„Ritverk Árna Árnasonar/Magnús Magnússon (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''''<big>Kynning.</big>''''' '''Magnús Magnússon''' trésmíðameistari frá Vesturhúsum fæddist 12. september 1905 og lést 26. maí 1978.<br> Foreldrar hans voru [[Magnús...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Magnús Magnússon1.jpg|thumb|300px|''Magnús Magnússon.'']]
'''''<big>Kynning.</big>'''''
'''''<big>Kynning.</big>'''''


'''Magnús Magnússon''' trésmíðameistari frá [[Vesturhús]]um fæddist 12. september 1905 og lést 26. maí 1978.<br>
'''Magnús Magnússon''' trésmíðameistari frá [[Vesturhús]]um fæddist 12. september 1905 og lést 26. maí 1978.<br>
Foreldrar hans voru [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús Guðmundsson]] bóndi og formaður á Vesturhúsum, f. 27. júní  1872, d. 24. apríl 1955, og kona hans [[Jórunn Hannesdóttir (Vesturhúsum)|Jórunn Hannesdóttir]] húsfreyja, f. 30. september 1879, d. 24. janúar 1962.<br>
Foreldrar hans voru [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús Guðmundsson]] bóndi og formaður á Vesturhúsum, f. 27. júní  1872, d. 24. apríl 1955, og kona hans [[Jórunn Hannesdóttir (Vesturhúsum)|Jórunn Hannesdóttir]] húsfreyja, f. 30. september 1879, d. 24. janúar 1962.<br>
Börn Jórunnar og Magnúsar voru:<br>
1. [[Hansína Árný Magnúsdóttir (Dölum)|Hansína Árný Magnúsdóttir]], f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980, kona [[Ársæll Grímsson (Dölum)|Ársæls Grímssonar]].<br>
2. [[Magnús Magnússon|Magnús]], f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978, kvæntur [[Kristín Ásmundsdóttir (húsfreyja)|Kristínu Ásmundsdóttur]].<br>
3. [[Nanna Magnúsdóttir (Vesturhúsum)|Nanna Magnúsdóttir]], f. 12. september 1905, d. 9. september 1975, gift [[Helgi Benónýsson|Helga Benónýssyni]].<br>
4. [[Guðmundur Magnússon (Vesturhúsum)|Guðmundur Magnússon]], f. 20. september 1916, d. 18. ágúst 1936.<br>


Magnús var menntaður húsasmiður og húsgagnasmiður. Hann var mjög virkur húsameistari. Eitt af fyrstu og stærstu byggingunum, sem hann ábyrgðist var Hraðfrystistöðin. <br>  
Magnús var menntaður húsasmiður og húsgagnasmiður. Hann var mjög virkur húsameistari. Eitt af fyrstu og stærstu byggingunum, sem hann ábyrgðist var Hraðfrystistöðin. <br>  
Lína 11: Lína 18:


Börn Magnúsar og Kristínar:<br>
Börn Magnúsar og Kristínar:<br>
1. [[Helgi Jón Magnússon (Heiði)|Helgi Jón]], f. 20. febrúar 1934, kvæntur [[Unnur Tómasdóttir (kennari)|Unni Tómasdóttur]].<br>
1. Emma Ása Magnúsdóttir, f. 25. júlí 1931 í [[Heiðarbýli|Heiðarbýli, Brekastíg 6]], d. 17. mars 1932.<br>
2. [[Ása Emma Magnúsdóttir (Heiði)|Ása Emma]], f. 22. júní 1939, d. 13. apríl 1986, gift [[Guðmundur Loftsson|Guðmundi Loftssyni]].<br>
2. [[Helgi Jón Magnússon (Heiði)|Helgi]], f. 22. febrúar 1934, kvæntur [[Unnur Tómasdóttir (kennari)|Unni Tómasdóttur]], f. 29. mars 1943.<br>
3. [[Petra Magnúsdóttir (Heiði)|Petra]], f. 13. október 1945, gift [[Þorkell Þorsteinsson|Þorkeli Þorsteinssyni]].<br>
3. [[Ása Emma Magnúsdóttir (Heiði)|Ása]], f. 22. júní 1939, d. 13. apríl 1986. Hún var gift [[Guðmundur Loftsson (bifvélavirki)|Guðmundi Marinó Loftssyni]], f. 3. nóvember 1942. <br>
4. [[Petra Magnúsdóttir (Heiði)|Petra]], f. 13. október 1945, gift Þorkeli Þorkelssyni, f. 22. mars 1946.<br>


'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br>
'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br>
Lína 26: Lína 34:
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*[[Unnur Tómasdóttir (kennari)|Unnur Tómasdóttir]].}}
*[[Unnur Tómasdóttir (kennari)|Unnur Tómasdóttir]].}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}

Núverandi breyting frá og með 1. júlí 2020 kl. 12:14

Magnús Magnússon.

Kynning.

Magnús Magnússon trésmíðameistari frá Vesturhúsum fæddist 12. september 1905 og lést 26. maí 1978.
Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson bóndi og formaður á Vesturhúsum, f. 27. júní 1872, d. 24. apríl 1955, og kona hans Jórunn Hannesdóttir húsfreyja, f. 30. september 1879, d. 24. janúar 1962.

Börn Jórunnar og Magnúsar voru:
1. Hansína Árný Magnúsdóttir, f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980, kona Ársæls Grímssonar.
2. Magnús, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978, kvæntur Kristínu Ásmundsdóttur.
3. Nanna Magnúsdóttir, f. 12. september 1905, d. 9. september 1975, gift Helga Benónýssyni.
4. Guðmundur Magnússon, f. 20. september 1916, d. 18. ágúst 1936.

Magnús var menntaður húsasmiður og húsgagnasmiður. Hann var mjög virkur húsameistari. Eitt af fyrstu og stærstu byggingunum, sem hann ábyrgðist var Hraðfrystistöðin.
Hann var einn af stofnendum Smiðs h.f. og var meistari að þeim byggingum, sem fyrirtækið annaðist. Má þar nefna Sjúkrahúsið, Útvegsbankahúsið (nú Íslandsbankinn) við Kirkjuveg, hluta af Ísfélagsbyggingunum, turnbygginguna við Landakirkju, viðbyggingu við Barnaskólann.

Kona Magnúsar, (1. nóvember 1930), var Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1908, d. 9. júlí 1998.
Þau bjuggu m.a. á Brekastíg 6, Helgafellsbraut 7, í Sunnudal, á Stóru-Heiði, en lengst á Ásavegi 27.

Börn Magnúsar og Kristínar:
1. Emma Ása Magnúsdóttir, f. 25. júlí 1931 í Heiðarbýli, Brekastíg 6, d. 17. mars 1932.
2. Helgi, f. 22. febrúar 1934, kvæntur Unni Tómasdóttur, f. 29. mars 1943.
3. Ása, f. 22. júní 1939, d. 13. apríl 1986. Hún var gift Guðmundi Marinó Loftssyni, f. 3. nóvember 1942.
4. Petra, f. 13. október 1945, gift Þorkeli Þorkelssyni, f. 22. mars 1946.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Magnús er maður allhár vexti, dökkhærður og frekar ljós yfirlitum. Hann er fremur rösklega vaxinn, meðalmaður að kröftum, en fylginn sér og vel snar í hreyfingum. Hann er skapléttur, ræðinn og skemmtilegur í sínum hóp, vinhollur og góður félagi.
Veiðimaður er Magnús allgóður ennþá, en hefir tapað í leikni vegna þjálfunarskorts hin síðari ár. Hann hefir aðallega verið að veiðum í Álsey og var uppáhaldsstaður hans til veiða svonefnd „Lendarflá“, sem er á suðaustur hábrún eyjarinnar.
Magnús er trésmíðameistari að iðn, á alls kyns húsasmíðar afhaldinn og eftirsóttur. Hann hefir verið töluvert við bjargferðir til eggja og fugla og getið sér hið besta orð í hvers konar aðsókn þeirra nytja.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Magnús Magnússon (Vesturhúsum)


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.