„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1995/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(5 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda)
Lína 13: Lína 13:
Við höfum öll misst mikið en amma þó mest. Afi er nú kominn til feðra sinna. Þar mun hann vaka yfir okkur og þar hittir hann Sigga á ný. Þó missirinn sé okkur öllum sár, þá lifa minningarnar, minningar sem við gleymum aldrei. Afi var farsæll, traustur og trúr sínu starfi. Þannig mun ég minnast hans.<br>
Við höfum öll misst mikið en amma þó mest. Afi er nú kominn til feðra sinna. Þar mun hann vaka yfir okkur og þar hittir hann Sigga á ný. Þó missirinn sé okkur öllum sár, þá lifa minningarnar, minningar sem við gleymum aldrei. Afi var farsæll, traustur og trúr sínu starfi. Þannig mun ég minnast hans.<br>
'''Einar Sveinn Ólafsson'''
'''Einar Sveinn Ólafsson'''


'''Sigurður Helgi Sveinsson'''<br>
'''Sigurður Helgi Sveinsson'''<br>
Lína 25: Lína 26:
Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.<br>
Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.<br>
Pabbi, mamma og systur.
Pabbi, mamma og systur.


'''Sigurjón Gottskálksson'''<br>
'''Sigurjón Gottskálksson'''<br>
'''Fæddur 21. mars 1910 - Dáinn 13. febrúar 1995'''
'''Fæddur 21. mars 1910 - Dáinn 13. febrúar 1995'''


Diddi í Hraungerði, eins og Vestmanneyingar kölluðu hann, var fæddur í Vatnshól í A-Landeyjum 21. mars 1910 og lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. febrúar 1995. Foreldrar hans voru Gottskálk Hreiðarsson frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Diddi var yngstur fjögurra systkina. Elstur var Sigurður, lengst af bóndi á Kirkjubæ hér í Eyjum, næstelstur var Hreiðar sem bjó í Mosfellssveit og næstyngst var systirin Ragnhildur sem dó hvítvoðungur.<br>
[[Sigurjón Gottskálksson|Diddi í Hraungerði]], eins og Vestmanneyingar kölluðu hann, var fæddur í Vatnshól í A-Landeyjum 21. mars 1910 og lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. febrúar 1995. Foreldrar hans voru Gottskálk Hreiðarsson frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Diddi var yngstur fjögurra systkina. Elstur var Sigurður, lengst af bóndi á Kirkjubæ hér í Eyjum, næstelstur var Hreiðar sem bjó í Mosfellssveit og næstyngst var systirin Ragnhildur sem dó hvítvoðungur.<br>
Þegar Diddi var nokkurra mánaða gamall dó móðir hans, og tveggja ára gamall fluttist hann til Vestmannaeyja og ólst þar upp í Hraungerði hjá föður sínum og Ingibjörgu Jónsdóttur frá Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðari konu Gottskálks.<br>
Þegar Diddi var nokkurra mánaða gamall dó móðir hans, og tveggja ára gamall fluttist hann til Vestmannaeyja og ólst þar upp í Hraungerði hjá föður sínum og Ingibjörgu Jónsdóttur frá Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðari konu Gottskálks.<br>
Hraungerði var næsta hús við æskuheimili mitt, Lönd, og þar man ég Didda lengst og best. Gottskálk lést 1936. Honum og Ingibjörgu hafði ekki orðið barna auðið, en ásamt Didda og Ingibjörgu átti Sigurður Jónsson, bróðir hennar, heima þar líka. Margir muna hann sem húsvörð í KFUM og K til margra ára. Diddi giftist ekki og eignaðist ekki börn.<br>
[[Hraungerði]] var næsta hús við æskuheimili mitt, [[Lönd]], og þar man ég Didda lengst og best. Gottskálk lést 1936. Honum og Ingibjörgu hafði ekki orðið barna auðið, en ásamt Didda og Ingibjörgu átti Sigurður Jónsson, bróðir hennar, heima þar líka. Margir muna hann sem húsvörð í KFUM og K til margra ára. Diddi giftist ekki og eignaðist ekki börn.<br>
Þegar eldgosið varð fór Hraungerði undir hraun, en þá hafði Diddi verið þar einn í nokkur ár eftir að systkinin dóu. Þá keypti hann íbúð í blokkinni við Hástein og bjó þar til síðasta árs þegar hann fluttist á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra. Hann var nokkum tíma á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna fótasárs, en að öðru leyti mjög vel á sig kominn. Dauðdagi hans varð þar snöggur og fyrirvaralaus þegar hann var að búa sig til svefns.<br>
Þegar eldgosið varð fór Hraungerði undir hraun, en þá hafði Diddi verið þar einn í nokkur ár eftir að systkinin dóu. Þá keypti hann íbúð í blokkinni við Hástein og bjó þar til síðasta árs þegar hann fluttist á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra. Hann var nokkum tíma á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna fótasárs, en að öðru leyti mjög vel á sig kominn. Dauðdagi hans varð þar snöggur og fyrirvaralaus þegar hann var að búa sig til svefns.<br>
Faðir minn og Diddi voru jafnaldrar og æskufélagar og vinir alla tíð meðan báðir lifðu. Þeir fóru eins fljótt og þeir gátu á sjó og til lunda með feðrum sínum til skiptis. Einnig í úteyjaferðir að sinna sauðfé. Stundum, núna seinni árin, var Diddi að segja mér frá þessu.<br>
Faðir minn og Diddi voru jafnaldrar og æskufélagar og vinir alla tíð meðan báðir lifðu. Þeir fóru eins fljótt og þeir gátu á sjó og til lunda með feðrum sínum til skiptis. Einnig í úteyjaferðir að sinna sauðfé. Stundum, núna seinni árin, var Diddi að segja mér frá þessu.<br>
Lína 42: Lína 44:
Útfarardagur hans var 25. febrúar sl. Um nóttina hafði fallið smámjöll, svo allt var alhvítt af tandurhreinum snjó. Lognið var algert, himinninn heiðskír og sólin skein eins lengi og dagbogi hennar var. Þetta var eins og tákn um líf og starf Didda í Hraungerði. Það gat ekki fullkomnara verið.<br>
Útfarardagur hans var 25. febrúar sl. Um nóttina hafði fallið smámjöll, svo allt var alhvítt af tandurhreinum snjó. Lognið var algert, himinninn heiðskír og sólin skein eins lengi og dagbogi hennar var. Þetta var eins og tákn um líf og starf Didda í Hraungerði. Það gat ekki fullkomnara verið.<br>
'''Friðrik Ásmundsson'''
'''Friðrik Ásmundsson'''


'''Eggert Ólafsson'''<br>
'''Eggert Ólafsson'''<br>
'''Fæddur 29. júní 1931 - Dáinn 9. sept. 1994'''
'''Fæddur 29. júní 1931 - Dáinn 9. sept. 1994'''


Eggert fæddist 29. júní 1931 að Víðivöllum í Vestmannaeyjum. Hann var sonur hjónana Guðfinnu Jónsdóttur og Ólafs Ingileifssonar í Heiðarbæ, en þar ólst Eggert upp í myndarlegum systkinahópi. Ekki verður lífshlaup hans rakið hér í smáatriðum.<br>
[[Eggert Ólafsson|Eggert]] fæddist 29. júní 1931 að [[Víðivellir|Víðivöllum]] í Vestmannaeyjum. Hann var sonur hjónana [[Guðfinna Jónsdóttir|Guðfinnu Jónsdóttur]] og [[Ólafur Ingileifsson|Ólafs Ingileifssonar]] í [[Heiðarbær|Heiðarbæ]], en þar ólst Eggert upp í myndarlegum systkinahópi. Ekki verður lífshlaup hans rakið hér í smáatriðum.<br>
Fljótlega eftir fermingu fór hann til sjós eins og algengast var á þeim árum. Hefur það vafalaust verið mikið happ fyrir ungan dreng að lenda í skipsrúmi hjá skipstjóra eins og Guðna Grímssyni á Maggí VE, en þar hóf Eggert sinn sjómannsferil.<br>
Fljótlega eftir fermingu fór hann til sjós eins og algengast var á þeim árum. Hefur það vafalaust verið mikið happ fyrir ungan dreng að lenda í skipsrúmi hjá skipstjóra eins og [[Guðni Grímsson|Guðna Grímssyni]] á [[Maggí VE]], en þar hóf Eggert sinn sjómannsferil.<br>
Snemma hneigðist hugur hans að vélum og veturinn 1949-50 sótti hann vélstjóranámskeið sem Fiskifélag Íslands stóð fyrir hér í Eyjum á þessum tíma. Þá var hann 19 ára gamall. Það er vægt til orða tekið að segja að vélstjóraferill hans hafi verið gifturíkur, enda Eggert með eindæmum handlaginn og natinn við vélar og ýmis tæki.<br>
Snemma hneigðist hugur hans að vélum og veturinn 1949-50 sótti hann vélstjóranámskeið sem Fiskifélag Íslands stóð fyrir hér í Eyjum á þessum tíma. Þá var hann 19 ára gamall. Það er vægt til orða tekið að segja að vélstjóraferill hans hafi verið gifturíkur, enda Eggert með eindæmum handlaginn og natinn við vélar og ýmis tæki.<br>
Eggert kvæntist 4. júlí 1953 Sigrúnu A. Þórmundsdóttur og eignuðust þau tvö myndarbörn, Halldóru Birnu og Jónas Kristin.<br>
Eggert kvæntist 4. júlí 1953 Sigrúnu A. Þórmundsdóttur og eignuðust þau tvö myndarbörn, Halldóru Birnu og Jónas Kristin.<br>
Sigrún lést fyrir tæplega þremur árum, eftir um það bil tveggja ára veikindi. Hjónaband þeirra Sigrúnar og Eggerts var mjög farsælt og þau afar samhent. Lát Sigrúnar var Eggerti mjög þungbært, en hann bar sorg sína ekki á torg enda frekar dulur maður, sem flíkaði lítið tilfinningum sínum. Hann var einstakt prúðmenni og mikill ljúflingur í alla staði, einstaklega barngóður, enda hændust börn mjög að honum. Oft komu barnabörn hans til tals í þröngum hóp.<br>
Sigrún lést fyrir tæplega þremur árum, eftir um það bil tveggja ára veikindi. Hjónaband þeirra Sigrúnar og Eggerts var mjög farsælt og þau afar samhent. Lát Sigrúnar var Eggerti mjög þungbært, en hann bar sorg sína ekki á torg enda frekar dulur maður, sem flíkaði lítið tilfinningum sínum. Hann var einstakt prúðmenni og mikill ljúflingur í alla staði, einstaklega barngóður, enda hændust börn mjög að honum. Oft komu barnabörn hans til tals í þröngum hóp.<br>
Eggert var mikill spekúlant eins og oft er sagt, og er það síður en svo meint í niðrandi merkingu hér, því það var æðimargt sem hann vissi og hafði lesið um, margvísleg málefni sem leitað höfðu á huga hans sem hann vildi fræðast um. Ekki er ég viss um að þetta hafi margir vitað, því hann var ekkert fyrir það að láta mikið á sér bera. En hann gat líka verið fastur fyrir, ef hann vissi að hann fór með rétt mál. Það má því segja að hann hafi haft flesta þá góðu eiginleika sem prýtt geta einn mann.<br>
Eggert var mikill spekúlant eins og oft er sagt, og er það síður en svo meint í niðrandi merkingu hér, því það var æðimargt sem hann vissi og hafði lesið um, margvísleg málefni sem leitað höfðu á huga hans sem hann vildi fræðast um. Ekki er ég viss um að þetta hafi margir vitað, því hann var ekkert fyrir það að láta mikið á sér bera. En hann gat líka verið fastur fyrir, ef hann vissi að hann fór með rétt mál. Það má því segja að hann hafi haft flesta þá góðu eiginleika sem prýtt geta einn mann.<br>
Við félagar hans á grafskipinu sem urðum þess aðnjótandi að fá að kynnast öðlingnum Eggerti Ólafssyni þökkum fyrir það og vottum börnum hans, barnabörnum, systkinum og öðrum vandamönnum samúð okkar.<br>
Við félagar hans á [[grafskipið|grafskipinu]] sem urðum þess aðnjótandi að fá að kynnast öðlingnum Eggerti Ólafssyni þökkum fyrir það og vottum börnum hans, barnabörnum, systkinum og öðrum vandamönnum samúð okkar.<br>
Megi Drottinn vor blessa minningu þessa góða drengs um ókomin ár.<br>
Megi Drottinn vor blessa minningu þessa góða drengs um ókomin ár.<br>
'''Sigurður Óskarsson'''
'''Sigurður Óskarsson'''


[[Björn Þórðarson]]<br>
[[Björn Þórðarson]]<br>
'''Fæddur 13. des. 1918 - Dáinn 31. mars 1994'''
'''Fæddur 13. des. 1918 - Dáinn 31. mars 1994'''


Björn fæddist 13. desember 1918 á [[Rauðafell|Rauðafelli]] við Vestmannabraut hér í Eyjum, en faðir hans hafði reist það hús. Hann var sonur hjónanna Þórðar Stefánssonar, formanns og útgerðarmanns, og konu hans Katrínar Guðmundsdóttur sem bæði eru látin. Þau hjón áttu ættir að rekja til Austur-Eyjafjalla og hófu þar ung búskap en fluttust til Vestmannaeyja árið 1918. Þórður var þar formaður og útgerðarmaður um árabil jafnframt því sem hann stundaði búskap eins og algengt var í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar. Björn átti ellefu systkini og eru í dag þrjár systur hans á lífi.<br>
[[Björn Þórðarson|Björn]] fæddist 13. desember 1918 á [[Rauðafell|Rauðafelli]] við Vestmannabraut hér í Eyjum, en faðir hans hafði reist það hús. Hann var sonur hjónanna Þórðar Stefánssonar, formanns og útgerðarmanns, og konu hans Katrínar Guðmundsdóttur sem bæði eru látin. Þau hjón áttu ættir að rekja til Austur-Eyjafjalla og hófu þar ung búskap en fluttust til Vestmannaeyja árið 1918. Þórður var þar formaður og útgerðarmaður um árabil jafnframt því sem hann stundaði búskap eins og algengt var í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar. Björn átti ellefu systkini og eru í dag þrjár systur hans á lífi.<br>
Hann ólst upp í foreldrahúsum á [[Fagrafell|Fagrafelli]] við Hvítingaveg. Skólaganga hans var ekki löng eins og algengt var á þessum tíma enda heillaði sjórinn og iðandi athafnalíf þótt heimskreppan stæði sem hæst á unglingsárum hans. Hann fór ungur að vinna við útgerð föður síns, enda nóg að starfa á svo stóru heimili þar sem oft voru allt að tuttugu manns yfir vertíðina og aðkomumenn bjuggu á heimili útgerðarmannsins. Þórður faðir hans hans heyjaði m.a. í [[Ystiklettur|Ystakletti]] og má geta nærri að Björn og bræður hans hafa þurft að taka til hendinni við að draga björg í bú. Björn var ekki gamall er hann fór að stunda sjóinn með föður sínum á bát hans, vb. Lítillát, fyrst sem háseti og síðan vélstjóri. Björn eignaðist vb. [[Happasæll VE|Happasæl]] árið 1941 ásamt Þórði bróður sínum og hóf þá formannsferil sinn. Gerðu þeir bátinn út um tíma frá Þórshöfn á Langanesi og víðar. Eftir það var hann formaður á vb. Ingólfi.<br>
Hann ólst upp í foreldrahúsum á [[Fagrafell|Fagrafelli]] við Hvítingaveg. Skólaganga hans var ekki löng eins og algengt var á þessum tíma enda heillaði sjórinn og iðandi athafnalíf þótt heimskreppan stæði sem hæst á unglingsárum hans. Hann fór ungur að vinna við útgerð föður síns, enda nóg að starfa á svo stóru heimili þar sem oft voru allt að tuttugu manns yfir vertíðina og aðkomumenn bjuggu á heimili útgerðarmannsins. Þórður faðir hans hans heyjaði m.a. í [[Ystiklettur|Ystakletti]] og má geta nærri að Björn og bræður hans hafa þurft að taka til hendinni við að draga björg í bú. Björn var ekki gamall er hann fór að stunda sjóinn með föður sínum á bát hans, vb. Lítillát, fyrst sem háseti og síðan vélstjóri. Björn eignaðist vb. [[Happasæll VE|Happasæl]] árið 1941 ásamt Þórði bróður sínum og hóf þá formannsferil sinn. Gerðu þeir bátinn út um tíma frá Þórshöfn á Langanesi og víðar. Eftir það var hann formaður á vb. Ingólfi.<br>
Björn fluttist frá Vestmannaeyjum á stríðsárunum og reri frá Grindavík í nokkur ár. Árið 1947 varð hann formaður á vb. Grindvíkingi, en það var glæsilegur nýsmíðaður bátur og var Björn einn eigendanna. Hann var formaður á Grindvíkingi í nokkur ár bæði á vertíð og á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Björn var mikill aflamaður og eina vetrarvertíð varð hann aflahæstur yfir landið.<br>
Björn fluttist frá Vestmannaeyjum á stríðsárunum og reri frá Grindavík í nokkur ár. Árið 1947 varð hann formaður á vb. Grindvíkingi, en það var glæsilegur nýsmíðaður bátur og var Björn einn eigendanna. Hann var formaður á Grindvíkingi í nokkur ár bæði á vertíð og á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Björn var mikill aflamaður og eina vetrarvertíð varð hann aflahæstur yfir landið.<br>
Lína 65: Lína 69:
Björn veiktist á miðjum aldri og varð óvinnufær eftir það. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 31. mars 1994.<br>
Björn veiktist á miðjum aldri og varð óvinnufær eftir það. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 31. mars 1994.<br>
'''Theodór S. Georgsson'''
'''Theodór S. Georgsson'''


'''Stefán Krístinn Guðmundsson'''<br>
'''Stefán Krístinn Guðmundsson'''<br>
Lína 74: Lína 79:
Við minnumst Stebba sem kærleiksríks og gefandi drengs. Hann hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og stundaði þá íþrótt sem ungur drengur af miklu kappi og var valinn í unglingalandsliðið. Það var alltaf gaman þegar Stebbi frændi kom úr siglingum með fangið fullt af gjöfum til lítilla frændsystkina. Stebbi aðstoðaði föður sinn mikið í veikindum móður sinnar, ásamt bróður sínum, og eiga þeir bestu þakkir skilið.
Við minnumst Stebba sem kærleiksríks og gefandi drengs. Hann hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og stundaði þá íþrótt sem ungur drengur af miklu kappi og var valinn í unglingalandsliðið. Það var alltaf gaman þegar Stebbi frændi kom úr siglingum með fangið fullt af gjöfum til lítilla frændsystkina. Stebbi aðstoðaði föður sinn mikið í veikindum móður sinnar, ásamt bróður sínum, og eiga þeir bestu þakkir skilið.
Stefán hélt heimili að Áshamri 30 síðustu ár ævi sinnar.<br>
Stefán hélt heimili að Áshamri 30 síðustu ár ævi sinnar.<br>
Líknargjafinn þjáðra þjóða<br>
:::Líknargjafinn þjáðra þjóða<br>
þú sem kyrrir vind og sjó,<br>
:::þú sem kyrrir vind og sjó,<br>
ættjörð vor í ystu höfum<br>
:::ættjörð vor í ystu höfum<br>
undir þinni miskunn bjó.<br>
:::undir þinni miskunn bjó.<br>
Vertu með oss, vaktu hjá oss,<br>
:::Vertu með oss, vaktu hjá oss,<br>
veittu styrk og hugarró.<br>
:::veittu styrk og hugarró.<br>
Þegar boðin heljar hakkar,<br>
:::Þegar boðin heljar hakkar,<br>
Herra lægðu vind og sjó.<br>
:::Herra lægðu vind og sjó.<br>
(J. Magnússon.)<br>
:::(J. Magnússon.)<br>
Guð geymi þig, elsku Stebbi.<br>
Guð geymi þig, elsku Stebbi.<br>
Pabbi, systkini, synir og frændfólk<br>
Pabbi, systkini, synir og frændfólk<br>


'''Sigmundur Karlsson'''<br>
'''Sigmundur Karlsson'''<br>
'''Fæddur 23. sept. 1912 - Dáinn 13. apríl 1994'''
'''Fæddur 23. sept. 1912 - Dáinn 13. apríl 1994'''


Sigmundur Karlsson var fæddur að Gamla-Hrauni í Eyrarbakkahreppi 23. sept. 1912. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Karl Guðmundsson og Sesselja Jónsdóttir. Var Sigmundur fyrsta barn þeirra hjóna, en þau eignuðust átta börn alls. Byrjaði Sigmundur strax á unga aldri að vinna við sjóinn eins og siður var í þá daga.<br>
[[Sigmundur Karlsson]] var fæddur að Gamla-Hrauni í Eyrarbakkahreppi 23. sept. 1912. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Karl Guðmundsson og Sesselja Jónsdóttir. Var Sigmundur fyrsta barn þeirra hjóna, en þau eignuðust átta börn alls. Byrjaði Sigmundur strax á unga aldri að vinna við sjóinn eins og siður var í þá daga.<br>
Til Vestmannaeyja kemur Sigmundur ungur maður og byrjaði sjómennsku sína hjá [[Ársæll Sveinsson|Ársæli]] á [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]]. Er Sigmundur kom til Eyja hafði hann aflað sér vélstjóraréttinda, aðeins 18 ára gamall, og varð það hans aðalstarf upp frá því.<br>
Til Vestmannaeyja kemur Sigmundur ungur maður og byrjaði sjómennsku sína hjá [[Ársæll Sveinsson|Ársæli]] á [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]]. Er Sigmundur kom til Eyja hafði hann aflað sér vélstjóraréttinda, aðeins 18 ára gamall, og varð það hans aðalstarf upp frá því.<br>
Á Fögrubrekku verða þáttaskil í lífi Sigmundar, þar kynnist hann konuefni sínu, [[Klara Kristjánsdóttir|Klöru Kristjánsdóttur]] frá [[Heiðarbrún]], og felldu þau fljótt hugi saman. Reyndu þau fyrst fyrir sér búskap heima í foreldrahúsum á Stokkseyri. Foreldrar hans höfðu þá flutt þangað, en vera þeirra á Stokkseyri var stutt. Fluttust þau Klara og Sigmundur til Vestmannaeyja og áttu þau þá von á fyrsta barni sínu. Börnin urðu alls 11. Þau bjuggu lengst af á Hásteinsvegi 38 ([[Nikhóll|Nikhól]]).<br>
Á Fögrubrekku verða þáttaskil í lífi Sigmundar, þar kynnist hann konuefni sínu, [[Klara Kristjánsdóttir|Klöru Kristjánsdóttur]] frá [[Heiðarbrún]], og felldu þau fljótt hugi saman. Reyndu þau fyrst fyrir sér búskap heima í foreldrahúsum á Stokkseyri. Foreldrar hans höfðu þá flutt þangað, en vera þeirra á Stokkseyri var stutt. Fluttust þau Klara og Sigmundur til Vestmannaeyja og áttu þau þá von á fyrsta barni sínu. Börnin urðu alls 11. Þau bjuggu lengst af á Hásteinsvegi 38 ([[Nikhóll|Nikhól]]).<br>
Lína 99: Lína 105:
Ég vil þakka föður mínum góðar samverustundir og góðar minningar.<br>
Ég vil þakka föður mínum góðar samverustundir og góðar minningar.<br>
'''Kristján Sigmundsson'''
'''Kristján Sigmundsson'''


'''Þorgils Bjarnason'''<br>
'''Þorgils Bjarnason'''<br>
Lína 105: Lína 112:
[[Þorgils Bjarnason]] var fæddur á Ásólfsskála í Vestur-Eyjafjallahreppi þann 9. sept. 1905. Foreldrar hans voru Ólöf Bergsdóttir og Bjarni Bjarnason og var Þorgils yngstur í hópi átta systkina.<br>
[[Þorgils Bjarnason]] var fæddur á Ásólfsskála í Vestur-Eyjafjallahreppi þann 9. sept. 1905. Foreldrar hans voru Ólöf Bergsdóttir og Bjarni Bjarnason og var Þorgils yngstur í hópi átta systkina.<br>
Árið 1924 kom Gilsi hingað í fyrsta sinn og vann sem vertíðarmaður hjá Magnúsi á Felli. Vann í aðgerð en fór fljótlega að stunda sjóinn. Fluttist síðan hingað alkominn 1930.<br>
Árið 1924 kom Gilsi hingað í fyrsta sinn og vann sem vertíðarmaður hjá Magnúsi á Felli. Vann í aðgerð en fór fljótlega að stunda sjóinn. Fluttist síðan hingað alkominn 1930.<br>
Þorgils bjó um skeið hjá systur sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, og Jóni Guðjónssyni að Hvanneyri, Vestmannabraut 60. Fljótlega kynntist Gilsi stúlkunni í næsta húsi, [[Guðrún Jónsdóttir|Guðrúnu Jónsdóttur]] í [[Úthlíð]], Vestmannabraut 58a.<br>
Þorgils bjó um skeið hjá systur sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, og Jóni Guðjónssyni að [[Hvanneyri]], Vestmannabraut 60. Fljótlega kynntist Gilsi stúlkunni í næsta húsi, [[Guðrún Jónsdóttir|Guðrúnu Jónsdóttur]] í [[Úthlíð]], Vestmannabraut 58a.<br>
Þegar systir Þorgils og fjölskylda hennar fluttist til Reykjavíkur árið 1945 fór hann til heitkonu sinnar, Guðrúnar, sem var frá Gerðarkoti í Vestur-Eyjafjarðahreppi. Bjuggu þau hjá bróður Guðrúnar, Björgvini Jónssyni útgerðarmanni, til ársins 1952 er þau fluttust í austurenda [[Fagurhóll|Fagurhóls]], Strandvegi 55.<br>
Þegar systir Þorgils og fjölskylda hennar fluttist til Reykjavíkur árið 1945 fór hann til heitkonu sinnar, Guðrúnar, sem var frá Gerðarkoti í Vestur-Eyjafjarðahreppi. Bjuggu þau hjá bróður Guðrúnar, Björgvini Jónssyni útgerðarmanni, til ársins 1952 er þau fluttust í austurenda [[Fagurhóll|Fagurhóls]], Strandvegi 55.<br>
Þessi ár var Gilsi alltaf á sjó og stundaði hefðbundna vertíðarróðra. Honum leið hvergi betur en á sjó. Þótti honum þetta skemmtileg vinna og þá sérstaklega síldveiðin. Var hann meðal annars á Ísleifi III., Jóni Stefánssyni og Helga Helgasyni.<br>
Þessi ár var Gilsi alltaf á sjó og stundaði hefðbundna vertíðarróðra. Honum leið hvergi betur en á sjó. Þótti honum þetta skemmtileg vinna og þá sérstaklega síldveiðin. Var hann meðal annars á Ísleifi III., Jóni Stefánssyni og Helga Helgasyni.<br>
Lína 112: Lína 119:
Blessuð sé minning hans.<br>
Blessuð sé minning hans.<br>
Eggert og Hulda
Eggert og Hulda


'''Ögmundur Sigurðsson'''<br>
'''Ögmundur Sigurðsson'''<br>
'''Fæddur 17. jan. 1911 - Dáinn 22. sept. 1994'''
'''Fæddur 17. jan. 1911 - Dáinn 22. sept. 1994'''


Faðir minn, [[Ögmundur Sigurðsson]], var fæddur í Fagurhóli í Vestmannaeyjum 17. jan. 1911. Foreldrar hans voru hjónin Þóranna Ögmundsdóttir og Sigurður Jónsson formaður.<br>
Faðir minn, [[Ögmundur Sigurðsson]], var fæddur í [[Fagurhóll|Fagurhóli]] í Vestmannaeyjum 17. jan. 1911. Foreldrar hans voru hjónin Þóranna Ögmundsdóttir og Sigurður Jónsson formaður.<br>
Á þriðja aldursári missti hann föður sinn sem fórst með bát sínum og allri áhöfn í línuróðri. Þóranna móðir hans stóð þá uppi ein með fjögur börn, öll í frumbernsku, og skuldsett hús, en þau höfðu þá nýverið byggt [[Fagurhóll|Fagurhólinn]]. Húsið var tekið upp í skuldir, en Þóranna fékk að vera áfram í Fagurhól meðan byggt var lítið steinhús á Landakotslóðinni við Vesturveg, af henni og föður hennar, Ögmundi Ögmundssyni. Þetta hús var að  mestu  byggt  og fjármagnað  af verslun Tangans, Gunnar Ólafsson & Co. Kostnaður var rúmar 2000 kr. og skyldu Þóranna og Ögmundur vinna upp í skuldina við fisk, uppskipun á kolum og fleiru.<br>
Á þriðja aldursári missti hann föður sinn sem fórst með bát sínum og allri áhöfn í línuróðri. Þóranna móðir hans stóð þá uppi ein með fjögur börn, öll í frumbernsku, og skuldsett hús, en þau höfðu þá nýverið byggt Fagurhólinn. Húsið var tekið upp í skuldir, en Þóranna fékk að vera áfram í Fagurhól meðan byggt var lítið steinhús á Landakotslóðinni við Vesturveg, af henni og föður hennar, Ögmundi Ögmundssyni. Þetta hús var að  mestu  byggt  og fjármagnað  af verslun Tangans, Gunnar Ólafsson & Co. Kostnaður var rúmar 2000 kr. og skyldu Þóranna og Ögmundur vinna upp í skuldina við fisk, uppskipun á kolum og fleiru.<br>
Það var erfitt að vinna fyrir heimilinu á þesum tíma, börnin voru fjögur og það elsta aðeins fjögurra ára. Það varð úr að faðir minn var sendur tvö sumur í röð, þá aðeins 6 og 7 ára gamall, í sveit hjá óvandabundnu fólki þar sem hann varð oft á tíðum að vinna erfið verk ofvaxin litlum dreng.<br>
Það var erfitt að vinna fyrir heimilinu á þesum tíma, börnin voru fjögur og það elsta aðeins fjögurra ára. Það varð úr að faðir minn var sendur tvö sumur í röð, þá aðeins 6 og 7 ára gamall, í sveit hjá óvandabundnu fólki þar sem hann varð oft á tíðum að vinna erfið verk ofvaxin litlum dreng.<br>
Þegar faðir minn var átta ára var hann tekinn í fóstur á gott heimili hjá frænku sinni Oddnýju Jónsdóttur í Kerlingardal í V-Skaftafellssýslu.<br>
Þegar faðir minn var átta ára var hann tekinn í fóstur á gott heimili hjá frænku sinni Oddnýju Jónsdóttur í Kerlingardal í V-Skaftafellssýslu.<br>
Lína 128: Lína 136:
Faðir minn lést þann 22. sept. 1994 á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, þrotinn að kröftum. Guð blessi minningu þeirra.<br>
Faðir minn lést þann 22. sept. 1994 á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, þrotinn að kröftum. Guð blessi minningu þeirra.<br>
'''Sigurður Ögmundsson'''
'''Sigurður Ögmundsson'''


'''Guðsteinn Þorbjörnsson'''<br>
'''Guðsteinn Þorbjörnsson'''<br>
'''Fæddur 6. sept. 1910 - Dáinn 14. febrúar 1995'''
'''Fæddur 6. sept. 1910 - Dáinn 14. febrúar 1995'''


Faðir minn, [[Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson]], var fæddur að Fagurhól í Vestmannaeyjum þann 6. sept. 1910. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörn Arnbjörnsson, póstur og sótari í Vestmannaeyjum, ættaður úr Skaftafellssýslum, og Margrét Gunnarsdóttir, ættuð úr Landeyjum. Þau reistu sér hús að Vesturvegi 15B og nefndu það [[Reynifell]]. Þar ólst faðir minn upp og stofnaði síðar sitt eigið heimili.<br>
Faðir minn, [[Guðsteinn I. Þorbjörnsson]], var fæddur að |Þorbjörn Arnbjörnsson, póstur og sótari í Vestmannaeyjum, ættaður úr Skaftafellssýslum, og Margrét Gunnarsdóttir, ættuð úr Landeyjum. Þau reistu sér hús að Vesturvegi 15B og nefndu það [[Reynifell]]. Þar ólst faðir minn upp og stofnaði síðar sitt eigið heimili.<br>
Systkyni föður míns voru sjö talsins og lifa þrjú þeirra föður minn, Guðrún, Sóley og Arnmundur, auk fóstursysturinnar Sigríðar Hermanns.<br>
Systkyni föður míns voru sjö talsins og lifa þrjú þeirra föður minn, Guðrún, Sóley og Arnmundur, auk fóstursysturinnar Sigríðar Hermanns.<br>
Fjórtán ára að aldri fór faðir minn ásamt fleirum að sumarlagi til sjós á trillu með Stefáni Erlendssyni og voru þeir á handfærum úti fyrir Austfjörðum. Eftir það var sjómennska aðalstarf föður míns meðan heilsa og kraftar entust.<br>
Fjórtán ára að aldri fór faðir minn ásamt fleirum að sumarlagi til sjós á trillu með Stefáni Erlendssyni og voru þeir á handfærum úti fyrir Austfjörðum. Eftir það var sjómennska aðalstarf föður míns meðan heilsa og kraftar entust.<br>
Lína 151: Lína 160:
Blessuð sé minning föður míns.<br>
Blessuð sé minning föður míns.<br>
'''Reynir Guðsteinsson'''
'''Reynir Guðsteinsson'''


'''Gunnar Eiríksson'''<br>
'''Gunnar Eiríksson'''<br>
'''Fæddur 9. sept. 1916. - Dáinn 7. des. 1994.'''
'''Fæddur 9. sept. 1916. - Dáinn 7. des. 1994.'''


Gunnar Eiríksson var fæddur í Vestmannaeyjum 9. september 1916. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum, 7. desember 1994. Foreldrar hans voru Eiríkur Ögmundsson verkstjóri og kona hans Júlía Sigurðardóttir. Gunnar var næstelstur af sex systkinum og að auki voru tveir hálfbræður sem Júlía átti með fyrri manni sínum, Sigurfinni Árnasyni, en hann drukknaði er drengirnir voru á barnsaldri. Af þessum átta systkina hópi eru nú fjögur á lífi, Sigurfinna, Margrét, Þórarinn og Óskar.<br>
[[Gunnar Eiríksson]] var fæddur í Vestmannaeyjum 9. september 1916. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum, 7. desember 1994. Foreldrar hans voru Eiríkur Ögmundsson verkstjóri og kona hans Júlía Sigurðardóttir. Gunnar var næstelstur af sex systkinum og að auki voru tveir hálfbræður sem Júlía átti með fyrri manni sínum, Sigurfinni Árnasyni, en hann drukknaði er drengirnir voru á barnsaldri. Af þessum átta systkina hópi eru nú fjögur á lífi, Sigurfinna, Margrét, Þórarinn og Óskar.<br>
Fregnin um andlát Gunnars hefði ekki átt að koma á óvart, aldurinn orðinn nokkuð hár, og heilsan farin að bila. En það er eins og maðurinn með ljáinn komi alltaf á óvart, ekki síst þegar það gerist snögglega og án verulegs aðdraganda. Svo fór með Gunnar, hann reis upp frá matarborðinu, en hneig svo niður og var allur. Hljóðlátt og án alls umstangs, en þannig var líf hans. Hann var ekki mikið fyrir að láta hafa fyrir sér.<br>
Fregnin um andlát Gunnars hefði ekki átt að koma á óvart, aldurinn orðinn nokkuð hár, og heilsan farin að bila. En það er eins og maðurinn með ljáinn komi alltaf á óvart, ekki síst þegar það gerist snögglega og án verulegs aðdraganda. Svo fór með Gunnar, hann reis upp frá matarborðinu, en hneig svo niður og var allur. Hljóðlátt og án alls umstangs, en þannig var líf hans. Hann var ekki mikið fyrir að láta hafa fyrir sér.<br>
Gunnar var Vestmanneyingur, fæddur þar og uppalinn, á eyjunni fögru þar sem allt snýst um hafið og það sem það gefur af sér. Það var ekki um sérlega margt að velja fyrir efnalitla unga menn á fyrri hluta þessarar aldar, annað hvort að koma sér á brott, upp á fastalandið, eða snúa sér að sjónum. Og það var það sem Gunnar gerði, sjómennska varð hans aðalævistarf. Hann stundaði sjóinn á fiskiskipum, smáum og stórum, frá Eyjum og frá Reykjavík. Gunnar var frábær sjómaður, skyldurækinn og harðduglegur, enda eftirsóttur í skiprúm. Í landi átti hann lengst af öruggt og gott heimili í litla húsinu sem foreldrar hans áttu við Heimagötu, [[Dvergasteinn|Dvergasteini]]. En örlög þessa sögufræga húss urðu, eins og svo margra annarrra húsa í Eyjum, að grafast undir tugi metra þykku hraunlagi.<br>
Gunnar var Vestmanneyingur, fæddur þar og uppalinn, á eyjunni fögru þar sem allt snýst um hafið og það sem það gefur af sér. Það var ekki um sérlega margt að velja fyrir efnalitla unga menn á fyrri hluta þessarar aldar, annað hvort að koma sér á brott, upp á fastalandið, eða snúa sér að sjónum. Og það var það sem Gunnar gerði, sjómennska varð hans aðalævistarf. Hann stundaði sjóinn á fiskiskipum, smáum og stórum, frá Eyjum og frá Reykjavík. Gunnar var frábær sjómaður, skyldurækinn og harðduglegur, enda eftirsóttur í skiprúm. Í landi átti hann lengst af öruggt og gott heimili í litla húsinu sem foreldrar hans áttu við Heimagötu, [[Dvergasteinn|Dvergasteini]]. En örlög þessa sögufræga húss urðu, eins og svo margra annarrra húsa í Eyjum, að grafast undir tugi metra þykku hraunlagi.<br>
Lína 163: Lína 173:
Gunnar var sannarlega það sem allir menn gjarnan vilja vera - drengur góður.<br>
Gunnar var sannarlega það sem allir menn gjarnan vilja vera - drengur góður.<br>
'''Óskar Steindórsson'''
'''Óskar Steindórsson'''


'''Steinar Ágústsson'''<br>
'''Steinar Ágústsson'''<br>
'''Fæddur 16. febrúar 1936 - Dáinn 7. ágúst 1994'''
'''Fæddur 16. febrúar 1936 - Dáinn 7. ágúst 1994'''


Steinar Ágústsson var fæddur í Reykjavík 16. febrúar og lést í Vestmannaeyjum 7. ágúst 1994. Hann var sonur Benjamíns Ágústs Jenssonar frá Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp og Þórhildar Þorsteinsdóttur frá Patreksfirði. Steinar ólst upp í Reykjavík, en hann fluttist til Vestmannaeyja snemma á sjöunda áratugnum. Hann var lengi til sjós á ýmsum bátum og þá sem kokkur. Hann var meðal annars lengi vel á Kópnum hjá Villa Fisher, Glófaxa hjá Bedda svo og með Guðfinni á Kristbjörginni. Þá var hann einnig á millilandaskipum.
[[Steinar Ágústsson]] var fæddur í Reykjavík 16. febrúar og lést í Vestmannaeyjum 7. ágúst 1994. Hann var sonur Benjamíns Ágústs Jenssonar frá Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp og Þórhildar Þorsteinsdóttur frá Patreksfirði. Steinar ólst upp í Reykjavík, en hann fluttist til Vestmannaeyja snemma á sjöunda áratugnum. Hann var lengi til sjós á ýmsum bátum og þá sem kokkur. Hann var meðal annars lengi vel á Kópnum hjá Villa Fisher, Glófaxa hjá Bedda svo og með Guðfinni á Kristbjörginni. Þá var hann einnig á millilandaskipum.
Steinar vitnaði oft í siglingarnar og hvernig heimurinn hefði komið honum fyrir sjónir. Það voru fróðlegar frásagnir. Tíðrætt var honum um siglingarnar til gamla Sovéts og hafði hann frá mörgu að segja. Hann talaði oft um það að þeir sem væru hallir undir stjórnarfarið og ráðamenn austantjalds þess tíma hefðu gott af því að fara og skoða með eigin augum þá eymd sem þjóðirnar bjuggu við. Það hlyti að hafa áhrif á þá sem nærri kæmu og vart líklegt að þeir hinir sömu myndu hampa slíkum aðstæðum og biðja um það sér og löndum sínum til handa.<br>
Steinar vitnaði oft í siglingarnar og hvernig heimurinn hefði komið honum fyrir sjónir. Það voru fróðlegar frásagnir. Tíðrætt var honum um siglingarnar til gamla Sovéts og hafði hann frá mörgu að segja. Hann talaði oft um það að þeir sem væru hallir undir stjórnarfarið og ráðamenn austantjalds þess tíma hefðu gott af því að fara og skoða með eigin augum þá eymd sem þjóðirnar bjuggu við. Það hlyti að hafa áhrif á þá sem nærri kæmu og vart líklegt að þeir hinir sömu myndu hampa slíkum aðstæðum og biðja um það sér og löndum sínum til handa.<br>
Seinasta áratuginn starfaði Steinar í landi sem verkamaður og þá lengst af í Vinnslustöðinni.
Seinasta áratuginn starfaði Steinar í landi sem verkamaður og þá lengst af í Vinnslustöðinni.
Lína 176: Lína 187:
Hafðu þakkir, kæri vinur, fyrir samfylgdina og allt sem þú hafðir að gefa. Megi góður Guð varðveita þig og blessa.<br>
Hafðu þakkir, kæri vinur, fyrir samfylgdina og allt sem þú hafðir að gefa. Megi góður Guð varðveita þig og blessa.<br>
'''Guðmundur Þ. B. Ólafsson'''
'''Guðmundur Þ. B. Ólafsson'''


'''Gunnar Ingi Einarsson'''<br>
'''Gunnar Ingi Einarsson'''<br>
'''Fæddur 29. okt. 1951 - Dáinn 26. febr. 1995'''
'''Fæddur 29. okt. 1951 - Dáinn 26. febr. 1995'''


Gunnar var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Hrefnu Jónsdóttur og Einars Ágústssonar. Þau bjuggu að Baldursgötu 37 og þar ólst Gunnar upp til fullorðinsára í hópi fjögurra systkina, en einn bróðirinn dó ungur.<br>
[[Gunnar I. Einarsson|Gunnar]] var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Hrefnu Jónsdóttur og Einars Ágústssonar. Þau bjuggu að Baldursgötu 37 og þar ólst Gunnar upp til fullorðinsára í hópi fjögurra systkina, en einn bróðirinn dó ungur.<br>
Ekki er hægt að minnast á Gunnar nema tala um Ágúst tvíburabróðir hans líka því þeirra samband var svo mikið að þar sem annar var, þar var hinn líka. Þetta sýndi sig best þegar Gústi krækti sér í skátastelpu úr Vestmannaeyjum, þá gerði Gunnar það líka. Báðir urðu þeir á skömmum tíma eins og innfæddir eyjapeyjar geta bestir orðið. Á æskuárum myndaðist sterkur hópur vina og leikbræðra í hverfinu, en aðalleiksvæðið var á Skólavörðuholtinu. Oft var gaman og mikið hlegið þegar þeir bræður voru að rifja upp alls konar atvik og prakkarasögur frá þessum árum.<br>
Ekki er hægt að minnast á Gunnar nema tala um Ágúst tvíburabróðir hans líka því þeirra samband var svo mikið að þar sem annar var, þar var hinn líka. Þetta sýndi sig best þegar Gústi krækti sér í skátastelpu úr Vestmannaeyjum, þá gerði Gunnar það líka. Báðir urðu þeir á skömmum tíma eins og innfæddir eyjapeyjar geta bestir orðið. Á æskuárum myndaðist sterkur hópur vina og leikbræðra í hverfinu, en aðalleiksvæðið var á Skólavörðuholtinu. Oft var gaman og mikið hlegið þegar þeir bræður voru að rifja upp alls konar atvik og prakkarasögur frá þessum árum.<br>
Aðalstarf Gunnars var trésmíði sem hann lærði hjá föður sínum. Hér í Eyjum vann hann um tíma hjá Ístaki, Vestmannaeyjabæ og Erlendi Péturssyni, en lengst, eða um 18 ár, hjá Hraðfrystistöðinni og Ísfélaginu eftir sameiningu. Ef Gunnar tók að sér verk, hvort sem það var fyrir vinnuveitandann eða vini og kunningja, svo sem eitt sólhús eða bílskúr, þá var verkið klárað til enda og ekkert málæði þar um, en húmorinn var alltaf á sínum stað.<br>
Aðalstarf Gunnars var trésmíði sem hann lærði hjá föður sínum. Hér í Eyjum vann hann um tíma hjá Ístaki, Vestmannaeyjabæ og Erlendi Péturssyni, en lengst, eða um 18 ár, hjá Hraðfrystistöðinni og Ísfélaginu eftir sameiningu. Ef Gunnar tók að sér verk, hvort sem það var fyrir vinnuveitandann eða vini og kunningja, svo sem eitt sólhús eða bílskúr, þá var verkið klárað til enda og ekkert málæði þar um, en húmorinn var alltaf á sínum stað.<br>
Hann vann sér traust allra sem kynntust honum og í félagsstarfinu, bæði í Lions og Íþróttafélaginu Þór, var hann vel virkur og átti þar fjölda vina.<br>
Hann vann sér traust allra sem kynntust honum og í félagsstarfinu, bæði í Lions og Íþróttafélaginu Þór, var hann vel virkur og átti þar fjölda vina.<br>
Fyrsta smjörþef af sjómennsku fékk Gunnar árið 1971 þegar hann réðst sem háseti á Selána eitt sumar og sigldi á Evrópuhafnir. Árið 1991 réðst hann svo á nótaskipið Sigurð Ve og var þar öll úthöld síðan, en vann við smíðar þess á milli hjá sínum trausta vinnuveitanda Sigurði Einarssyni.<br>
Fyrsta smjörþef af sjómennsku fékk Gunnar árið 1971 þegar hann réðst sem háseti á Selána eitt sumar og sigldi á Evrópuhafnir. Árið 1991 réðst hann svo á nótaskipið Sigurð Ve og var þar öll úthöld síðan, en vann við smíðar þess á milli hjá sínum trausta vinnuveitanda Sigurði Einarssyni.<br>
Þeir bræður leiddu brúðir sínar upp að altari Háteigskirkju 29. des. 1973. Prestur var hinn góðkunni Eyjaklerkur, sr. Jóhann Hlíðar. Þetta var fallegt brúðkaup, enda brúðhjónin ungt og fallegt fólk. Ég vil meina að þar hafi Guð tengt saman persónur sem áttu vel saman. Gunnar sýndi fljótt hvaða maður í honum bjó. Vann sér traust tengdaforeldra sinna við fyrstu kynni og þeirrar stóru fjölskyldu sem hann hafði tengst. Hann reyndist mjög til fyrirmyndar sem faðir og eiginmaður, alltaf hinn fasti punktur og öruggur, en vinur og þátttakandi í lífi fjölskyldu sinnar, og alltaf var grunnt á gríninu og stríðninni. Það má fullyrða að hann var hamingjumaður í sínu einkalífi, Birna og dæturnar þrjár var það sem hann bar mest fyrir brjósti.<br>
Þeir bræður leiddu brúðir sínar upp að altari Háteigskirkju 29. des. 1973. Prestur var hinn góðkunni Eyjaklerkur, [[sr. Jóhann Hlíðar]]. Þetta var fallegt brúðkaup, enda brúðhjónin ungt og fallegt fólk. Ég vil meina að þar hafi Guð tengt saman persónur sem áttu vel saman. Gunnar sýndi fljótt hvaða maður í honum bjó. Vann sér traust tengdaforeldra sinna við fyrstu kynni og þeirrar stóru fjölskyldu sem hann hafði tengst. Hann reyndist mjög til fyrirmyndar sem faðir og eiginmaður, alltaf hinn fasti punktur og öruggur, en vinur og þátttakandi í lífi fjölskyldu sinnar, og alltaf var grunnt á gríninu og stríðninni. Það má fullyrða að hann var hamingjumaður í sínu einkalífi, Birna og dæturnar þrjár var það sem hann bar mest fyrir brjósti.<br>
Blessuð sé minning um góðan dreng.<br>
Blessuð sé minning um góðan dreng.<br>
'''Hilmir Högnason'''
'''Hilmir Högnason'''


'''Hörður Róbert Eyvindsson'''<br>
'''Hörður Róbert Eyvindsson'''<br>
'''F. 31. des. 1944 - Dáinn 19. júni 1994.'''
'''F. 31. des. 1944 - Dáinn 19. júni 1994.'''


Hörður Róbert Eyvindsson, eða Róbert, eins og hann var ávallt kallaður, fæddist 31. des. lýðveldisárið 1944 á Seyðisfirði. Hann er sonur hjónanna Jórunnar Emilsdóttur Torshamars húsmóður, ættaðrar norðan úr Skagafirði og af Austurlandi, og Eyvindar Torshamars sjómanns sem var færeyskur að ætt og uppruna. Hann lést af slysförum 1976.<br>
[[Hörður R. Eyvindsson|Hörður Róbert Eyvindsson]], eða Róbert, eins og hann var ávallt kallaður, fæddist 31. des. lýðveldisárið 1944 á Seyðisfirði. Hann er sonur hjónanna Jórunnar Emilsdóttur Torshamars húsmóður, ættaðrar norðan úr Skagafirði og af Austurlandi, og Eyvindar Torshamars sjómanns sem var færeyskur að ætt og uppruna. Hann lést af slysförum 1976.<br>
Róbert ólst upp á Seyðisfirði og í Færeyjum og þar sleit hann barnsskónum. Hann ólst upp við ástríki foreldra sinna í faðmi stórrar fjölskyldu, en hann átti átta systkini og var næstelstur þeirra.<br>
Róbert ólst upp á Seyðisfirði og í Færeyjum og þar sleit hann barnsskónum. Hann ólst upp við ástríki foreldra sinna í faðmi stórrar fjölskyldu, en hann átti átta systkini og var næstelstur þeirra.<br>
Hann fluttist til Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni um 1960 og hóf þá fljótlega störf hjá Fiskiðjunni hf. hér í bæ og starfaði þar að mestu um 20 ára skeið, þó ekki samfellt.<br>
Hann fluttist til Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni um 1960 og hóf þá fljótlega störf hjá Fiskiðjunni hf. hér í bæ og starfaði þar að mestu um 20 ára skeið, þó ekki samfellt.<br>
Lína 202: Lína 215:
Að leiðarlokum færi ég eftirlifandi börnum og fósturbörnum, aldraðri móður og systkinum hans, tengdaforeldrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur.<br>
Að leiðarlokum færi ég eftirlifandi börnum og fósturbörnum, aldraðri móður og systkinum hans, tengdaforeldrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur.<br>
'''Stefán Runólfsson'''
'''Stefán Runólfsson'''


'''Einar Guðmundsson'''<br>
'''Einar Guðmundsson'''<br>
Lína 215: Lína 229:
Með Einari Guðmundssyni er genginn góður og gegn maður. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu og öllum afkomendum Einars Guðmundssonar samúðarkveðjur.<br>
Með Einari Guðmundssyni er genginn góður og gegn maður. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu og öllum afkomendum Einars Guðmundssonar samúðarkveðjur.<br>
'''Benedikt Ragnarsson'''
'''Benedikt Ragnarsson'''
                      
                      
'''Karl S. Guðmundsson'''<br>
'''Karl S. Guðmundsson'''<br>
Lína 237: Lína 252:
Með Karli í Reykholti er horfinn góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem byggði upp þann þróttmikla útgerðarbæ sem Vestmannaeyjar hafa lengstum verið á þessi öld.<br>
Með Karli í Reykholti er horfinn góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem byggði upp þann þróttmikla útgerðarbæ sem Vestmannaeyjar hafa lengstum verið á þessi öld.<br>
'''G.Á.E.'''
'''G.Á.E.'''


'''Páll Kristinn Halldór Pálsson'''<br>
'''Páll Kristinn Halldór Pálsson'''<br>
Lína 244: Lína 260:
Palli ólst upp í góðum og tilþrifamiklum bræðrahópi. Stundum gegndu þeir nafni allir fyrir einn og einn fyrir alla: Óli, Kalli, Rabbi, Mari, Már og Palli, fullu nafni Hjörleifur Már Erlendsson, Marinó Hafsteinn Andreasson, Karl Valur Andreasson, Óli Markús Andreasson og Þórir Rafn Andreasson. Móðir þeirra, Guðbjörg Sigurðardóttir, var kjarnakona, en þótt oft væri erfitt í ári á heimilinu auðnaðist húsmóðurinni alltaf að eiga mat handa strákunum sem allir voru hörkuduglegir og listrænir. Þetta var fátækt fólk með stórt hjartalag og kom sér áfram af miklum dugnaði og elju, með vinarþel í buddu stað, þegar lagt var í hann á eigin ábyrgð.
Palli ólst upp í góðum og tilþrifamiklum bræðrahópi. Stundum gegndu þeir nafni allir fyrir einn og einn fyrir alla: Óli, Kalli, Rabbi, Mari, Már og Palli, fullu nafni Hjörleifur Már Erlendsson, Marinó Hafsteinn Andreasson, Karl Valur Andreasson, Óli Markús Andreasson og Þórir Rafn Andreasson. Móðir þeirra, Guðbjörg Sigurðardóttir, var kjarnakona, en þótt oft væri erfitt í ári á heimilinu auðnaðist húsmóðurinni alltaf að eiga mat handa strákunum sem allir voru hörkuduglegir og listrænir. Þetta var fátækt fólk með stórt hjartalag og kom sér áfram af miklum dugnaði og elju, með vinarþel í buddu stað, þegar lagt var í hann á eigin ábyrgð.
Palli gekk aðeins í barnaskóla, en tók strangar lotur í lífsins skóla og fór ekkert alltof vel út úr því þar sem hann ánetjaðist Bakkusi ungur og rauf ekki þau bönd meðan heilsa entist. Palli var ákaflega handlaginn og oft gott að vinna á móti honum sökum hæfileika hans og þess að hann var örvhentur. Hann stundaði öll störf til sjós og lands og fetaði lífsins fábreytta farveg hávaðalaus í garði samfélagsins.<br>
Palli gekk aðeins í barnaskóla, en tók strangar lotur í lífsins skóla og fór ekkert alltof vel út úr því þar sem hann ánetjaðist Bakkusi ungur og rauf ekki þau bönd meðan heilsa entist. Palli var ákaflega handlaginn og oft gott að vinna á móti honum sökum hæfileika hans og þess að hann var örvhentur. Hann stundaði öll störf til sjós og lands og fetaði lífsins fábreytta farveg hávaðalaus í garði samfélagsins.<br>
Palli var góður drengur og hjartahreinn og aldrei lagði hann neitt illt til annarra. Þegar móðir hans var orðin ein var hann stoð og stytta hennar og sýndi henni kærleik og virðingu alla tíð. Hann var snyrtimennskan uppmáluð og þegar hann var ungur að árum og hjó við í eldinn fyrir móður sína var eftir því tekið hvað fallega hann hlóð upp viðarköstinn. Enda var hann eftirsóttur til vinnu ævina alla fyrir lagtækni. Síðustu ár ævi sinnar bjó Palli á elliheimilinu Hraunbúðum, en hann hefði orðið 65 ára n.k. haust.<br>
Palli var góður drengur og hjartahreinn og aldrei lagði hann neitt illt til annarra. Þegar móðir hans var orðin ein var hann stoð og stytta hennar og sýndi henni kærleik og virðingu alla tíð. Hann var snyrtimennskan uppmáluð og þegar hann var ungur að árum og hjó við í eldinn fyrir móður sína var eftir því tekið hvað fallega hann hlóð upp viðarköstinn. Enda var hann eftirsóttur til vinnu ævina alla fyrir lagtækni. Síðustu ár ævi sinnar bjó Palli á elliheimilinu [[Hraunbúðir|Hraunbúðum]], en hann hefði orðið 65 ára n.k. haust.<br>
Megi góður Guð geyma hann, megi minningin um góðan dreng gefa eftirlifandi hlýju og gleði.<br>
Megi góður Guð geyma hann, megi minningin um góðan dreng gefa eftirlifandi hlýju og gleði.<br>
'''Páll Helgason'''
'''Páll Helgason'''


'''Ragnar Helgason'''<br>
'''Ragnar Helgason'''<br>
Lína 260: Lína 277:
Blessuð sé minning Ragnars Helgasonar.<br>
Blessuð sé minning Ragnars Helgasonar.<br>
'''Agnar Angantýsson'''
'''Agnar Angantýsson'''


'''Ingvar Gíslason'''<br>
'''Ingvar Gíslason'''<br>
Lína 271: Lína 289:
Ingvar giftist 21. maí 1955 Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Felli en hún lést 5. maí árið 1982.<br>
Ingvar giftist 21. maí 1955 Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Felli en hún lést 5. maí árið 1982.<br>
'''Guðni Grímsson'''
'''Guðni Grímsson'''


'''Emil M. Andersen'''<br>
'''Emil M. Andersen'''<br>
Lína 276: Lína 295:


[[Emil M. Andersen|Emil Marteinn Andersen]], eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Vestmannaeyjum 31. júlí 1917. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Guðjónsdóttir, sem ættuð var úr Landeyjum, og maður hennar Pétur Andersen, skipstjóri og útgerðarmaður, sem fæddur var í Frederikssundi í Danmörku.<br>
[[Emil M. Andersen|Emil Marteinn Andersen]], eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Vestmannaeyjum 31. júlí 1917. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Guðjónsdóttir, sem ættuð var úr Landeyjum, og maður hennar Pétur Andersen, skipstjóri og útgerðarmaður, sem fæddur var í Frederikssundi í Danmörku.<br>
Pétur faðir hans gekk undir nafninu [[Danski-Pétur]] og lagði merkan skerf til útgerðarsögu Vestmannaeyja á fyrri hluta aldarinnar og fyrstu árum vélbátaútgerðar í Eyjum. Hann kom aðeins 19 ára til Íslands og til Vestmannaeyja á vetrarvertíðina árið 1907, var vélstjóri fyrstu þrjú árin en eftir það skipstjóri og útgerðarmaður og einn þeirra sem var á fyrsta stýrimannanámskeiðinu í Vestmannaeyjum árið 1918. Á þessum fyrstu árum Péturs Andersens í Eyjum kynntust þau foreldrar Emils, Jóhanna Guðjónsdóttir og Pétur. Fór brátt mikið orð af Danska-Pétri, bæði sem vélstjóra og fiskimanni, og varð hann aflakóngur vertíðina 1924.<br>
Pétur faðir hans gekk undir nafninu [[Pétur Andersen|Danski-Pétur]] og lagði merkan skerf til útgerðarsögu Vestmannaeyja á fyrri hluta aldarinnar og fyrstu árum vélbátaútgerðar í Eyjum. Hann kom aðeins 19 ára til Íslands og til Vestmannaeyja á vetrarvertíðina árið 1907, var vélstjóri fyrstu þrjú árin en eftir það skipstjóri og útgerðarmaður og einn þeirra sem var á fyrsta stýrimannanámskeiðinu í Vestmannaeyjum árið 1918. Á þessum fyrstu árum Péturs Andersens í Eyjum kynntust þau foreldrar Emils, Jóhanna Guðjónsdóttir og Pétur. Fór brátt mikið orð af Danska-Pétri, bæði sem vélstjóra og fiskimanni, og varð hann aflakóngur vertíðina 1924.<br>
Þau hjón, Jóhanna og Pétur Andersen, bjuggu að Sólbakki|Sólbakka við Hásteinsveg og voru þau og börn þeirra oft kennd við það hús.<br>
Þau hjón, Jóhanna og Pétur Andersen, bjuggu að [[Sólbakki|Sólbakka]] við Hásteinsveg og voru þau og börn þeirra oft kennd við það hús.<br>
Pétur Andersen og Jóhanna eignuðust sex börn sem öll komust til manns. Jóhanna Guðjónsdóttir andaðist 23. nóvember árið 1934. Síðari kona Danska-Péturs var Magnea Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Pétur Andersen andaðist árið 1955.<br>
Pétur Andersen og Jóhanna eignuðust sex börn sem öll komust til manns. Jóhanna Guðjónsdóttir andaðist 23. nóvember árið 1934. Síðari kona Danska-Péturs var Magnea Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Pétur Andersen andaðist árið 1955.<br>
Afkomendur Péturs Andersens hafa sett svip á mannlíf í Vestmannaeyjum á þessari öld, ekki síst á sviði sjávarútvegs og útgerðar, en allt er þetta atgervis- og dugnaðarfólk.<br>
Afkomendur Péturs Andersens hafa sett svip á mannlíf í Vestmannaeyjum á þessari öld, ekki síst á sviði sjávarútvegs og útgerðar, en allt er þetta atgervis- og dugnaðarfólk.<br>
Emil Andersen var uppalinn á heimili þar sem voru mikil umsvif og lífið snerist um útgerð og afla úr sjó. Að honum stóðu styrkir stofnar í báðar ættir.<br>
Emil Andersen var uppalinn á heimili þar sem voru mikil umsvif og lífið snerist um útgerð og afla úr sjó. Að honum stóðu styrkir stofnar í báðar ættir.<br>
Hann byrjaði kornungur sjómennsku og útgerð og var aðeins 17 ára gamall vetrarvertíðina 1935 þegar hann hóf útgerðarrekstur ásamt föður sínum og bræðrum, þeim Willum, Knud og Njáli, sem allir voru þekktir borgarar í Vestmannaeyjum, en Willum skipstjóri er nú látinn.<br>
Hann byrjaði kornungur sjómennsku og útgerð og var aðeins 17 ára gamall vetrarvertíðina 1935 þegar hann hóf útgerðarrekstur ásamt föður sínum og bræðrum, þeim Willum, Knud og Njáli, sem allir voru þekktir borgarar í Vestmannaeyjum, en Willum skipstjóri er nú látinn.<br>
Þessa sömu vertíð byrjaði Emil sjómannsferil sinn sem háseti á Skógafossi VE 236, en eftir að hann lauk vélstjóraprófi í Vestmannaeyjum vorið 1938 varð hann vélstjóri á bátnum. Nokkru síðar settist Emil í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi vorið 1942 með ágætiseinkunn og var hæstur þeirra sem gengu undir prófið. Eftir að Emil lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík var hann á styrjaldarárunum stýrimaður á Vestmannaeyjaskipunum
Þessa sömu vertíð byrjaði Emil sjómannsferil sinn sem háseti á Skógafossi VE 236, en eftir að hann lauk vélstjóraprófi í Vestmannaeyjum vorið 1938 varð hann vélstjóri á bátnum. Nokkru síðar settist Emil í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi vorið 1942 með ágætiseinkunn og var hæstur þeirra sem gengu undir prófið. Eftir að Emil lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík var hann á styrjaldarárunum stýrimaður á Vestmannaeyjaskipunum [[Helgi VE 333|Helga VE 333]] og es. Sæfelli VE 30 í siglingum með ísaðan fisk til Bretlands. Árið 1946 tók hann við skipstjórn á mb. Metu VE 236, 36 tonna báti, sem þeir Andersenfeðgar keyptu frá Danmörku í byrjun stríðsins, árið 1939. Emil var með þann bát þar til hann keypti [[Júlía VE|mb. Júlíu]] árið 1953, 53ja tonna eikarbát, sem hann gerði einn út í 30 ár eða þar til hann var seldur frá Vestmannaeyjum til Kópaskers haustið 1983.<br>
[[Helgi VE 333|Helga VE 333]] og es. Sæfelli VE 30 í siglingum með ísaðan fisk til Bretlands. Árið 1946 tók hann við skipstjórn á mb. Metu VE 236, 36 tonna báti, sem þeir Andersenfeðgar keyptu frá Danmörku í byrjun stríðsins, árið 1939. Emil var með þann bát þar til hann keypti [[Júlía VE|mb. Júlíu]] árið 1953, 53ja tonna eikarbát, sem hann gerði einn út í 30 ár eða þar til hann var seldur frá Vestmannaeyjum til Kópaskers haustið 1983.<br>
Þegar Danski-Pétur VE 423,103 tonna stálskip frá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, kom til heimahafnar í fyrsta skipti 10. mars 1971 átti ég viðtal við Emil sem birtist í Sjómannadagsblaðinu það ár. Hann sagði mér þá að Danski-Pétur væri fimmti báturinn sem hann gerði út. Aðrir bátar sem Emil átti í voru Skógafoss elsti, VE 236, Meta, Skógafoss yngri og Júlía. Með kaupunum á Júlíu hóf Emil rekstur eigin útgerðar, en áður höfðu þeir Andersenbræður rekið félagsútgerð. Emil Andersen var lengstum sjálfur skipstjóri á Júlíu og var oftast kenndur við þann bát og þekktur sem Malli á Júlíu, svo samgróinn var hann starfinu og bátnum.<br>
Þegar Danski-Pétur VE 423,103 tonna stálskip frá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, kom til heimahafnar í fyrsta skipti 10. mars 1971 átti ég viðtal við Emil sem birtist í Sjómannadagsblaðinu það ár. Hann sagði mér þá að Danski-Pétur væri fimmti báturinn sem hann gerði út. Aðrir bátar sem Emil átti í voru Skógafoss elsti, VE 236, Meta, Skógafoss yngri og Júlía. Með kaupunum á Júlíu hóf Emil rekstur eigin útgerðar, en áður höfðu þeir Andersenbræður rekið félagsútgerð. Emil Andersen var lengstum sjálfur skipstjóri á Júlíu og var oftast kenndur við þann bát og þekktur sem Malli á Júlíu, svo samgróinn var hann starfinu og bátnum.<br>
Þegar Jóel sonur hans hafði lokið skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum árið 1970 tók hann smám saman við skipstjórn á Júlíu og síðar Danska-Pétri.<br>
Þegar Jóel sonur hans hafði lokið skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum árið 1970 tók hann smám saman við skipstjórn á Júlíu og síðar Danska-Pétri.<br>
Lína 297: Lína 315:
Ég, sem þessar línur rita, á Emil margt að þakka, höfðingsskap og vinsemd. Fjölskylda mín og háaldraður faðir, sem þau hjón hafa alltaf sýnt einstaka vináttu og tryggð, vottum eftirlifandi eiginkonu hans, Þórdísi Jóelsdóttur, og allri fjölskyldunni einlæga samúð við fráfall hans og sendum þeim kveðjur. Minning hans lifir.<br>
Ég, sem þessar línur rita, á Emil margt að þakka, höfðingsskap og vinsemd. Fjölskylda mín og háaldraður faðir, sem þau hjón hafa alltaf sýnt einstaka vináttu og tryggð, vottum eftirlifandi eiginkonu hans, Þórdísi Jóelsdóttur, og allri fjölskyldunni einlæga samúð við fráfall hans og sendum þeim kveðjur. Minning hans lifir.<br>
'''Guðjón Ármann Eyjólfsson'''
'''Guðjón Ármann Eyjólfsson'''


'''Högni Magnússon'''<br>
'''Högni Magnússon'''<br>
Lína 304: Lína 323:
Högni var yngstur fimm systkina sem eru nú öll látin. Hann hóf ungur sjómennsku og var á sjónum fram undir fimmtugt. Högni hafði þá stundað sjóinn í um aldarfjórðung, í fyrstu á bátum og síðar á togurum frá Vestmannaeyjum. Hann var m.a. á [[Sjöstjarnarn VE|Sjöstjörnunni]] með [[Ásmundur Friðriksson|Ásmundi Friðrikssyni]] frá Löndum og vetrarvertíðina 1945 á Kristbjörgu með Ingvari Gíslasyni á Haukabergi. Eftir það fór Högni á togarann Helgafell VE 32 sem útgerðarfélagið Sæfell hf. keypti frá Hafnarfirði haustið 1945 og gerði út frá Vestmannaeyjum í nokkur ár, en útgerð togarans lauk 1948. Þetta var gamall síðutogari sem hét áður Surprise GK 4, smíðaður árið 1920 og var gufuskip eins og allir gömlu togararnir.<br>
Högni var yngstur fimm systkina sem eru nú öll látin. Hann hóf ungur sjómennsku og var á sjónum fram undir fimmtugt. Högni hafði þá stundað sjóinn í um aldarfjórðung, í fyrstu á bátum og síðar á togurum frá Vestmannaeyjum. Hann var m.a. á [[Sjöstjarnarn VE|Sjöstjörnunni]] með [[Ásmundur Friðriksson|Ásmundi Friðrikssyni]] frá Löndum og vetrarvertíðina 1945 á Kristbjörgu með Ingvari Gíslasyni á Haukabergi. Eftir það fór Högni á togarann Helgafell VE 32 sem útgerðarfélagið Sæfell hf. keypti frá Hafnarfirði haustið 1945 og gerði út frá Vestmannaeyjum í nokkur ár, en útgerð togarans lauk 1948. Þetta var gamall síðutogari sem hét áður Surprise GK 4, smíðaður árið 1920 og var gufuskip eins og allir gömlu togararnir.<br>
Ég man eftir Högna á Lágafelli á nýsköpunartogaranum [[Bjarnarey VE 11]] sem kom til Eyja um miðjan mars 1948. Þeir voru þar samskipa bræðurnir Ottó og Högni, en Ottó var vélstjóralærður og kyndari um borð.
Ég man eftir Högna á Lágafelli á nýsköpunartogaranum [[Bjarnarey VE 11]] sem kom til Eyja um miðjan mars 1948. Þeir voru þar samskipa bræðurnir Ottó og Högni, en Ottó var vélstjóralærður og kyndari um borð.
Högni var síðar með Kristni Pálssyni á [[Bergur VE|Berg]] og var á elsta Berg þegar hann fórst 6. desember 1962 út af Snæfellsnesi. Mannbjörg varð en þar mátti vart tæpara standa þegar Vestmannaeyjabáturinn
Högni var síðar með Kristni Pálssyni á [[Bergur VE|Berg]] og var á elsta Berg þegar hann fórst 6. desember 1962 út af Snæfellsnesi. Mannbjörg varð en þar mátti vart tæpara standa þegar Vestmannaeyjabáturinn  [[Halkion VE|Halkion]] undir skipstjórn  
  [[Halkion VE|Halkion]] undir skipstjórn  
[[Stefán Stefánsson|Stefáns Stefánssonar]] í Gerði bjargaði áhöfninni.<br>
[[Stefán Stefánsson|Stefáns Stefánssonar]] í Gerði bjargaði áhöfninni.<br>
Eftir að Högni kom í land vann hann við netagerð, m.a. í Net hf. og á netaverkstæði Einars Sigurðssonar í gömlu Austurbúðinni, eða Fram eins og það hús var einnig nefnt.<br>
Eftir að Högni kom í land vann hann við netagerð, m.a. í Net hf. og á netaverkstæði Einars Sigurðssonar í gömlu Austurbúðinni, eða Fram eins og það hús var einnig nefnt.<br>
Lína 317: Lína 335:
Með Högna á Lágafelli kveðja sjómenn í Vestmannaeyjum góðan samherja sem var lengi í forystusveit þeirra. Blessuð sé minning hans.<br>
Með Högna á Lágafelli kveðja sjómenn í Vestmannaeyjum góðan samherja sem var lengi í forystusveit þeirra. Blessuð sé minning hans.<br>
'''G.Á.E.'''
'''G.Á.E.'''


'''Halldór Páll Stefánsson'''<br>
'''Halldór Páll Stefánsson'''<br>

Leiðsagnarval