„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(14 millibreytingar ekki sýndar frá 3 notendum)
Lína 20: Lína 20:
::::::::::::''þegar lokast sundin öll.<br><br>
::::::::::::''þegar lokast sundin öll.<br><br>
'''Halldór Jónsson<br>F. 28. ágúst 1919 - D. 17. maí 1982.'''<br>
'''Halldór Jónsson<br>F. 28. ágúst 1919 - D. 17. maí 1982.'''<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.06.11.png|250px|thumb|Halldór Jónsson]]
[[Halldór Jónsson]] var fæddur og alinn upp í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Faðir hans,Jón Níelsson, lést 1953, en móðir hans, Guðlaug Halldórsdóttir, er enn á lífi, á Sólvangi í Hafnarfírði, á tíræðisaldri. Þau Jón og Guðlaug eignuðust níu börn, tvö dóu í bernsku en sjö komust til fullorðinsára. Tvö þeirra systkina hafa lifað og starfað hér í Vestmannaeyjum, Dóri (eins og tengdafaðir minn var jafnan kallaður) og Kristín, kona Óskars Ólafssonar pípulagningarmanns.<br>
[[Halldór Jónsson]] var fæddur og alinn upp í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Faðir hans,Jón Níelsson, lést 1953, en móðir hans, Guðlaug Halldórsdóttir, er enn á lífi, á Sólvangi í Hafnarfírði, á tíræðisaldri. Þau Jón og Guðlaug eignuðust níu börn, tvö dóu í bernsku en sjö komust til fullorðinsára. Tvö þeirra systkina hafa lifað og starfað hér í Vestmannaeyjum, Dóri (eins og tengdafaðir minn var jafnan kallaður) og Kristín, kona Óskars Ólafssonar pípulagningarmanns.<br>
Í Hafnarnesi vandist Dóri við öll algeng störf til sjávar og sveita enda byggðist afkoma manna þar jöfnum höndum á útgerð og búskap. Hann lærði fljótt að bjarga sér enda vinnusemi og samviskusemi honum í blóð borin. Það átti þó ekki fyrir Dóra að liggja að verða útvegsbóndi í Hafnarnesi. Hinn 4. júlí 1944 giftist Dóri eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Guðrúnu Erlendsdóttur, og bjuggu þau á Fáskrúðsfirði fram til ársins 1952. Þar fæddust börn þeirra þrjú, [[Jóhann Halldórsson|Jóhann]], skipstjóri og útgerðarmaður á [[Andvari Ve|Andvara]], giftur undirritaðri, og Brynja, gift [[Haraldur Benediktsson|Haraldi Benediktssyni]] skipstjóra á skuttogaranum Klakki; eitt barn misstu þau í bernsku. Barnabörnin eru orðin átta, og eitt þeirra, Ernu, dóttur Brynju, ólu þau Anna og Dóri upp að öllu leyti.<br>
Í Hafnarnesi vandist Dóri við öll algeng störf til sjávar og sveita enda byggðist afkoma manna þar jöfnum höndum á útgerð og búskap. Hann lærði fljótt að bjarga sér enda vinnusemi og samviskusemi honum í blóð borin. Það átti þó ekki fyrir Dóra að liggja að verða útvegsbóndi í Hafnarnesi. Hinn 4. júlí 1944 giftist Dóri eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Guðrúnu Erlendsdóttur, og bjuggu þau á Fáskrúðsfirði fram til ársins 1952. Þar fæddust börn þeirra þrjú, [[Jóhann Halldórsson|Jóhann]], skipstjóri og útgerðarmaður á [[Andvari Ve|Andvara]], giftur undirritaðri, og Brynja, gift [[Haraldur Benediktsson|Haraldi Benediktssyni]] skipstjóra á skuttogaranum Klakki; eitt barn misstu þau í bernsku. Barnabörnin eru orðin átta, og eitt þeirra, Ernu, dóttur Brynju, ólu þau Anna og Dóri upp að öllu leyti.<br>
Lína 33: Lína 34:


'''Magnús Guðmundsson<br> F. 22. mars 1964 — D. 11. júlí 1982'''<br>
'''Magnús Guðmundsson<br> F. 22. mars 1964 — D. 11. júlí 1982'''<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.06.34.png|250px|thumb|Magnús Guðmundsson]]
Á einu augnabliki er líf ungs drengs hrifsað úr faðmi fjölskyldu og vina. Eftir er sár söknuður, bitur raunveruleikinn að hið mannlega er ekki ódauðlegt afl. En í skauti hugans fæðist endurminning og hún leysir úr læðingi myndir, sem verða svo lifandi og tærar á slíkum stundum. Og ljúft er að minnast, þegar sorg og tregi hefur búið um sig í brjósti vina og ættmenna.<br>
Á einu augnabliki er líf ungs drengs hrifsað úr faðmi fjölskyldu og vina. Eftir er sár söknuður, bitur raunveruleikinn að hið mannlega er ekki ódauðlegt afl. En í skauti hugans fæðist endurminning og hún leysir úr læðingi myndir, sem verða svo lifandi og tærar á slíkum stundum. Og ljúft er að minnast, þegar sorg og tregi hefur búið um sig í brjósti vina og ættmenna.<br>
Magnús hét hann, og var sonur Guðmundar Loftssonar og Ásu Magnúsdóttur. Sín bernskuár átti Magnús heima á [[Búastaðir|Búastöðum]]. Sumarfagurt var á Búastöðum og eyjunni austur þar og sást vel til [[Bjarnarey|Bjarnareyjar]] og [[Elliðaey|Elliðaeyjar]] er hvíldu með græna kolla í dimmbláum sænum. Við aftanskin speglaðist á rúðum veiðimannakofanna þar. Hann vissi að einhverntíma yrði hann sjálfur veiðimaður eins og forfeður hans. Og þegar árin liðu hélt hann til fjallanna sinna, stoltur, ungur drengur. Hann sagði að fjöllin hér væru fegurri og grasið grænna en annars staðar. Magnús naut sín vel í útiverunni og unni sinni heimabyggð.<br>
Magnús hét hann, og var sonur Guðmundar Loftssonar og Ásu Magnúsdóttur. Sín bernskuár átti Magnús heima á [[Búastaðir|Búastöðum]]. Sumarfagurt var á Búastöðum og eyjunni austur þar og sást vel til [[Bjarnarey|Bjarnareyjar]] og [[Elliðaey|Elliðaeyjar]] er hvíldu með græna kolla í dimmbláum sænum. Við aftanskin speglaðist á rúðum veiðimannakofanna þar. Hann vissi að einhverntíma yrði hann sjálfur veiðimaður eins og forfeður hans. Og þegar árin liðu hélt hann til fjallanna sinna, stoltur, ungur drengur. Hann sagði að fjöllin hér væru fegurri og grasið grænna en annars staðar. Magnús naut sín vel í útiverunni og unni sinni heimabyggð.<br>
Lína 43: Lína 45:


'''Stefán Valdason'''<br>
'''Stefán Valdason'''<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.07.14.png|250px|thumb|Stefán Valdason]]
'''F.18. mars 1908 — D. 24. júlí 1982.'''<br>
'''F.18. mars 1908 — D. 24. júlí 1982.'''<br>
[[Stefán Valdason|Stefán]] var fæddur 18. mars 1908 að Miðskála undir [[Eyjafjöll|Eyjafjöllum]]. Foreldrar hans voru þau Valdi Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir. 1911 fluttust þau Valdi og Guðrún með börn sín til Vestmannaeyja. Alls urðu systkinin níu, en auk bess átti Valdi 4 börn áður.<br> Fljótlega eftir að þau fluttust til Eyja byggði Valdi húsið [[Sandgerði]] við Vesturveg. Þar ólst Stefán upp í stórum systkinahópi. Þar átti hann sín léttu spor. Ljúfar minningar æskuáranna yljuðu honum um hjartarætur æ síðar og glöddu hug hans. Þar hafði hann alist upp, og bakgrunnurinn var kliður bjargfuglanna, gjálfur glitbárunnar og hinn ógnþungi niður brimsins, þegar jafnvel björgin titra af lotningu. Svo mikið unni hann Eyjunum sínum, að ef hann þurfti að dveljast annars staðar um tíma var hann ekki í rónni fyrr en hann var kominn aftur heim.<br>
[[Stefán Valdason|Stefán]] var fæddur 18. mars 1908 að Miðskála undir [[Eyjafjöll|Eyjafjöllum]]. Foreldrar hans voru þau Valdi Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir. 1911 fluttust þau Valdi og Guðrún með börn sín til Vestmannaeyja. Alls urðu systkinin níu, en auk bess átti Valdi 4 börn áður.<br> Fljótlega eftir að þau fluttust til Eyja byggði Valdi húsið [[Sandgerði]] við Vesturveg. Þar ólst Stefán upp í stórum systkinahópi. Þar átti hann sín léttu spor. Ljúfar minningar æskuáranna yljuðu honum um hjartarætur æ síðar og glöddu hug hans. Þar hafði hann alist upp, og bakgrunnurinn var kliður bjargfuglanna, gjálfur glitbárunnar og hinn ógnþungi niður brimsins, þegar jafnvel björgin titra af lotningu. Svo mikið unni hann Eyjunum sínum, að ef hann þurfti að dveljast annars staðar um tíma var hann ekki í rónni fyrr en hann var kominn aftur heim.<br>
Lína 52: Lína 55:
Að ævikvöldi getur Stefán Valdason hvílt í friði að loknu góðu dagsverki.<br>
Að ævikvöldi getur Stefán Valdason hvílt í friði að loknu góðu dagsverki.<br>
'''Agnar Angantýsson'''.
'''Agnar Angantýsson'''.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.07.27.png|250px|thumb|Friðrik Garðarsson]]
'''Friðrik Garðarsson'''<br>
'''Friðrik Garðarsson'''<br>
'''frá Baldurshaga'''<br>
'''frá Baldurshaga'''<br>
Lína 64: Lína 67:
'''Adólf Sigurgeirsson frá Stafholti'''.
'''Adólf Sigurgeirsson frá Stafholti'''.


 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.07.39.png|250px|thumb|Birgir Traustason]]
'''Birgir Traustason'''<br>
'''Birgir Traustason'''<br>
'''F. 9. júní 1959 — D. 4. ágúst 1982.'''<br>
'''F. 9. júní 1959 — D. 4. ágúst 1982.'''<br>
Lína 73: Lína 76:
'''Svava Gísladóttir.'''
'''Svava Gísladóttir.'''


 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.07.49.png|250px|thumb|Pétur Guðjónsson]]
'''Pétur Guðjónsson'''<br>
'''Pétur Guðjónsson'''<br>
'''frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.'''<br>
'''frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.'''<br>
Lína 98: Lína 101:
Hann var jarðsunginn frá [[Útskálakirkja|Útskálakirkju]] Garði að viðstöddu fjölmenni hinn 4. september 1982.<br>
Hann var jarðsunginn frá [[Útskálakirkja|Útskálakirkju]] Garði að viðstöddu fjölmenni hinn 4. september 1982.<br>
'''Guðjón Armann Eyjólfsson.'''
'''Guðjón Armann Eyjólfsson.'''
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.08.05.png|250px|thumb|Guðlaugur Þórarinn Helgason]]
'''Guðlaugur Þórarinn Helgason frá Heiði'''<br>
'''Guðlaugur Þórarinn Helgason frá Heiði'''<br>
'''F. 13. nóvember 1928 — D. 23. sept. 1982.'''<br>
'''F. 13. nóvember 1928 — D. 23. sept. 1982.'''<br>
Lína 109: Lína 112:
Nú er Laugi, eins og við í fjölskyldunni kölluðum hann, horfinn yfir móðuna miklu. Ég veit að honum fannst að hann ætti margt eftir ógert, en hann vissi að enginn ræður sínum næturstað. Minningin um góðan dreng lifir og við þökkum góða samfylgd. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja fjölskyldu hans.<br>
Nú er Laugi, eins og við í fjölskyldunni kölluðum hann, horfinn yfir móðuna miklu. Ég veit að honum fannst að hann ætti margt eftir ógert, en hann vissi að enginn ræður sínum næturstað. Minningin um góðan dreng lifir og við þökkum góða samfylgd. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja fjölskyldu hans.<br>
'''FJ.'''
'''FJ.'''
   
  [[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.08.19.png|250px|thumb|Guðjón Þorkelsson]]
'''Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði'''<br>
'''Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði'''<br>
'''F. 12. sept. 1907 — D. 8. desember 1982'''<br>
'''F. 12. sept. 1907 — D. 8. desember 1982'''<br>
Lína 122: Lína 125:
Guð blessi minningu Guðjóns Þorkelssonar.<br>
Guð blessi minningu Guðjóns Þorkelssonar.<br>
'''Haraldur J. Hamar.'''
'''Haraldur J. Hamar.'''
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.08.34.png|250px|thumb|Óskar Gíslason]]
'''Óskar Gíslason'''<br>
'''Óskar Gíslason'''<br>
'''F. 6. mars 1913 D. 19. janúar 1983.'''<br>
'''F. 6. mars 1913 D. 19. janúar 1983.'''<br>
Lína 135: Lína 138:
Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 19. janúar s.l. og var jarðsunginn frá Landakirkju 29. s.m.<br>
Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 19. janúar s.l. og var jarðsunginn frá Landakirkju 29. s.m.<br>
'''G. Á. E.'''
'''G. Á. E.'''
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.09.01.png|250px|thumb|Óskar Ólafsson]]
'''Óskar Ólafsson.'''
'''Óskar Ólafsson.'''<br>
'''F. 11. ágúst 1914 — D. 24. feb. 1983.'''
'''F. 11. ágúst 1914 — D. 24. feb. 1983.'''
Valtýr Óskar hét hann fullu nafni. Hann var fæddur að Önundarhorni undir [[Austur-Eyjafjöll|Austur-Eyjafjöllum]], en fluttist með foreldrum sínum, aðeins fárra vikna gamall, til Vestmannaeyja. Foreldrar hans voru Auðbjörg Valtýsdóttir og Ólafur Eyjólfsson. Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum á [[Garðsstaðir|Garðstöðum]], ásamt bróður sínum, Jóni Guðleifi og uppeldisbróður, Eyjólfi Jónssyni, en hann lést árið 1959. Fjölskyldan var alltaf kennd við Garðstaði.<br>
Valtýr Óskar hét hann fullu nafni. Hann var fæddur að Önundarhorni undir [[Austur-Eyjafjöll|Austur-Eyjafjöllum]], en fluttist með foreldrum sínum, aðeins fárra vikna gamall, til Vestmannaeyja. Foreldrar hans voru Auðbjörg Valtýsdóttir og Ólafur Eyjólfsson. Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum á [[Garðsstaðir|Garðstöðum]], ásamt bróður sínum, Jóni Guðleifi og uppeldisbróður, Eyjólfi Jónssyni, en hann lést árið 1959. Fjölskyldan var alltaf kennd við Garðstaði.<br>
Lína 146: Lína 149:
'''Anna Þorsteinsdóttir.'''
'''Anna Þorsteinsdóttir.'''


[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.10.25.png|250px|thumb|Steinn Ingvarsson Múla]]
'''Steinn Ingvarsson Múla'''
'''F. 23. október 1892 — D. 1. mars 1983.'''
[[Steinn Ingvarsson|Steinn]] var fæddur að Minna-Hofi á Rangárvöllum, 23. okt. 1892. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Steinsdóttir ljósmóðir og Ingvar Ólafsson bóndi. Þau hjónin eignuðust 10 syni og var Steinn elstur bræðra sinna.<br>
Á uppvaxtarárum Steins var það venja í sveitum Suðurlands, að allir karlmenn, sem losnað gátu frá heimilisstörfum að vetrinum til, færu í „verið", sem svo var kallað. Þeir voru ekki allir gamlir drengirnir, sem axla þurftu mal sinn og fara gangandi alla leið til sjávarþorpanna á Suðurnesjum. Einn af þeim var Steinn Ingvarsson. Ungur að árum fór hann til sjóróðra m.a. til Þorlákshafnar, Grindavíkur og fleiri staða þar syðra. Þar lærði hann líka saltfiskverkun, sem svo varð, eftir að hann hætti sjómennsku, í áratugi, hans aðalstarf. Þar naut sín vandvirkni hans og samviskusemi, öruggt handbragð ásamt flýti, sem gerði hann að eftirsóttum flatningsmanni, hvort sem hann flatti fiskinn einn eða á móti öðrum.<br>
Með þetta veganesti ásamt því að hafa frá unga aldri æft íslenska glímu og aðrar íþróttir, kemur Steinn til vertíðarstarfa í Eyjum.
Hann var þá orðinn fulltíða maður, kominn á þrítugsaldur, og vann hér fyrst öll algeng vertíðarstörf, en fljótlega var hann eftirsóttur til ábyrgðarmeiri starfa. Steinn mun hafa verið að minnsta kosti tvær vertíðir verkstjóri við fiskverkun [[Árni Sigfússon|Árna Sigfússonar]] kaupmanns, en Árni átti þá hluti í þremur bátum: l/3 í Gideon, 2/3 í Atlantis og 2/3 í Ara. Fiskhús Árna var þá hið svokallaða „[[Andrahús]]".<br>
Eftir það eða árið 1923 flytur Steinn hingað til Eyja og hér á hann svo heimili æ síðan. Á þessum árum var mikil gróska hér í íþróttalífinu. Steinn var ágætur íþróttamaður og var íslensk glíma hans uppáhaldsíþrótt. Fljótlega eftir að Steinn flutti til Eyja, gekk hann í [[Íþróttafélagið Þór]] og á vegum þess félags tók hann þátt í kappleikjum bæði í glímu og frjálsum íþróttum og vann þar til margra sigurverðlauna í glímu og fyrstu verðlaun m.a. í hástökki.<br>
Þá strax réðist Steinn til [[Ársæll Sveinsson|Ársæls Sveinssonar]] útgerðarmanns og skipstjóra, sem yfirverkstjóri við útgerð hans og fiskverkun. Þar starfaði hann í samfleytt 15 ár, eða þar til, að hann var ráðinn framfærslufulltrúi Vestmannaeyjakaupstaðar árið 1938 og sjúkrahússráðsmaður frá sama tíma. Þessum störfum gegndi Steinn allt til ársins 1962, er hann lét af þeim vegna aldurs. Þar að auki gegndi hann fjölda annarra opinberra starfa, m.a. var hann stefnuvottur bæjarfélagsins í 28 ár. Rækti hann störf sín af mikilli trúmennsku og hógværð, enda maðurinn með einstaka skapgerð og fágaða framkomu. Ásamt þessum störfum hjá bæjarfélaginu vann Steinn hjá Samkomuhúsi Vestmannaeyja við dyragæslu og eftirlit, í yfir 40 ár, eða allt til ársins 1980. Hann var einn af stofnendum [[Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja|Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja]] 6. des. 1932. Þar vann Steinn óeigingjarnt starf, bæði við happdrættið og afgreiðslu Fylkis.<br>
Árið 1924 kvæntist Steinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Þorgerði Vilhjálmsdóttir frá [[Múli|Múla]] í Eyjum. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur, sem allar lifa föður sinn. Þær eru: Sigríður, gift Sveini Magnússyni, Jóna, gift Hilmari Guðlaugssyni, Þóra, gift Finnboga Árnasyni og Guðrún, gift Jóhanni Ólafssyni. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir nær 30. Þau Þorgerður og Steinn voru samvalin sæmdarhjón og heimili þeirra get ég ekki lýst betur á annan hátt en að endurbirta nokkur orð úr minningargrein Hilmars tengdasonar þeirra, en þar segir: „Þau hjónin Gerða og Steinn eignuðust yndislegt heimili og voru vinsæl meðal bæjarbúa, því ber glögglega vitni hve oft var gestkvæmt á heimili þeirra. Það er oft sagt, að hægt sé að ráða innri mann eftir því hvernig heimili hann býr. Ég held að það fari ekki á milli mála, að allur sá fjöldi vina og kunningja, sem heimsóttu Gerðu og Stein reglulega, sé sammála um að þar hafi búið samhent og dugandi hjón".<br>
Undir þessi orð taka allir, sem til þekkja og sá hópur er stór.
Á fyrstu árum Steins í Eyjum fylgdu bræður hans honum eftir, hver af öðrum. Héldu þeir hópinn fyrstu vertíðarnar og árin og áttu heima í [[Brautarholt|Brautarholti]], hjá heiðurshjónunum Guðríði Bjarnadóttur og Jóni Jónssyni. Myndaðist þar vinátta, sem gerði börn þeirra hjóna og bræðurna frá Hofi systkini.<br>
Fyrstur kom Ingvar, hann var hér aðeins á vertíðum. Sigurður átti hér heima í mörg ár. Var m.a. bílstjóri hjá Vestmannaeyjabæ og lögregluþjónn, þar til hann réðist til lögreglustarfa í Reykjavík. Ólafur var hér verslunarmaður og síðar kaupmaður. Hann varð fyrir slæmu slysi er hann skarst illa á handlegg við að bjarga konu útúr brennandi húsi.<br>
Sá fimmti af bræðrunum, sem hér hafa dvalið er Guðmundur, sem búið hefur í Eyjum allan sinn búskap og starfar enn við verslunarstörf. Er Guðmundur einn af þremur bræðranna, sem enn eru á lífi. Hinir eru Magnús bóndi á Minna-Hofi og Sigurgeir, verslunarmaður á Selfossi. Þrír bræðranna létust mjög ungir.<br>
Steinn Ingvarsson hefur lokið löngu og farsælu dagsverki, elskaður og virtur af eiginkonu, dætrum, tengdafólki, vinum og ættingjum öllum.<br>
Guð blessi minningarnar um góðan dreng.<br>
'''Páll Schevíng.'''


Steinn Ingvarsson Múla
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.10.40.png|250px|thumb|Guðjón Emil Aanes]]
F. 23. október 1892 — D. 1. mars 1983
'''Guðjón Emil Aanes.'''<br>
Steinn var fæddur að Minna-Hofi á Rang-árvöllum, 23. okt. 1892. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Steinsdóttir ljósmóðir og Ingvar Ólafsson bóndi. Þau hjónin eignuðust 10 syni og var Steinn elstur bræðra sinna.
'''F. 24. júlí 1930 — D. 8. maí 1983.'''<br>
Á uppvaxtarárum Steins var það venja í sveitum Suðurlands, að allir karlmenn, sem losnað gátu frá heimilisstörfum vetrinum til, færu í „verið", sem svo var kallað. Þeir voru ekki allir gamlir drengirnir, sem axla þurftu mal sinn og fara gangandi alla leið til sjávarþorpanna á Suðurnesjum. Einn af þeim var Steinn Ingvarsson. Ungur árum fór hann til sjóróðra m.a. til Þorlákshafnar, Grindavíkur og fleiri staða þar syðra. Þar
Hann var fæddur hér í Eyjum 24. dag júlímánaðar árið 1930. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 8. maí sl. Skorti hann því röska tvo mánuði upp á fullnuð 53 ár lífsgöngu sinnar hér í heimi.<br>
Foreldrar [[Guðjón Emil Aanes|Guðjóns]], eða Gæsa í [[Þrúðvangur|Þrúðvangi]], eins og við strákarnir kölluðum hann, voru [[Arthur Aanes]] vélstjóri frá Sannesjöen í Noregi og því norskrar ættar, fær maður og kunnur borgari hér í Eyjum um árabil, og kona hans, [[Ragnheiður Jónsdóttir]] frá [[Brautarholt|Brautarholti]], Jónssonar frá [[Dalir|Dölum]] hér í Eyjum. Þau slitu samvistum. Síðari maður Ragnheiðar var [[Sigurður Ólason (Þrúðvangi)|Sigurður Ólason]] frá Víkingavatni og Lóni í Kelduhverfi N.-Þing., sem um árabil var forstjóri Fisksölusamlags Vestmannaeyja, mikill sómamaður í hvívetna. Sigurður var stjúpfaðir Guðjóns.<br>
 
Ég man Gæsa ungan dreng, sem hafði leikvöll og vettvang fjörunnar og Botninn og Eiðið. Snemma beygðist krókur að því er síðar varð. Gæsi var alltaf hiklaus og frammá í öllum leikjum. Honum gekk vel í skóla og gat lagt fyrir sig hvað sem var. Hann fór ungur til sjós og lagði fyrir sig flestar tegundir sjómennsku, farmennsku og fiskveiðar. Hann nam ungur vélstjórnarfræði og starfaði sem slíkur á ýmsum bátum. Kominn af léttasta skeiði og orðinn fjölskyldufaðir, með ung börn, sest hann í [[Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum|Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum]] og tekur hið meira fiskimannapróf. Flott gert hjá Guðjóni! Vissi ég um hann lagði mikið á sig og studdur af sinni góðu konu náðist þessi áfangi með heiðri og sóma.<br>
Hann er stýrimaður með Guðmundi Guðlaugssyni frá Lundi (Eyja-Gvendi) á v.b. Björgu VE 5 árið 1964. Síðan er hann samfellt yfirmaður á skipum og rær hér frá Eyjum og hélt út allt til að flytja varð hann í land sársjúkan. Guðjón var oft heppinn skipstjórnarmaður, sótti sjóinn fast og kom oft með hlaðafla þegar aðrir höfðu ekki mikið.<br>
Guðjón giftist ungur Unu Þórðardóttur frá Neskaupsstað og stóð heimili þeirra bæði austanlands og hér í Eyjum. Íbúð áttu þau hjón að Fífilgötu 5. Allir sem þekkja Unu vita hún er gæðakona, er stóð ákaflega vel með Gæsa sínum. Fæddi hún honum 6 börn, sem komist hafa vel áfram í lífinu. Þau eru Ragnar Jón vélstjóri, Þóra húsmóðir, Sigurður Víglundur læknir, Helga húsmóðir, Kristín lyfjatækninemi og yngstur er Sverrir Guðjón netagerðarmaður. <br>
Nú við andlát Guðjóns er skarð fyrir skildi í fjölskyldu hans og meðal okkar vina hans. Ég heimsótti hann sjúkan á Vífilstaðaspítala og eins á Sjúkrahúsið hér í Eyjum. Fannst mér að stefna sem nú er orðið. Eigi má sköpum renna. Eitt sinn hlýtur hver deyja.<br>
Nú við leiðarlok Guðjóns Aanes vottar sjómannastétt Vestmannaeyja ekkju hans, börnum hans, systkinum og aldraðri móður og föður dýpstu samúð. Sjálfur minnist ég Guðjóns sem einlægs vinar, er ávallt sýndi mér fölskvalausa vináttu, sem nú skal þakkað.<br>
Gamli vinur, far þú í friði. Jesús Kristur,
sem þú trúðir á, veri leiðarljós þitt um tíma og
eilífð.<br>
'''Einar J. Gíslason'''
'''frá Arnarhóli.'''


lærði hann líka saltfiskverkun, sem svo varð, eftir að hann hætti sjómennsku, í áratugi, hans aðalstarf. Þar naut sín vandvirkni hans og samviskusemi, öruggt handbragð ásamt flýti, sem gerði hann að eftirsóttum flatnings-manni, hvort sem hann flatti fiskinn einn eða á móti öðrum.
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
Með þetta veganesti ásamt því að hafa frá unga aldri æft íslenska glímu og aðrar íþróttir, kemur Steinn til vertíðarstarfa í Eyjum.
Hann var þá orðinn fulltíða maður, kom-inn á þrítugsaldur, og vann hér fyrst öll algeng vertíðarstörf, en fljótlega var hann eftirsóttur til ábyrgðarmeiri starfa. Steinn mun hafa verið að minnsta kosti tvær vertíðir verkstjóri við fiskverkun Arna Sigfússonar kaupmanns, en Arni átti þá hluti í þremur bátum: lh í Gideon, 2h í Atlantis og 2h í Ara. Fiskhús Árna var þá hið svokallaða „Andrahús".
Eftir það eða árið 1923 flytur Steinn hingað til Eyja og hér á hann svo heimili æ síðan. Á þessum árum var mikil gróska hér í íþróttalífinu. Steinn var ágætur íþróttamaður og var íslensk glíma hans uppáhaldsíþrótt. Fljótlega eftir að Steinn flutti til Eyja, gekk hann í íþróttafélagið Þór og á vegum þess félags tók hann þátt í kappleikjum bæði í glímu og frjálsum íþróttum og vann þar til margra sigurverðlauna í glímu ogfyrstu verð-laun m.a. í hástökki.
Þá strax réðist Steinn til Ársæls Sveins-sonar útgerðarmanns og skipstjóra, sem yfir-verkstjóri við útgerð hans og fiskverkun. Þar starfaði hann í samfleytt 15 ár, eða þar til, að hann var ráðinn framfærslufulltrúi Vest-mannaeyjakaupstaðar árið 1938 og sjúkra-hússráðsmaður frá sama tíma. Þessum störfum gegndi Steinn allt til ársins 1962, er hann lét af þeim vegna aldurs. Þar að auki gegndi hann fjölda annarra opinberra starfa, m.a. var hann stefnuvottur bæjarfélagsins í 28 ár. Rækti hann störf sín af mikilli trú-mennsku og hógværð, enda maðurinn með einstaka skapgerð og fágaða framkomu. Ásamt þessum störfum hjá bæjarfélaginu vann Steinn hjá Samkomuhúsi Vestmanna-eyja við dyragæslu og eftirlit, í yfir 40 ár, eða allt til ársins 1980. Hann var einn af stofn-endum Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja 6. des. 1932. Þar vann Steinn óeigingjarnt starf, bæði við happdrættið og afgreiðslu Fylkis.
Árið 1924 kvæntist Steinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Þorgerði Vilhjálmsdóttir frá Múla í Eyjum. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur, sem allar lifa föður sinn. Þær eru: Sigríður, gift Sveini Magnússyni, Jóna, gift Hilmari Guðlaugssyni, Þóra, gift Finnboga Árnasyni og Guðrún, gift Jóhanni Ólafssyni. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir nær 3

Leiðsagnarval