„Blik 1953/Keðjan í Geldungnum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> Í byggðasafni kaupstaðarins er járnfesti, er vekja má athygli. Festi þessi lá í 54 ár upp ú Kórnum í Geldungnum. Hún var lögð þar í júnímánuði 1898 og tekin þa...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2009 kl. 16:00


Í byggðasafni kaupstaðarins er járnfesti, er vekja má athygli. Festi þessi lá í 54 ár upp ú Kórnum í Geldungnum. Hún var lögð þar í júnímánuði 1898 og tekin þaðan vegna slits á s. l. ári. Þessir Eyjamenn lögðu festi þessa: Magnús Guðmundsson frá Vestúrhúsum Gísli Lárusson frá Stakagerði, Guðjón Eyjólfsson frá Kirkjubæ og Ó1afur Ólafsson frá London.
Í jarðskjálftanum mikla árið 1896 hrundu bogagöngin milli dranga þeirra, sem nú eru nefndir Stóri og LitliGeldungur. Varð þá miklum erfiðleikum bundið að komast upp á StóraGeldung, þar sem áður var farið upp á LitlaGeldung greið færan veg og síðan gengið yfir bogabrúná á StóraGeldung. Landssjóður kostaði för þeirra félaga og verkið við að leggja festina upp á Geldung, enda fengu stjórnarvöldin Magnús og Gísla til að vinna verkið. Laun voru 29 aurar á klukkustund til hvors. Þeir voru 4 stundir að klífa upp bergið. Ráku þeir nokkra járnpolla í það á leið sinni upp og notuðu planka, 8 álna langan, til að komast á upp úr sjálfum Kórnum.
Eftir að brún bergsins var náð, hleyptu þeir félagar niður kaðli og fóru síðan lærvað nið-ur aftur. Kaðallinn var svo lát-inn liggja niður bergið og not-aður til stuðnings við að leggja járnfestiná. Það var gert ein-hvern næstu daga eftir að berg-ið var klifið.

                           Þ. Þ. V.

(Heimildarmaður Magnús Guð-mundsson, Vesturhúsum).