„Unnur VE-80“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 11. ágúst 2006 kl. 11:17

Mótorbáturinn Unnur VE-80 kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru. Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél. Fimm voru eigendur að Unni. Formaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, Geir Guðmundsson Geirlandi, Friðrik Svipmundsson Löndum, Þórarinn Gíslason Lundi og Þorsteinn Jónsson í Jómsborg sem var vélamaður.