Þorbergur Hjalti Jónsson
Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur fæddist 20. júní 1959.
Foreldrar hans voru Jón Hjaltason frá Hólum í Nesjum, A.-Skaft., lögfræðingur, f. 27. maí 1927, d. 7. desember 2017, og kona hans Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir frá Rauðseyjum á Breiðafirði, húsfreyja, kennari, f. 10. apríl 1929, d. 12. nóvember 2022.
Börn Steinunnar og Jóns:
1. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1952. Maður hennar Hermann Einarsson.
2. Anna Lilja Jónsdóttir kennari, myndskurðarmeistari, f. 16. febrúar 1954. Maður hennar Brynjólfur Garðarsson.
3. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur, f. 20. júní 1959. Fyrrum kona hans Anna Elín Bjarkadóttir. Kona hans Helga Skúladóttir.
Barn Steinunnar og Arnar Gunnarssonar, f. 4. mars 1920, d. 15. september 1996:
4. Ómar Arnarson tölvunarfræðingur, f. 31. ágúst 1950. Fyrrum kona hans Gróa Elma Sigurðardóttir.
Barn Jóns og Klöru Þorleifsdóttur:
5. Dr. Þorleifur Jónsson málfræðingur, kennari, bókavörður, f. 14. maí 1948. Kona hans Halldóra Andrésdóttir.
Þau Anna Elín giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Helga giftu sig, hafa ekki eignast börn saman, en hún eignaðist eitt barn áður. Þau búa í Reykjadal í S.-Þing.
I. Fyrrum kona Þorbergs Hjalta er Anna Elín Bjarkadóttir af Fellsströnd, húsfreyja, f. 8. desember 1958. Foreldrar hennar Bjarki Magnús Magnússon, f. 28. júlí 1929, d. 13. ágúst 2006, og Jóna Erla Ásgeirsdóttir, f. 10. júlí 1932, d. 3. nóvember 2016.
Börn þeirra:
1. Jón Hjalti Þorbergsson, f. 16. janúar 1983.
2. Þór Steinn Þorbergsson, f. 24. mars 1985.
3. Ásgeir Þorbergsson, f. 9. nóvember 1990.
II. Kona Þorbergs Hjalta er Helga Skúladóttir úr Þingeyjarsýslu, húsfreyja, bókhaldari, f. 30. september 1960. Foreldrar hennar Skúli Þór Þorsteinsson, f. 3. ágúst 1936, d. 25. janúar 2020, og Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, f. 21. apríl 1942, d. 21. desember 2022.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Þorbergur Hjalti.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.