Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir
Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir húsfreyja fæddist 28. júlí 1941.
Foreldrar hennar Valtýr Óskar Ólafsson frá Garðstöðum, skipstjóri, f. 11. ágúst 1914, d. 24. febrúar 1983, og kona hans Rut Ágústsdóttir frá Varmahlíð, húsfreyja, f. 13. september 1920, d. 13. september 1989.
Börn Rutar og Óskars:
1. Ágúst Pálmar Óskarsson, f. 12. desember 1939 í Varmahlíð.
2. Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir, f. 28. júlí 1941 á Heimagötu 30.
3. Eyrún Edda Óskarsdóttir, f. 2. október 1942 á Heimagötu 30.
4. Eygló Óskarsdóttir, f. 3. ágúst 1953 að Sólhlíð 5.
Ólöf var með foreldrum sínum, við Heimagötu 30 og við Sólhlíð 5.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1958.
Þau Haraldur giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Birkihlíð 22 við Gosið 1973.
I. Maður Ólafar, (20. febrúar 1965), er Haraldur Sveinbjörn Gíslason, framkvæmdastjóri, f. 25. febrúar 1942.
Börn þeirra:
1. Rut Haraldsdóttir, húsfreyja, kaupmaður, f. 26. desember 1964. Maður hennar Páll Þór Guðjónsson.
2. Guðrún Haraldsdóttir, arkitekt í Rvk, f. 1. september 1966.
3. Rannveig Haraldsdóttir, húsfreyja, kennari, f. 2. október 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.