„Margrét Guðnadóttir (Boðaslóð)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Margrét Guðnadóttir''' frá Grímsstöðum við Skólaveg 27, húsfreyja, leikskólakennari, listamaður, kaupmaður fæddist 21. febrúar 1951 að Boðaslóð 2.<br> Foreldrar hennar voru Guðni Rósmundsson frá Skála (Litla-Hlaðbæ), sjómaður, stýrimaður, f. 26. nóvember 1926, drukknaði 23. febrúar 1953, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stella) frá Boð...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. maí 2024 kl. 17:26

Margrét Guðnadóttir frá Grímsstöðum við Skólaveg 27, húsfreyja, leikskólakennari, listamaður, kaupmaður fæddist 21. febrúar 1951 að Boðaslóð 2.
Foreldrar hennar voru Guðni Rósmundsson frá Skála (Litla-Hlaðbæ), sjómaður, stýrimaður, f. 26. nóvember 1926, drukknaði 23. febrúar 1953, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stella) frá Boðaslóð 2, húsfreyja, talsímakona, f. 7. febrúar 1929.

Börn Sigurbjargar og Guðna:
1. Sigurður Guðnason húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 18. desember 1949 að Boðaslóð 2. Kona hans er Guðlaug Pálsdóttir frá Hvassafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. maí 1952.
2. Margrét Guðnadóttir leikskólakennari, listamaður, kaupkona í versluninni Kirsuberjatréð ásamt fleiri, f. 21. febrúar 1951 að Boðaslóð 2. Maður hennar er Uggi Þórður Agnarsson læknir í Reykjavík, f. 19. nóvember 1949.

Þau Uggi giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.

I. Maður Margrétar, (6. júlí 1974), er Uggi Þórður Agnarsson, læknir, f. 19. nóvember 1949. Foreldrar hans Agnar Þórðarson, cand. mag., rithöfundur, bókavörður í Rvk, f. 11. september 1917, d. 12. ágúst 2006, og kona hans Hildigunnur Hjálmarsdóttir, innheimtustjóri, f. 20. mars 1920, d. 19. mars 2022.
Börn þeirra:
1. Ísold Uggadóttir, háskólanemi, f. 9. júní 1975 í Rvk.
2. Úlfur Uggason, matreiðslumaður í Rvk, f. 13. október 1976 í Rvk.
3. Embla Uggadóttir, nemi, f. 21. nóvember 1987 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.