Óskar Berg Sigurjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Berg Sigurjónsson.

Óskar Berg Sigurjónsson iðnverkamaður fæddist 24. maí 1948 á Húsavík og lést 25. maí 2021.
Foreldrasr hans voru Sigurjón Halldórsson bifreiðastjóri, verkamaður, vélstjóri, f. 6. mars 1902 á Húsavík, d. 9. desember 1963, og kona hans Elísabet Sigríður Friðriksdóttir frá Gröf við Urðaveg 7, húsfreyja, f. 2. október 1905, d. 21. apríl 1985.

Óskar vann megnið af starfsaldri sínum við bílasprautun og réttingar. Lengst starfaði hann hjá bílasprautunar- og réttingaverkstæðinu Víkurósi í Rvk.
Hann eignaðist barn með Olgu 1966.
Hann eignaðist barn með Margréti Lilju 1970.
Þau Þórhalla voru í sambúð.
Óskar Berg lést 2021.

I. Barnsmóðir hans er Olga Soffía Thorarensen, f. 5. október 1945.
Barn þeirra:
1. Agnes Ólöf Thorarensen, verslunarstjóri, f. 5. október 1966. Fyrrum sambúðarmaður Finnbogi Arnar Ástvaldsson. Maður hennar Þórhallur Jón Svavarsson.

II. Barnsmóðir Óskars Bergs er Margrét Lilja Guðmundsdóttir, f. 28. ágúst 1954.
Barn þeirra:
2. Berlind Ósk Óskarsdóttir, f. 29. maí 1970.

III. Sambúðarkona Óskars Bergs er Þórhalla Guðmundsdóttir, f. 25. ágúst 1949.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið. Minning Óskars Bergs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.