„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Sjómannsblóð ólgar enn þá í æðum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 33: Lína 33:
'''Sá son sinn fyrst mánaðargamlan'''<br>
'''Sá son sinn fyrst mánaðargamlan'''<br>
Þrátt fyrir þá útiveru og ferðalög sem fylgdu sjómannslífinu þá kom að því að Hannes festi ráð sitt. Hann var reyndar orðinn rúmlega þrítugur þegar það gerðist, enda hvorki tími né ráðrúm til þess fyrr vegna sjómennskunnar. Hannes kynntist lífsförunauti sínum, Kristínu Sigríði Jónsdóttur frá Hellisandi, á heimili vinar síns og skólafélaga, Braga Agnarssonar en hann var giftur systur Kristínar. Í einhverri landlegunni plataði Hannes Kristínu með sér á ball og þar með var framtíðin ráðin. Þau kvæntust árið 1944 og hélt Tómas, faðir Hannesar, þeim hjónakornum veislu á Hótel Borg af því tilefni. Er Hannesi hvað minnistæðast frá brúðkaupsdeginum að þau fengu rjúpur að borða. Þær voru hátíðamatur á þessum árum. Hannes skilur ekki enn þann dag í dag hvernig föður hans tókst að útvega rjúpur á þessum árstíma. en þetta var í ágúst. Hannes og Kristín byrjuðu að búa á Blómvallagötunni og eignuðust tvo syni, Sverri og Tómas með rúmlega árs millibili. Hannes var í Danmörku með Sæfellið, þegar Tómas seinni sonurinn fæddist í nóvember 1945. Sá Hannes son sinn ekki fyrr en hann var orðinn mánaðargamall. Hannes segir það nú heldur hafa verið nöturlegt að frétta af fæðingu sonar síns með skeyti sem Malli bróðir hans sendi honum, en þetta hafi verið sjómannslífið í þá daga og menn hafi bara þurft að sætta sig við það. Hannes segir túrana hafa verið langa í þá daga og lengst muni hann eftir því að hafa verið 9 mánuði í einu á sjó. Til samanburðar getur Hannes þess að í dag þoli aftur á móti sjómennirnir ekki við, eftir rúman mánuð í Smugunni. Ekki hafi heldur verið óalgengt að menn hafi verið á sjónum um jól. Minnist Hannes þess að einu sinni hafi Kristín, kona hans, komið alla leið norður til Akureyrar með annan son þeirra hjóna, í þeim tilgangi að halda jólin með Hannesi um borð.<br>
Þrátt fyrir þá útiveru og ferðalög sem fylgdu sjómannslífinu þá kom að því að Hannes festi ráð sitt. Hann var reyndar orðinn rúmlega þrítugur þegar það gerðist, enda hvorki tími né ráðrúm til þess fyrr vegna sjómennskunnar. Hannes kynntist lífsförunauti sínum, Kristínu Sigríði Jónsdóttur frá Hellisandi, á heimili vinar síns og skólafélaga, Braga Agnarssonar en hann var giftur systur Kristínar. Í einhverri landlegunni plataði Hannes Kristínu með sér á ball og þar með var framtíðin ráðin. Þau kvæntust árið 1944 og hélt Tómas, faðir Hannesar, þeim hjónakornum veislu á Hótel Borg af því tilefni. Er Hannesi hvað minnistæðast frá brúðkaupsdeginum að þau fengu rjúpur að borða. Þær voru hátíðamatur á þessum árum. Hannes skilur ekki enn þann dag í dag hvernig föður hans tókst að útvega rjúpur á þessum árstíma. en þetta var í ágúst. Hannes og Kristín byrjuðu að búa á Blómvallagötunni og eignuðust tvo syni, Sverri og Tómas með rúmlega árs millibili. Hannes var í Danmörku með Sæfellið, þegar Tómas seinni sonurinn fæddist í nóvember 1945. Sá Hannes son sinn ekki fyrr en hann var orðinn mánaðargamall. Hannes segir það nú heldur hafa verið nöturlegt að frétta af fæðingu sonar síns með skeyti sem Malli bróðir hans sendi honum, en þetta hafi verið sjómannslífið í þá daga og menn hafi bara þurft að sætta sig við það. Hannes segir túrana hafa verið langa í þá daga og lengst muni hann eftir því að hafa verið 9 mánuði í einu á sjó. Til samanburðar getur Hannes þess að í dag þoli aftur á móti sjómennirnir ekki við, eftir rúman mánuð í Smugunni. Ekki hafi heldur verið óalgengt að menn hafi verið á sjónum um jól. Minnist Hannes þess að einu sinni hafi Kristín, kona hans, komið alla leið norður til Akureyrar með annan son þeirra hjóna, í þeim tilgangi að halda jólin með Hannesi um borð.<br>
 
[[Mynd:Hannes sem fyrsti stýrimaður Sdbl. 1999.jpg|thumb|358x358dp|Hannes sem fyrsti stýrimaður um borð í Jökulfellinu á leið frá Hamborg.]]
'''Hætti á sjónum vegna of mikils álags'''<br>
'''Hætti á sjónum vegna of mikils álags'''<br>
Á árunum eftir stríð leysti Hannes af sem stýrimaður á Sæfellinu frá Vestmannaeyjum. Siglt var á Fleetwood, og var skipið í síldarflutningum þegar síldin var í Hvalfirði. Hannes leysti einnig margsinnis af á Jöklunum, fór t.d. marga túra á Vatnajökli. Jafnframt leysti hann lengi af sem 1. stýrimaður á skipum Sambandsins. Það fór svo að lokum að Hannes neyddist til að hætta á sjónum vegna þess að hann var farinn að eiga svo erfitt með svefn. Hannes segir að ábyrgðin sem fylgdi starfinu hafi leitt til þess að lokum að hann þoldi ekki álagið lengur. Það var árið 1962 sem Hannes kom í land og fór hann þá að vinna hjá Skeljungi við að lesta og losa olíuskip. Í þessu starfi hélt Hannes tengslunum við hafið og segist hann alla tíð hafa kunnað vel við sig hjá Skeljungi. Þar vann hann þar til hann hætti sökum aldurs árið 1990, þá 77 ára gamall.<br>
Á árunum eftir stríð leysti Hannes af sem stýrimaður á Sæfellinu frá Vestmannaeyjum. Siglt var á Fleetwood, og var skipið í síldarflutningum þegar síldin var í Hvalfirði. Hannes leysti einnig margsinnis af á Jöklunum, fór t.d. marga túra á Vatnajökli. Jafnframt leysti hann lengi af sem 1. stýrimaður á skipum Sambandsins. Það fór svo að lokum að Hannes neyddist til að hætta á sjónum vegna þess að hann var farinn að eiga svo erfitt með svefn. Hannes segir að ábyrgðin sem fylgdi starfinu hafi leitt til þess að lokum að hann þoldi ekki álagið lengur. Það var árið 1962 sem Hannes kom í land og fór hann þá að vinna hjá Skeljungi við að lesta og losa olíuskip. Í þessu starfi hélt Hannes tengslunum við hafið og segist hann alla tíð hafa kunnað vel við sig hjá Skeljungi. Þar vann hann þar til hann hætti sökum aldurs árið 1990, þá 77 ára gamall.<br>
Það er ekki hægt að sleppa af Hannesi hendinni án þess að fá hann til að rifja upp einhver prakkarastrik síðan í gamla daga. Hannes var nefnilega félagi í aðalprakkarafélaginu í Eyjum á unglingsárunum. Þetta félag hét Önglafélagið, en það stóð fyrir öllum helstu prakkastrikunum í bænum. Í félaginu voru meðal annars, Malli og Jóhannes bræður Hannesar, Leifi og Óskar frá Garðstöðum. Bjarni og Jói frá Hoffelli og Óli í Brautarholti. Það var því ekki að ósekju að þeim bræðrum frá Höfn hafi verið kennt um flest sem miður fór í Eyjum á þessum árum.<br>
Það er ekki hægt að sleppa af Hannesi hendinni án þess að fá hann til að rifja upp einhver prakkarastrik síðan í gamla daga. Hannes var nefnilega félagi í aðalprakkarafélaginu í Eyjum á unglingsárunum. Þetta félag hét Önglafélagið, en það stóð fyrir öllum helstu prakkastrikunum í bænum. Í félaginu voru meðal annars, Malli og Jóhannes bræður Hannesar, Leifi og Óskar frá Garðstöðum. Bjarni og Jói frá Hoffelli og Óli í Brautarholti. Það var því ekki að ósekju að þeim bræðrum frá Höfn hafi verið kennt um flest sem miður fór í Eyjum á þessum árum.<br>
 
[[Mynd:Hannes um borð í Bergeynni Sdbl. 1999.jpg|thumb|250x250dp|Hannes um borð í Bergeynni VE 44 í bongóblíðu á afmælisdaginn sinn 17. júní.]]
'''Tóku rafmagnið af öllum bænum'''<br>
'''Tóku rafmagnið af öllum bænum'''<br>
Hannes fer mikinn þegar hann segir sögur af Önglafélaginu. „Af nógu er að taka,“ segir hann aðspurður um að láta eitthvað flakka, sem ósagt hefur verið látið í áranna rás. „Eitt sinn á gamlárskvöld var ball hjá Akóges í Alþýðuhúsinu. Byrjaði ballið á miðnætti og var hurðin á Alþýðuhúsinu opin, svo að gott loft kæmist inn í danssalinn. Áttum við þá leið fram hjá, þ.e. ég. Malli bróðir og Siggi í Húsunum (þrístökkvari) og datt í hug að gera dansgestunum smá skráveifu - sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Siggi í Húsunum tók stein, hnýtti í snæri og henti í raflínurnar sem lágu að Alþýðuhúsinu. Vildi þá ekki betur til en svo að rafmagnið fór af öllum bænum, okkur til mikillar hrellingar. Lögreglan kom á staðinn en við félagarnir flúðum á hlaupum yfir Stakkagerðistúnið og ekki var möguleiki að finna okkur í myrkrinu. Var mikið talað um þetta atvik í bænum lengi á eftir en enginn komst nokkru sinni að því hverjir höfðu verið að verki. Ég uppljóstra því hér með, enda samviskan farin að plaga mig í ellinni,“ segir Hannes skellihlæjandi. ,,Við leystum líka einu sinni upp kosningafund hjá Sjálfstæðisflokknum, sem haldinn var í Nýja bíói. Malli bróðir henti púðurkerlingu í forstofu bíósins og varð fundarmönnum svo hvekkt við að þeir hlupu allir út og ekkert varð úr fundinum.“<br>
Hannes fer mikinn þegar hann segir sögur af Önglafélaginu. „Af nógu er að taka,“ segir hann aðspurður um að láta eitthvað flakka, sem ósagt hefur verið látið í áranna rás. „Eitt sinn á gamlárskvöld var ball hjá Akóges í Alþýðuhúsinu. Byrjaði ballið á miðnætti og var hurðin á Alþýðuhúsinu opin, svo að gott loft kæmist inn í danssalinn. Áttum við þá leið fram hjá, þ.e. ég. Malli bróðir og Siggi í Húsunum (þrístökkvari) og datt í hug að gera dansgestunum smá skráveifu - sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Siggi í Húsunum tók stein, hnýtti í snæri og henti í raflínurnar sem lágu að Alþýðuhúsinu. Vildi þá ekki betur til en svo að rafmagnið fór af öllum bænum, okkur til mikillar hrellingar. Lögreglan kom á staðinn en við félagarnir flúðum á hlaupum yfir Stakkagerðistúnið og ekki var möguleiki að finna okkur í myrkrinu. Var mikið talað um þetta atvik í bænum lengi á eftir en enginn komst nokkru sinni að því hverjir höfðu verið að verki. Ég uppljóstra því hér með, enda samviskan farin að plaga mig í ellinni,“ segir Hannes skellihlæjandi. ,,Við leystum líka einu sinni upp kosningafund hjá Sjálfstæðisflokknum, sem haldinn var í Nýja bíói. Malli bróðir henti púðurkerlingu í forstofu bíósins og varð fundarmönnum svo hvekkt við að þeir hlupu allir út og ekkert varð úr fundinum.“<br>
 
[[Mynd:Hvassafellið fast í ís Sdbl. 1999.jpg|vinstri|thumb|261x261dp|Hvassafellið fast í ís í Kotka í Finnlandi í kringum 1950. Það þurfti ísbrjót til að losa skipið sem fraus inni á meðan verið var að lesta timbur.]]
En skyldi Hannes eiga einhverjar skemmtilegar minningar frá Sjómannadeginum hér áður fyrr? „Ég man helst eftir því að hafa eitt sinn verið nærri drukknaður þegar ég tók þátt í stakkasundinu. Stakkurinn fylltist allur af lofti svo og klofhá gúmmístígvélin sem ég var í og munaði minnstu að ég sykki til botns í höfninni. Ég komst þó við illan leik að landi og fékk þriðju verðlaun, þrátt fyrir hrakfarirnar,“ segir Hannes. Eftir þetta ákvað Hannes að taka aldrei aftur þátt í stakkasundi á Sjómannadaginn og þar við sat. Hannes segist einnig hafa verið útkeyrður eftir kappróðurinn sem fram fór á þessum árum, aldrei hafi neitt verið æft, en róið var frá Klettsvíkinni. Sumir sjómennirnir urðu jafnvel svo eftir sig eftir róðurinn að það gekk upp úr þeim blóð.<br>
En skyldi Hannes eiga einhverjar skemmtilegar minningar frá Sjómannadeginum hér áður fyrr? „Ég man helst eftir því að hafa eitt sinn verið nærri drukknaður þegar ég tók þátt í stakkasundinu. Stakkurinn fylltist allur af lofti svo og klofhá gúmmístígvélin sem ég var í og munaði minnstu að ég sykki til botns í höfninni. Ég komst þó við illan leik að landi og fékk þriðju verðlaun, þrátt fyrir hrakfarirnar,“ segir Hannes. Eftir þetta ákvað Hannes að taka aldrei aftur þátt í stakkasundi á Sjómannadaginn og þar við sat. Hannes segist einnig hafa verið útkeyrður eftir kappróðurinn sem fram fór á þessum árum, aldrei hafi neitt verið æft, en róið var frá Klettsvíkinni. Sumir sjómennirnir urðu jafnvel svo eftir sig eftir róðurinn að það gekk upp úr þeim blóð.<br>


3.704

breytingar

Leiðsagnarval