„Jón Guðjónsson (Hvanneyri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jón Guðjónsson''' á Hvanneyri, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, síðar umsjónarmaður í Reykjavík, f. 16. apríl 1892 í Vestur-Holtum u. Eyjafjöllum og lést 22....)
 
m (Verndaði „Jón Guðjónsson (Hvanneyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. desember 2017 kl. 17:46

Jón Guðjónsson á Hvanneyri, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, síðar umsjónarmaður í Reykjavík, f. 16. apríl 1892 í Vestur-Holtum u. Eyjafjöllum og lést 22. desember 1972.
Foreldrar hans voru Guðjón Sigurðsson bóndi í Vestur-Holtum, f. 1860, d. 24. júlí 1903, og kona hans Rannveig Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1866, d. 21. október 1945.

Systir Jóns var
Þórunn Guðjónsdóttir, vinnukona, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 22. maí 1898, d. 28. nóvember 1990.

Jón var með foreldrum sínum í Vestur-Holtum fyrstu ellefu ár ævinnar, en missti þá föður sinn.
Móðir hans fluttist með hann og Þórunni systur hans til Eyja frá Vestur-Holtum 1906. Hún var vinnukona Vesturhúsum 1910, en hann bjó og var verkamaður við fiskverkun og beitningu á Felli 1910 til 1913, bjó með móður sinni á Hvanneyri 1914 og þar var Þórunn systir hans skráð vinnukona. Hann var húsbóndi þar 1930 með móður sinni, og þar var Þórunn systir hans vinnukona.
Þau Guðrún giftu sig í byrjun árs 1934, eignuðust Björgvin í nóvember og bjuggu á Hvanneyri. Með þeim á Hvanneyri 1934 voru Rannveig móðir hans og Ásólfur mágur hans.
Þau voru þar 1940 með Björgvin og Ólöfu móður Guðrúnar og þar leigði Þorgils bróðir húsfreyjunnar.
Rannveig móðir Jóns fluttist úr bænum og lést á árinu 1945 og var grafin í Ásólfsskálakirkjugarði.
Jón átti um skeið í útgerð Kristbjargar VE-70 með Magnúsi á Felli og Grími Gíslasyni, en aðalstarf hans var við fiskimat. Þau Jón og Guðrún fluttu til Reykjavíkur 1945 með Björgvin. Þar vann Jón umsjónarstörf í Vélsmiðjunni Bjargi.
Jón lést 1972 og Guðrún 1987.

Kona Jóns, (13. janúar 1934), var Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1902 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 16. desember 1987.
Barn þeirra:
1. Björgvin Jónsson pípulagningamaður, síðan bifreiðastjóri hjá Þrótti, f. 15. nóvember 1934 á Hvanneyri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.