„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Skólaslit Stýrimannaskólans í Vm“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><big><center>'''Skólaslit Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum'''</center></big></big></big> <br><br> Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum var slitið 12. maí 1984. 12...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 8: Lína 8:
Markús B. Þorgeirsson skipstjóri var viðstaddur skólaslit.<br>
Markús B. Þorgeirsson skipstjóri var viðstaddur skólaslit.<br>
Af nýjum kennurum við skólann má nefna Sigurgeir Jónsson sem var fastur kennari (og auk þess nemandi í II. stigi). Nýir stundakennarar voru Hjálmar Brynjúlfsson, Grímur Gíslason, Þorbjörn Pálsson og Einar Jónsson.
Af nýjum kennurum við skólann má nefna Sigurgeir Jónsson sem var fastur kennari (og auk þess nemandi í II. stigi). Nýir stundakennarar voru Hjálmar Brynjúlfsson, Grímur Gíslason, Þorbjörn Pálsson og Einar Jónsson.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-23 at 08.22.48.png|500px|center]]


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 23. ágúst 2017 kl. 08:55

Skólaslit Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum



Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum var slitið 12. maí 1984. 12 nemendur luku prófum I. stigs. Hæstur í I. stigi varð Roland Bucholz frá Grindavík með meðaleinkunnina 9,13, annar varð Ólafur Þ. Ólafsson Vestmannaeyjum með 8,63 og þriðji Olgeir Sigurðsson frá Húsavík með 8.53. Meðaleinkunnin í I. stigi var 7,75.
Í II. stigi luku 11 nemendur prófi. Hæstur varð Sigurgeir Pétursson frá Vopnafirði með meðaleinkunnina 9,40, annar varð Sigurgeir Jónsson Vestmannaeyjum með 9,10 og þriðji Einar Sigþórsson Vestmannaeyjum með 8,88. Meðaleinkunn II. stigs var 7,85.
Á skólaslitum voru veittar ýmsar viðurkenningar og verðlaun. Sigurður Einarsson útgerðarmaður gaf barómet sem viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í II. stigi og hlaut það Sigurgeir Pétursson. Úr verðlaunasjóði hjónanna Ástu og Friðfinns Finnssonar voru gefnar Skipabækur Fjölva fyrir ástundun og framfarir í námi og hlutu þeir Sigurgeir Pétursson og Sigurbjörn Árnason frá Vestmannaeyjum. Rotaryklúbbur Vestmannaeyja veitti verðlaun fyrir hæstu einkunn í íslensku og hlaut þau Sigurgeir Pétursson. Þá verður honum einnig afhent Verðandaúrið á sjómannadaginn.
Á skólaslitum gaf Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð skólanum veglegt safn bátamynda til minningar um foreldra sína þau Björn Bjarnason og Ingibjörgu Ólafsdóttur.
Hugrún Davíðsdóttir gaf til minningar um unnusta sinn Hjört Jónsson kafarabúning hans og Tryggingamiðstöðin gaf skólanum annan slíkan.
Markús B. Þorgeirsson skipstjóri var viðstaddur skólaslit.
Af nýjum kennurum við skólann má nefna Sigurgeir Jónsson sem var fastur kennari (og auk þess nemandi í II. stigi). Nýir stundakennarar voru Hjálmar Brynjúlfsson, Grímur Gíslason, Þorbjörn Pálsson og Einar Jónsson.