Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir.

Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir frá Akureyri, kennari fæddist þar 3. september 1956.
Foreldrar hennar Jóhann Guðmundsson málarameistari, garðyrkjubóndi á Brúnalaug í Öngulsstaðahreppi, Ey., f. 14. janúar 1926 á Eiði á Langanesi, d. 13. janúar 2002, og kona hans Ólöf Sigtryggsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1932 á Akureyri, d. 2. október 1990.

Þorgerður Ásdís lauk landsprófi í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1971, varð stúdent í MA 1975, lauk kennaraprófi 1980, B.A.-prófi í ensku og almennum bókmenntum í HÍ 1981, stundaði cand. mag.-nám í ensku í HÍ frá 1986. Hún sótti kennaranámskeið í ensku í Hastings 1981.
Þorgerður Ásdís vann við forfallakennslu á námsárum sínum, var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum (hjálparkennsla) 1981-1983, var kennari í Framhaldsskólanum í Eyjum og Námsflokkum Vestmannaeyja 1981-1984, í Fjölbrautarskólanum á Akranesi 1984-1985, Stýrimannaskólanum í Rvk frá 1985, síðar kennari í Norður-Noregi.
Hún sat í stjórn C.I.S.V. frá 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.