Svanhvít Ástvaldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svanhvít Ástvaldsdóttir frá Oddeyri við Flatir 14, húsfreyja í Reykjavík fæddist 29. september 1959.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg María Helgadóttir, húsfreyja, f. 6. desember 1923 á Ólafsfirði, d. 7. júlí 1966, og sambúðarmaður hennar Ástvaldur Snæfeld Eiríksson frá Bygggarði á Seltjarnanesi, sjómaður, f. 25. júlí 1928, d. 26. ágúst 2012.

Barn Guðbjargar Helgu og Pálma Sigurðssonar frá Skjaldbreið.
1. Ragna María Pálmadóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 27. mars 1941, d. 13. janúar 2024.
Barn Guðbjargar Helgu og Úlfars Valbergs Þorkelssonar frá Borgarnesi.
2. Amalía Kolbrún Úlfarsdóttir, f. 6. september 1945, d. 14. október 2023.
Barn Guðbjargar Helgu og Jóns Kristinssonar frá Mosfelli.
3. Guðríður Magnea Jónsdóttir, f. 1. júlí 1948 í Bjarnleifshúsi við Heimagötu 19.
Börn Guðbjargar Helgu og sambýlismanns hennar Ástvaldar Snæfelds Eiríkssonar.
4. Halldóra Ástvaldsdóttir, f. 7. janúar 1955 á Bakka við Flatir 12, d. 15. ágúst 1977.
5. Ásdís Hrönn Ástvaldsdóttir húsfreyja, f. 23. desember 1955 á Bakka við Flatir 12 .
6. Magnús Ástvaldsson, f. 15. apríl 1957 Bakka við Flatir 12, d. 27. desember 2022.
7. Eygló Ástvaldsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri f. 22. ágúst 1958 Bakka við Flatir 12, d. 15. febrúar 2003.
8. Svanhvít Ástvaldsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1959 á Oddeyri við Flatir 14.

Svanhvít var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Stokkseyrar og síðan til Reykjavíkur.
Þau Hjálmar giftu sig 1980, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.

I. Maður Svanhvítar, (6. desember 1980), er Hjálmar Haraldsson bifreiðastjóri, f. 29. janúar 1959. Foreldrar hans Haraldur Karlsson, bóndi, síðar verkamaður í Rvk, f. 27. október 1922, d. 30. október 2007, og kona hans Elín Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 22. september 1929, d. 12. apríl 2000. Hjálmar og Kristbjörn maður Ásdísar systur Svanhvítar eru bræður.
Börn þeirra:
1. Katrín Hjálmarsdóttir, f. 21. júlí 1980 í Rvk.
2. Hjálmar Svanur Hjálmarsson, f. 4. febrúar 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.