Þórólfur Vilhjálmsson (skipasmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórólfur Vilhjálmsson.

Þórólfur Jóhann Vilhjálmsson skipasmíðameistari, húsasmíðameistari fæddist 30. ágúst 1940 og lést 24. ágúst 2023.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Eyjólfsson frá Borgum í Nesjum, A.-Skaft., bakari, f. 4. nóvember 1902, d. 25. júlí 1983, og Jóhanna Einarsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 18. maí 1919, d. 2. janúar 1998.

Þórólfur lærði skipasmíðar, fékk meistararéttindi í greininni, lærði síðar húsasmíðar og öðlaðist meistararéttindi þar líka.
Hann vann við skipasmíðar og margt annað, þegar að smíðum kom, vann m.a. við uppbyggingu Blátinds VE 21 og Íþróttamannvirkja. Hann varð starfsmaður í Skipaviðgerðum hf. Þar varð hann verkstjóri eftir lát Eggerts Ólafssonar 1980. Þar vann hann í 21 ár. Þórólfur lést 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.