„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Jóhann í Stíghúsi“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 39: Lína 39:
Ég man vel daginn, sem pabbi drukknaði. Eg var niðri við Fúlu að leika mér. Allt í einu heyri ég krakka sem þarna voru nálægir tala um það, að bátur hefði farizt þá um daginn. Ég vissi að pabbi var á sjó og hann var ekki kominn heim. Mér varð órótt og fór heim. Þar var þá Sigurður í Vertshúsinu á tali við mömmu. Ég fann á mér, að mikil alvara var á ferðum. Sigurður og pabbi voru miklir vinir. Þegar ég kom inn tók Sigurður brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og rétti mér.<br>
Ég man vel daginn, sem pabbi drukknaði. Eg var niðri við Fúlu að leika mér. Allt í einu heyri ég krakka sem þarna voru nálægir tala um það, að bátur hefði farizt þá um daginn. Ég vissi að pabbi var á sjó og hann var ekki kominn heim. Mér varð órótt og fór heim. Þar var þá Sigurður í Vertshúsinu á tali við mömmu. Ég fann á mér, að mikil alvara var á ferðum. Sigurður og pabbi voru miklir vinir. Þegar ég kom inn tók Sigurður brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og rétti mér.<br>
Löngu seinna fórst Sigurður á skektu við bryggjuna. Ég var þá að kenna leikfimi; var beðinn að koma strax niðureftir; víst til að reyna lífgunaraðferðir. En þá var ekkert hægt að gera. Sigurður var látinn.<br>
Löngu seinna fórst Sigurður á skektu við bryggjuna. Ég var þá að kenna leikfimi; var beðinn að koma strax niðureftir; víst til að reyna lífgunaraðferðir. En þá var ekkert hægt að gera. Sigurður var látinn.<br>
- Lífsbaráttan hefur trúlega orðið erfið hjá ekkjunni í Stíghúsi?
- Lífsbaráttan hefur trúlega orðið erfið hjá ekkjunni í Stíghúsi?<br>
- Já, en þetta bjargaðist furðanlega. Hún átti part í bát sem hét „Geysir“ og hún hafði kostgangara, seldi fæði. Og svo styttist í það að ég færi að létta svolítið undir.
- Já, en þetta bjargaðist furðanlega. Hún átti part í bát sem hét „Geysir“ og hún hafði kostgangara, seldi fæði. Og svo styttist í það að ég færi að létta svolítið undir.<br>
- Þú, krakkinn?
- Þú, krakkinn?<br>
- Já, ég var ráðinn til að beita línu hjá Þorsteini í Laufási 9 ára gamall.
- Já, ég var ráðinn til að beita línu hjá Þorsteini í Laufási 9 ára gamall.<br>
[[Mynd:Ekki er talið ólíklegt að örlítið ölbragð verði til að byrja með úr vatnsleiðslunni sem danskurinn hefur.png|300px|thumb|Ekki er talið ólíklegt að örlítið ölbragð verði til að byrja með úr vatnsleiðslunni sem danskurinn hefur lagt milli lands og Eyja.- Nú stendur til að leggja vatnsleiðslu nr. 2 17. júlí í sumar!]]
[[Mynd:Ekki er talið ólíklegt að örlítið ölbragð verði til að byrja með úr vatnsleiðslunni sem danskurinn hefur.png|300px|thumb|Ekki er talið ólíklegt að örlítið ölbragð verði til að byrja með úr vatnsleiðslunni sem danskurinn hefur lagt milli lands og Eyja.- Nú stendur til að leggja vatnsleiðslu nr. 2 17. júlí í sumar!]]
Þetta var vertíðina 1906 þegar Þorsteinn hóf vélbátaútgerð sína. Við flettum upp í sögu vélbátaútgerðar í Eyjum eftir Þorstein sjálfan, og þar segir svo: „Nú var einnig í fyrsta sinn tekin upp sú nýjung, að ráða drengi til hjálpar við að beita línuna. Áttu þeir að beita tvö bjóð hver, þá er róið var. Þeir, sem ráðnir voru, voru Ársæll Sveinsson á Sveinsstöðum, á tólfta ári, Hannes Hansson í Landakoti á líkum aldri og Jóhann Pálmason í Stíghúsi, aðeins níu ára gamall. Undir hann varð að hlaða, svo að hann næði upp á beituborðið. Þessir þrír drengir, sem beittu fyrst á vélbát hér í Eyjum, eru allir lifandi þegar þetta er skrifað, og hafa reynzt orðlagðir dugnaðarmenn að hverju, sem þeir hafa gengið.“
Þetta var vertíðina 1906 þegar Þorsteinn hóf vélbátaútgerð sína. Við flettum upp í sögu vélbátaútgerðar í Eyjum eftir Þorstein sjálfan, og þar segir svo: „Nú var einnig í fyrsta sinn tekin upp sú nýjung, að ráða drengi til hjálpar við að beita línuna. Áttu þeir að beita tvö bjóð hver, þá er róið var. Þeir, sem ráðnir voru, voru Ársæll Sveinsson á Sveinsstöðum, á tólfta ári, Hannes Hansson í Landakoti á líkum aldri og Jóhann Pálmason í Stíghúsi, aðeins níu ára gamall. Undir hann varð að hlaða, svo að hann næði upp á beituborðið. Þessir þrír drengir, sem beittu fyrst á vélbát hér í Eyjum, eru allir lifandi þegar þetta er skrifað, og hafa reynzt orðlagðir dugnaðarmenn að hverju, sem þeir hafa gengið.“

Leiðsagnarval