„Sigurður Guðnason (húsgagnasmíðameistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Guðnason''' húsgagnasmíðameistari fæddist 18. desember 1949 að Boðaslóð 2.<br> Foreldrar hans voru Guðni Rósmundsson frá Skála (Litla-Hlaðbæ), sjómaður, stýrimaður, f. 26. nóvember 1926, drukknaði 23. febrúar 1953, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stella) frá Boðaslóð 2, húsfreyja, talsímakona á Símstöð Vestmannaeyja|Símstöðin...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. maí 2024 kl. 17:01

Sigurður Guðnason húsgagnasmíðameistari fæddist 18. desember 1949 að Boðaslóð 2.
Foreldrar hans voru Guðni Rósmundsson frá Skála (Litla-Hlaðbæ), sjómaður, stýrimaður, f. 26. nóvember 1926, drukknaði 23. febrúar 1953, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stella) frá Boðaslóð 2, húsfreyja, talsímakona á Símstöðinni, f. 7. febrúar 1929.

Börn Sigurbjargar og Guðna:
1. Sigurður Guðnason húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 18. desember 1949 að Boðaslóð 2. Kona hans er Guðlaug Pálsdóttir frá Hvassafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. maí 1952.
2. Margrét Guðnadóttir leikskólakennari, listamaður, kaupkona í versluninni Kirsuberjatréð ásamt fleiri, f. 21. febrúar 1951 að Boðaslóð 2. Maður hennar er Uggi Þórður Agnarsson læknir í Reykjavík, f. 19. nóvember 1949.

Sigurður lærði húsgagnasmíði og varð meistari.
Hann flutti til Rvk.
Þau Guðlaug giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Sigurðar, (1. apríl 1972), er Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. maí 1952 að Núpakoti u. Eyjafjöllum. Foreldrar hennar Páll Magnússon á Hvassafelli u. Eyjafjöllum, f. 27. nóvember 1922, d. 8. mars 1998, og Vilborg Sigurjónsdóttir, húsfreyja, f. 8. nóvember 1930, d. 4. nóvember 2010.
Börn þeirra:
1. Margrét Rós Sigurðardóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, f. 1. desember 1971 í Rvk. Sambúðarmaður hennar Ríkharður Kristinsson.
2. Guðni Páll Sigurðsson, menntaskólanemi, f. 26. september 1978 í Rvk.
3. Heiðrún Sigurðardóttir, menntaskólanemi, f. 22. maí 1981 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.