„Blik 1969/Hetjan fótalausa og eiginkonan, II. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 56: Lína 56:
tilverunnar hér í þessum heimi. Sigurður Ólafsson beykir var 61 árs, er hann hvarf til feðra sinna. Það var árið 1855. Þá hafði Guðrún kona hans dvalizt fjærri honum nokkur ár, hvernig svo sem á því stóð. Hún dvaldist norður á Sævarenda í Loðmundarfirði hjá dóttur sinni Sigríði, húsfreyju þar.
tilverunnar hér í þessum heimi. Sigurður Ólafsson beykir var 61 árs, er hann hvarf til feðra sinna. Það var árið 1855. Þá hafði Guðrún kona hans dvalizt fjærri honum nokkur ár, hvernig svo sem á því stóð. Hún dvaldist norður á Sævarenda í Loðmundarfirði hjá dóttur sinni Sigríði, húsfreyju þar.


== III ==
Tvær dætur þeirra hjóna, Sigurðar beykis Ólafssonar og Guðrúnar Ásmundsdóttur koma hér við sögu mína: Sigríður, hin kunna húsfreyja á Sævarenda, og Eleonóra Sigurðardóttir, sem var 5 árum yngri.
Sigríður Sigurðardóttir giftist Einari Eiríkssyni frá Borg í Skriðdal. Þau hjón fengu fyrst til ábúðar jörðina Bárðarstaði í Loðmundarfirði árið 1862 eftir nokkra hrakninga milli jarða. Á Bárðarstöðum bjuggu þau í 9 ár. Þá fluttu þau að Sævarenda í sömu sveit. Þar bjuggu þau hjón um áratugi og gerðu garðinn þann frægan um Austfirði og Hérað fyrir manngæzku og hjálpsemi, góðvild og fórnarlund.


Á fyrsta tug 19. aldarinnar gerðist Richard Long verzlunarstjóri á Eskifirði. Hann var enskur að ætt og uppruna, fæddur í Englandi 1782, en ólst upp í Danmörku.
Árið 1807 ól Kristín nokkur Þórarinsdóttir verzlunarstjóranum son. Sá hlaut nafnið Kristján Long, - Kristján Long Richardsson, síðan skrifaður Kristján Longsson.
Árið 1810 gekk Richard verzlunarstjóri að eiga ekkjuna Þórunni Þorleifsdóttur, áður kona Runólfs Eiríkssonar frá Kleif í Fljótsdal. Sama árið og hann kvæntist henni, ól Kristín Þórarinsdóttir annan son, sem hún kenndi einnig
verzlunarstjóranum. Sá sveinn hlaut nafn móðurafa síns, var skírður Þórarinn, - Þórarinn Longsson, afi merkra Íslendinga og listamanna, bræðranna Richards Jónssonar, myndhöggvara, Finns Jónssonar, listmálara og bræðra þeirra, Karls læknis og Georgs bónda.
Þórarinn Longsson bjó að Núpi á Berufjarðarströnd og var kvæntur Lísbet Jónsdóttur frá Núpshjáleigu. Sonur þeirra hjóna var Jón faðir þeirra bræðranna, sem ég nefndi.
Eleonóra Sigurðardóttir beykis Ólafssonar giftist Kristjáni Longssyni, bróður Þórarins bónda á Núpi. Hjón þau bjuggu í húsmennsku að Bakkagerði í Reyðarfirði. Þau eignuðust þrjár dætur: Þórunni, Maríu og Guðrúnu, - Guðrúnu Kristjánsdóttir, sem í fyllingu tímans varð eiginkona Jóns fótalausa frá Gestshúsum í Bessastaðasókn. Þannig voru þau Guðrún og Jón Þórarinsson, faðir bræðranna, bræðrabörn.
Guðrún Kristjánsdóttir fæddist að Bakkagerði í Reyðarfirði 26. apríl 1866. Foreldrar hennar bjuggu þarna í húsmennsku, snautt fólk og umkomulítið. Mikið vantaði á, að fjölskylda þessi gæti talizt hafa til hnífs og skeiðar.
Kristján Longsson, húsmaður í Bakkagerði, lézt 19. júní 1870. Þá fauk í flest skjól fyrir þessari fjölskyldu. Börnin voru tekin af móðurinni og þeim ráðstafað til vandalausra fram yfir tekt. Móðirin gerðist vinnukona hjá bóndahjónum þar
í sveit.
Þegar faðirinn féll frá, var Þórunn, elzta dóttirin í Bakkagerði, 14 ára
ára og fermdist þá um vorið. Stuttur var því orðinn á henni ómagahálsinn. Tveim árum síðar er hún orðin vinnukona hjá kaupmannshjónum á Eskifirði, Karli Túliníusi og Guðrúnu Þórarinsdóttur, systur séra Þorsteins Þórarinssonar í Heydölum. Hér leið henni vel hjá gæðakonunni frú Guðrúnu.
Næstu 12 árin var Þórunn Kristjánsdóttir síðan vinnukona á ýmsum heimilum í Eskifjarðarkaupstað og þar í grennd, eða þar til hún fluttist 28 ára gömul frá Lambeyri í Eskifirði norður að Sævarenda í Loðmundarfirði, þar sem móðursystir hennar var húsfreyja og amma hennar, Guðrún Ásmundsdóttir, dvaldist í skjóli dóttur sinnar. Þar var þá einnig yngsta systir Þórunnar, Guðrún Kristjánsdóttir, 18 ára, fósturdóttir hjónanna Sigríðar húsfreyju og Einars bónda Eiríkssonar. -
Þetta var árið 1884.
Hjónin á Sævarenda eignuðust tvo sonu, Sigurð og Finn. Finnur Einarsson bjó um árabil á Sævarenda á heimili foreldra sinna, stoð þeirra og stytta; kunnur merkismaður og drengur góður. Hann kvæntist ekki og lézt 6 árum fyrr en foreldrar hans eða 1914. Foreldrar hans létust með stuttu millibili árið 1920.
Sigurður Einarsson, eldri sonurinn á Sævarenda, og Þórunn Kristjánsdóttir, systrabörnin, fóru saman til Ameríku árið 1887. Ekki get ég sannað, hvernig á því samfloti stóð, þó að ég geri mér það í grun.
Ekki veit ég framtíð Þórunnar Kristjánsdóttur í Ameríku, en eftir 6 ár kom Sigurður Einarsson einn síns liðs heim aftur og kvæntist þá Arnbjörgu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, systur Ingibjargar Stefánsdóttur húsfreyju þar. Sigurður lézt tæplega miðaldra maður.
Þessa fólks get ég hér sökum tengsla þess við Guðrúnu Kristjánsdóttur á uppvaxtarárum hennar í Loðmundarfirði, og þeirrar velvildar og þess styrks, er hún naut jafnan hjá því, er lífið sjálft, tilveran, reyndi á hana til hins ýtrasta.
Þegar Kristján húsmaður féll frá, var miðdóttirin í Bakkagerði 11 ára. Hjónin á Kollaleirum í Reyðarfirði, Sigurður Oddsson og Eygerður Eiríksdóttir, tóku hana til fósturs, enda var Eygerður húsfreyja vildarvinkona Eleonóru móður Kristínar. Á Kollaleirum dvaldist Kristín Kristjánsdóttir síðan til sjálfsbjargar aldurs.
Við fráfall manns síns gerðist Eleonóra móðir systranna vinnukona á Seljateigi í Reyðarfirði. Þaðan fluttist hún síðar norður yfir Oddsskarð og gerðist vinnukona á Skorrastað í Norðfirði. Þá var bóndi í Neðri-Miðbæ þar í sveit Björn Jónsson,
sem misst hafði Halldóru Sigurðardóttur konu sína fyrir nokkrum árum. Þau voru áður hjón á Sandvíkurseli. Árið 1877 réðst Eleonóra Sigurðardóttir ráðskona til Björns ekkils Jónssonar í Neðri-Miðbæ. Eftir tveggja ára „reynslutíma“ kvæntist
Björn bóndi ráðskonu sinni. Brúðkaupið átti sér stað 22. maí 1879.
Eleonóra Sigurðardóttir húsfreyja í Neðri-Miðbæ lézt 11. jan. 1884.
Þegar Eleonóra réðst ráðskona til Björns bónda, fluttist Kristín María dóttir hennar norður að Miðbæ og gerðist vinnukona hjá Birni bónda. Þeirri vist hélt hún, þar til móðir hennar féll frá. Þá hvarf Kristín úr vinnukonuvistinni í Neðri-Miðbæ.
IV
Þá kem ég að yngstu dótturinni frá Bakkagerði, henni Guðrúnu Kristjánsdóttur, sem forsjónin hafði ætlað það hlutskipti og hlutverk í lífinu að verða lífsförunautur Jóns fótalausa Sigurðssonar, stoð hans og stytta, hjúkrari og líkngjafi í þrautum og þjarki ofurharðrar lífsbaráttu um tugi ára.
Þegar faðir Guðrúnar, Kristján Longsson húsmaður í Bakkagerði, andaðist, var hún aðeins fjögurra ára. Þá urðu þær mæðgurnar að skiljast að. Hjónin á Stuðlum í
Reyðarfirði, Eyjólfur hreppstjóri Þorsteinsson og Guðrún Jónsdóttir, foreldrar Kristrúnar, fyrstu ástmeyjar Jónasar skálds Þorsteinssonar, (Sjá [[Blik 1967]]) tóku þetta litla stúlkubarn frá Bakkagerði til sín og höfðu það í fóstri fyrsta árið eftir fráfall föðurins. Sveitin gaf með barninu, og hún var því „niðursetn
ingur“ eða „sveitarómagi“.
Eftir ársdvöl á Stuðlum var litla stúlkan flutt alla leiðina norður að Sævarenda í Loðmundarfirði. Þangað hafði móðirin komið henni í fóstur til systur sinnar, Sigríðar húsfreyju. Hjá hinum mætu hjónum á Sævarenda, Sigríði og Einari, leið
barninu vel. Og þarna var amma hennar, Guðrún Ásmundsdóttir, fyrir á heimilinu, eins og áður getur. Á Sævarenda dvaldist Guðrún Kristjánsdóttir síðan yfir 20 ár eða þar til hún í fyllingu tímans felldi ást og líknarhug til Jóns Sigurðssonar fótalausa.
=== V ===
Er Jón Sigurðsson hafði brölt eða


{{Blik}}
{{Blik}}
11.675

breytingar

Leiðsagnarval