„Sigurjón Guðjónsson (Raufarfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 10: Lína 10:
I. Kona Sigurjóns, (18. desember 1938), var [[Sigurbjörg Jónsdóttir (Efri-Holtum)|Sigurbjörg Jónsdóttir]] frá Efra-Holtum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.<br>
I. Kona Sigurjóns, (18. desember 1938), var [[Sigurbjörg Jónsdóttir (Efri-Holtum)|Sigurbjörg Jónsdóttir]] frá Efra-Holtum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Erna Sigurjónsdóttir]], f. 6. ágúst 1938. Maður hennar Sigurður Magnússon.<br>
1. [[Erna Sigurjónsdóttir]], f. 6. ágúst 1938. Maður hennar [[Sigurður Magnússon (Hásteinsvegi)|Sigurður Magnússon]].<br>
2. [[Guðjón Ingi Sigurjónsson]], f. 22. apríl 1943.
2. [[Guðjón Ingi Sigurjónsson]], f. 22. apríl 1943.
{{Heimildir|
{{Heimildir|

Núverandi breyting frá og með 9. maí 2024 kl. 13:05

Sigurjón Guðjónsson.

Sigurjón Guðjónsson frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, sjómaður, smiður, starfsmaður Pósts og síma fæddist þar 6. febrúar 1909 og lést 24. september 1989.
Foreldrar hans voru Guðjón Tómasson frá Selkoti, bóndi, f. 23. júlí 1869, d. 5. desember 1915, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir frá Lambafelli, húsfreyja, f. 10. desember 1872, d. 1. apríl 1964.

Sigurjón var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Sigurjón var á sjöunda árinu. Hann var með móður sinni á Raufarfelli 1920.
Sigurjón stundaði sjómennsku á unga aldri, af og til frá Landeyjasandi og var tvær vertíðir í Eyjum. Eftir flutning til Eyja var hann í fyrstu á Ver VE. Frá 1945 vann hann hjá Hraðfrystistöðinni til Goss 1973. Hann hafði unnið nokkur sumur hjá Pósti og síma og með Valtý Snæbjörnssyni við smíðar. Sigurjón vann hjá Viðlagasjóði við hreinsun bæjarins. Síðan vann hann hjá Pósti og síma til 76 ára aldurs.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1938 , eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Steini við Vesturveg 10, byggðu síðan við Hólagötu 10, bjuggu þar frá 1947.
Sigurjón lést 1989 og Sigurbjörg 1992.

I. Kona Sigurjóns, (18. desember 1938), var Sigurbjörg Jónsdóttir frá Efra-Holtum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.
Börn þeirra:
1. Erna Sigurjónsdóttir, f. 6. ágúst 1938. Maður hennar Sigurður Magnússon.
2. Guðjón Ingi Sigurjónsson, f. 22. apríl 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 27. júní 1992. Minning Sigurbjargar.
  • Morgunblaðið 1989. Minning Sigurjóns.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.