Ómar Sigurbergsson (Skólavegi 6)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ómar Sigurbergsson húsgagnasmiður, húsgagna- og innanhússarkitekt fæddist 26. september 1958 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurbergur Hávarðsson rafeindavirki, f. 12. nóvember 1927, d. 30. ágúst 2015, og kona hans Anna Petrína Ragnarsdóttir húsfreyja, síðar kaupmaður í Rvk, f. 30. september 1930, d. 3. nóvember 1921.

Ómar var með foreldrum sínum í æsku, á Faxastíg 6b og við Skólaveg 6. Þau fluttu til Rvk við Gosið 1973.
Ómar lærði húsgagnasmíði og innanhússarkitektúr og rekur teiknistofuna Funkis ehf. frá 2004. Hann er sérfræðingur fasteigna- og öryggismála hjá Listasafni Reykjavíkur.
Þau Dagbjört giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Sif búa saman, barnlaus.

I. Kona Ómars, (24. september 1977, skildu), er Dagbjört Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1959. Foreldrar hennar Guðmundur Kristján Guðmundsson, f. 21. febrúar 1931, d. 25. júlí 2003, og Jóhanna Sigríður Þorbjörnsdóttir, f. 9. ágúst 1934.
Börn þeirra:
1. Halldór Ómarsson tæknifræðingur í Danmörku, f. 15. júlí 1978. Kona hans Dana Rún Albertsdóttir.
2. Ragnar Ómarsson grafískur hönnuður, ljósmyndari, f. 25. apríl 1982. Kona hans Ebba Björnström.
3. Anna Birgit Ómarsdóttir lögfræðingur, f. 24. ágúst 1986. Sambúðarmaður hennar Ólafur Páll Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.