Aldís Tryggvadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Aldís Tryggvadóttir, húsfreyja, kaupkona í Ástralíu fæddist 21. september 1953 á Bifröst við Bárustíg 11 í Eyjum.
Foreldrar hennar Tryggvi Guðmundsson, frá Miðbæ við Faxastíg 18, kaupmaður, f. 1. október 1920, d. 1. júní 2004, og kona hans Svava Kristín Alexandersdóttir frá Landamótum, húsfreyja, f. þar 15. september 1929, d. 19. apríl 2020.

Börn Svövu og Tryggva:
1. Gylfi Tryggvason, f. 23. september 1951. Kona hans Margrét Rósa Jóhannesdóttir.
2. Aldís Tryggvadóttir, f. 21. september 1953. Maður hennar Vilhjálmur Vilhjálmsson.
3. Guðmundur Ásvaldur Tryggvason, f. 19. júlí 1956. Barnsmóðir hans Lilja Richardsdóttir. Kona hans Auður Tryggvadóttir.
4. Sveinn Orri Tryggvason, f. 14. janúar 1963. Kona hans Steinunn Ósk Konráðsdóttir.
Fósturbarn Tryggva og Áslaugar móður hans:
5. Bylgja Áslaug Tryggvadóttir, f. 23. mars 1939. Maður hennar Ólafur Höskuldsson.

Aldís var með foreldrum sínum, á Bárustíg 11.
Hún flutti til Glebe-Point Road Glebe í Sydney í Ástralíu, gerðist kaupkona.
Þau Vilhjálmur giftu sig 1978, eignuðust eitt barn.

I. Maður Aldísar, (21. september 1953), er Vilhjálmur Hafsteinn Vilhjálmsson, búfræðingur, leigubifreiðastjóri í Ástralíu, f. 22. ágúst 1948. Foreldrar hans Vilhjálmur Sverrir Valur Sigurjónsson, prentari og ökukennari í Rvk, f. 1. mars 1918, d. 1. september 2004, og Jensína Finnbjörg Ólafsdóttir Waage, f. 24. júní 1924, d. 19. júlí 2004.
Barn þeirra:
1. Alexander Willy Vilhjálmsson, f. 3. febrúar 1979. Kona hans Kelly Baindridde.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.