. Og þótt mönnum finnist e.t.v. flestum það vera rislágt athafnalíf, sem einkum seilist eftir munnbitanum til þess að seðja hungur sitt með og metur til munnbita einungis hvaðeina, sem lífsbaráttan reynir að gylla fyrirr mönnum, og muni þá líka hugsjónir og andlegur þroski vissulega fara þar eftir í lákúru og afdalaskap, reka menn sig engu að síður miskunnarlaust á þann lygilega sannleika, að þar gefur að líta fólk, sem þrátt fyrir nauman kost til fæðis og klæðis, kemur fram við gesti sína og gangandi af svo siðfágaðri rausn og velvild, sem ætti helzt að þekkjast í kóngshöll og alls ekki í koti karls eða kerlingar. En þetta kennir nú okkur okkar eigin saga og betur en nokkru sinni fyrr vegna hinna breyttu tíma. En sagan kennir okkur, að fyrir ofgnægð hafa menn gleymt því, að í hverjum munnbita er falinn fjársjóður vinnandi handa og framtaks. En hvað hugsjónir og andlegan menningarþroska snertir, náðu okkar andlegu afrek mestu gengi, einmitt meðan verðgildi munnbitans stóð hvað hæst í mati og nær eingöngu vegna skortsins, er beið við hvers manns dyr og vegna meðfæddrar óbeitar á að komast á vonarvöl.<br>
Enginn óskar eftir þessum tímum aftur. Og enginn skilur af hverju þetta skuli hafa verið svona. Hvað er það, sem rekur menn til þess í sulti og neyð að fara að skrifa á blað einhver fræði, sem aldrei verða lögð sér til munns? Það veit enginn, en svona er nú þetta samt.<br>
Menn eiga líka erfitt með að skilja hina miklu seiglu, ósérplægni og úthald fólksins í baráttu við veður og vinda, myrkur og kulda, sem ber langt af því, sem við þekkjum í vesældinni, þrátt fyrir kappleikahallirnar og íþróttatækin og þrátt fyrir öll landsmótin innan lands sem utan. Það er sem ég sjái nútímamennina keppa við barningsmenn fyrri tíma og bera sigur af hólmi, hvort sem við rok eða reiðan sjó er að etja, eða tefla þarf upp á líf og dauða við skort á munnbitunum. En var það ekki þessi harða og látlausa barátta, sem gerði forfeður okkar að mönnum, en sem því miður skaut vafasömum grillum í kollin á þeim um, að hið eftirsóknarverðasta væri það að geta gefið börnum sínum og afkomendum, helzt um ófyrirsjáanlegan tíma, frían farmi& gegnum lífið - og heitt og kalt eftir þörfum, - já, heit og köld þægindi eftir kenjum okkar og rellum.
 


{{Blik}}
{{Blik}}