Þuríður Jónsdóttir (Löndum)
Fara í flakk
Fara í leit
Þuríður Jónsdóttir vinnukona fæddist 1. júlí 1832 og lést 20. september 1851.
Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson tómthúsmaður á Löndum, f. 1783, og kona hans Vilborg Pétursdóttir húsfreyja, f. 1792, d. 1859.
Þuríður var fósturbarn í Efri-Vatnahjáleigu (Svanavatni) í A-Landeyjum hjá Bjarna Péturssyni móðurbróður sínum og Margréti Jónsdóttur 1835 og 1840, vinnukona í Efri-Vatnahjáleigu 1850 hjá Eyjólfi Pálssyni og Salvöru Bjarnadóttur frænku sinni, síðan vinnukona á Miðhúsum.
Þuríður giftist ekki og mun ekki hafa átt börn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.