Þorgerður Jónsdóttir (Boðaslóð)
Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, leiðsögumaður fæddist 14. janúar 1958.
Foreldrar hennar Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, sjómaður, verkstjóri, fræðibókahöfundur, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012, og kona hans Guðríður Bryndís Jónsdóttir frá Vík í Mýrdal, húsfreyja, bókhaldari, umsjónarmaður, f. 27. desember 1936.
Börn Bryndísar og Jóns:
1. Halldóra Björk Jónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. desember 1956. Barnsfaðir hennar Sigurður Hannesson. Fyrrum maður hennar Ingimar Haraldsson.
2. Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, leiðsögumaður, f. 14. janúar 1958. Maður hennar Bogi Agnarsson.
3. Birna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja, kerfisfræðingur, f. 15. mars 1960. Maður hennar Ásmundur Jón Þórarinsson.
4. Björn Jón Jónsson rafvirki, leigubifreiðastjóri, f. 13. október 1962. Barnsmóðir hans Guðný Elfa Kristjánsdóttir.
Þau Þormar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Bogi giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
I. Fyrrum maður Þorgerðar er Þormar Ingimarsson heildsali, f. 21. ágúst 1952. Foreldrar hans Ingimar Hólm Guðmundsson, f. 9. mars 1926, d. 10. júlí 2012, og Ásdís Katrín Valdimarsdóttir, f. 6. febrúar 1932, d. 6. janúar 2012.
Börn þeirra:
1. Thelma Þormarsdóttir, f. 16. nóvember 1981.
2. Rakel Þormarsdóttir, f. 1. október 1983.
II. Maður Þorgerðar er Bogi Agnarsson, f. 5. desember 1949. Foreldrar hans Jóhanna Svava Pálsdóttir Thorberg, f. 30. júní 1928, d. 22. september 2008, og Agnar Bogason, f. 10. ágúst 1921, d. 26. september 1983.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Halldóra.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.