Þorgerður Árnadóttir (Flögu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorgerður Árnadóttir vinnukona fæddist 1779 á Flögu í Skaftártungu, V.-Skaft. og lést 22. janúar 1835 í Ytri-Ásum þar.
Foreldrar hennar voru Árni Loftsson, d. 1779/1786 og Þorgerður Steinsdóttir, f. 1852 á Hunkubökkum á Síðu, d. 9. janúar 1786 í Hlíðarhúsum í Rvk.

Þorgerður var með móður sinni í Hörgsdal á Síðu 1783, var vinnukona í Hlíð í Skaftártungu 1801, á Leiðvelli í Meðallandi 1802-1803, í Efri-Ey þar 1803-1804, á Herjólfsstöðum í Álftaveri 1808, á Kársstöðum í Landbroti 1810-1811, á Efri-Fljótum í Meðallandi 1811-1815, í Skaftárdal á Síðu, líklega 1815-1817, í Hemru í Skaftártungu frá 1817 og síðan í Hlíð til 1822.
Hún fór til Eyja 1822, var vinnukona í Ytri-Ásum í Skaftártungu 1833 til æviloka.
Þau Oddur eignuðust barn 1808.
Þau Ólafur eignuðust barn 1810.
Þorgerður lést 1835.

I. Barnsfaðir Þorgerðar var líklega Oddur Ólafsson frá Herjólfsstöðum, f. 1783.
Barn þeirra:
1. Signý Oddsdóttir, f. 1808 á Herjólfsstöðum, d. 25. maí 1869 í Hvammi í Skaftártungu.

II. Barnsfaðir Þorgerðar var Ólafur Sverrisson frá Rauðabergi, bóndi, húsmaður, f. 1774, d. 19. maí 1833 í Suður-Vík.
Barn þeirra:
2. Guðmundur Ólafsson, léttakind í Heiðarseli, f. 1. desember 1810, d. 7. ágúst 1831.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.