Þórunn Sigríður Hreinsdóttir (Uppsölum)
Þórunn Sigríður Hreinsdóttir í Uppsölum fæddist 4. nóvember 1899 og lést 27. júlí 1923.
Foreldrar hennar voru Hreinn Þórðarson bóndi, sjómaður, f. 6. desember 1870, fórst með Sjólyst við Bjarnarey 20. maí 1901, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. mars 1873, d. 13. apríl 1956 .
Börn Sigríðar og Hreins voru:
1. Þórunn Sigríður Hreinsdóttir, f. 4. nóvember 1899, d. 27. júlí 1923.
2. Hreinn Hreinsson, f. 9. maí 1901, d. 12. nóvember 1901.
Börn Sigríðar og síðari manns hennar Lofts Þorgeirssonar:
3. Þórodda Vigdís Loftsdóttir húsfreyja í Bræðraborg, f. 12. ágúst 1905, d. 29. júlí 1986, gift Valdimar Ástgeirssyni málara frá Litlabæ.
4. Svanhvít Loftsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1909, d. 18. febrúar 1988, gift Þórði Einarssyni sjómanni frá Stokkseyri, f. 31. mars 1906, drukknaði 1. mars 1928.
Þórunn var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var öðru ári sínu. Hún var með móður sinni og Lofti.
Þau Bryngeir giftu sig 1922.
Þórunn lést 1923.
I. Maður Þórunnar Sigríðar, (18. nóvember 1922), var Bryngeir Torfason, þá á Brekku, síðar á Búastöðum, skipstjóri, f. 26. september 1895, d. 9. maí 1939.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.