„Hólmfríður Helgadóttir (Sólvangi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Hólmfríður Helgadóttir (Sólvangi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 4: Lína 4:


Börn Jósefínu og Helga Bjarna:<br>
Börn Jósefínu og Helga Bjarna:<br>
1. [[Guðrún Helgadóttir (Sólvangi)|Guðrún Helgadóttir]] hjúkrunarfræðingur í Eyjum og Hveragerði, f. 11. júní 1914, d. 14. júní 2000. Maður hennar [[Ársæll Karlsson]] vélstjóri.<br>
1. [[Guðrún Helgadóttir (Sólvangi)|Guðrún Helgadóttir]] hjúkrunarfræðingur í Eyjum og Hveragerði, f. 11. júní 1914, d. 14. júní 2000. Maður hennar [[Ársæll Karlsson (vélstjóri)|Ársæll Karlsson]] vélstjóri.<br>
2. [[Kristín Helgadóttir (Sólvangi)|Kristín Helgadóttir]] húsfreyja, f. 6. nóvember 1918, d. 10. júní 2005. Maður hennar [[Haraldur Sigurðsson (vélvirki)|Haraldur Sigurðsson]] vélstjóri, vélvirki.<br>
2. [[Kristín Helgadóttir (Sólvangi)|Kristín Helgadóttir]] húsfreyja, f. 6. nóvember 1918, d. 10. júní 2005. Maður hennar [[Haraldur Sigurðsson (vélvirki)|Haraldur Sigurðsson]] vélstjóri, vélvirki.<br>
3. [[Hólmfríður Helgadóttir (Sólvangi)| Hólmfríður Helgadóttir]]
3. [[Hólmfríður Helgadóttir (Sólvangi)| Hólmfríður Helgadóttir]]

Núverandi breyting frá og með 10. janúar 2024 kl. 15:26

Hólmfríður Helgadóttir.

Hómfríður Helgadóttir frá Sólvangi við Kirkjugeg 29, húsfreyja, verkakona fæddist 7. mars 1921 á Glæsivöllum í Miðdölum og lést 8. september 2009 á Landakotsspítala í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Helgi Bjarni Jónsson bóndi, smiður á Jarðlangsstöðum á Mýrum og Glæsivöllum í Miðdölum, f. 27. febrúar 1881, d. 13. janúar 1943, og kona hans Jósefína Sigurðardóttir húsfreyja, vökukona á Sjúkrahúsinu, síðar fiskiðnaðarkona, f. 19. apríl 1892, d. 25. nóvember 1971.

Börn Jósefínu og Helga Bjarna:
1. Guðrún Helgadóttir hjúkrunarfræðingur í Eyjum og Hveragerði, f. 11. júní 1914, d. 14. júní 2000. Maður hennar Ársæll Karlsson vélstjóri.
2. Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1918, d. 10. júní 2005. Maður hennar Haraldur Sigurðsson vélstjóri, vélvirki.
3. Hólmfríður Helgadóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 7. mars 1921, d. 8. september 2009. Maður hennar Kristján Fr. Kristjánsson verslunarmaður.
4. Halldóra Helgadóttir lyfjatæknir, verslunarmaður, f. 16. ágúst 1922, d. 1. maí 1993.Barnsfaðir hennar Haraldur Steingrímsson rafvirki.
5. Þrúður Helgadóttir húsfreyja á Hellu, Rang., f. 26. júlí 1925, d. 18. nóvember 2005. Maður hennar Óskar Þorsteinn Einarsson húsasmiður, verkstjóri.

Hólmfríður var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1922.
Hún átti lengi sumardvöl á barnsaldri á Eystri-Hól í V.-Landeyjum.
Hólmfríður vann ýmis störf, en að síðustu starfaði hún á röntgendeild Borgarspítalans.
Þau Kristján giftu sig 1957. Þau voru barnlaus, en Kristján átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu í Reykjavík. Eftir lát Kristjáns hélt Hólmfríður heimili að Bólstaðarhlíð 62 með Halldóru systur sinni þar til Halldóra lést 1993. Hún bjó þar síðast.

I. Maður Hólmfríðar , (1957), var Kristján Fr. Kristjánsson frá Hvammi í Dýrafirði, kaupmaður, verslunarmaður, f. þar 27. ágúst 1903, d. 24. maí 1971. Foreldrar hans voru Kristján Sigurður Kristjánsson verslunarmaður, rithöfundur, kennari, f. 18. október 1875, d. 6. ágúst 1961, og kona hans Guðrún Þorbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1883, d. 6. mars 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.