Ólöf Sylvía Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafía Sylvía Magnúsdóttir.

Ólöf Sylvía Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 10. apríl 1940 á Fífilgötu 2 og lést 16. desember 2020 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Magnús Óskar Ólafsson verslunarmaður, kaupsýslumaður, f. 29. apríl 1908 í Reykjavík, d. 3. september 1968, og kona hans Guðrún Ólafía Karlsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 20. ágúst 1907 í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, d. 18. nóvember 2009.

Börn Guðrúnar Ólafíu og Magnúsar Óskars:
1. Sigríður Hrefna Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. desember 1936 , d. 5. ágúst 2015.
2. Ólöf Sylvía Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 10. apríl 1940, d. 16. desember 2020.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, á Fífilgötu 2, Ásavegi 7 og á Faxastíg 1, og flutti með þeim til Reykjavíkur 1947, en var hjá föðurforeldrum sínum í Eyjum á sumrin til unglingsára.
Hún var í verslunar- og tungumálanámi í Bretlandi og Sviss í tvö ár.
Ólöf var starfsmaður Útvegsbankans og síðar í Dresner banka í Þýskalandi, þar sem hún bjó meðan maður hennar var í námi. Þá var hún einn vetur við nám í húsmæðaraskóla í Kaupmannahöfn.
Hún vann síðar sjálfboðaliðsstörf í Kvenfélagi Bústaðakirkju og Kvenfélaginu Hringnum.
Þau Guðmundur giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn.
Ólöf Sylvía lést 2020.

I. Maður Ólafar Sylvíu, (10. ágúst 1961), er Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt, f. 16. maí 1937. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Guðmundsson skrifstofustjóri, f. 20. júlí 1890, d. 28. september 1976 og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1894, d. 21. desember 1973.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Kristinn Guðmundsson, f. 9. janúar 1964. Fyrrum kona hans Basina Durbas.
2. Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 15. október 1966. Maður hennar Halldór Ingi Guðmundsson.
3. Dögg Guðmundsdóttir, f. 9. maí 1970. Maður hennar Haukur Jens Jakobsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.