Ólafía Sigurðardóttir (Sólhlíð)
Ólafía Sigurðardóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 19. maí 1907 og lést 22. ágúst 1998.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson óðalsbóndi, f. 27. janúar 1873 á Núpi, d. 26. október 1953, og kona hans Guðrún Auðunsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1868, d. 26. mars 1943.
Ólafía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var vinnukona um tvítugt í Bólstaðarhlíð hjá Ingibjörgu og Birni. Jóhann var þá til sjós í Eyjum.
Þau giftu sig 1929 fluttu að Gröf í Hofsprestakalli í Skagaf. á því ári. Þau voru húsfólk í Gröf 1929 með dóttur sína Sigríði nýfædda hjá sér, fluttu til Eyja þaðan 1930, eignuðust þar þrjú börn. Þau bjuggu í Helli við Vestmannabraut 13B 1930, í Nýhöfn við Skólaveg 23 1934 og 1940, á Lundi við Vesturveg 12 1945, í Sólhlíð 8 1949 og síðan meðan þau bjuggu í Eyjum.
Hjónin fluttu til Lands 1959, bjuggu í Reykjavík.
Jóhann lést 1991.
Ólafía flutti til Eyja og dvaldi í Hraunbúðum. Hún lést 1998.
I. Maður Ólafíu, (15. maí 1929), var Jóhann Sigfússon útgerðarmaður, forstjóri, skipasali, f. 25. nóvember 1904, d. 16. febrúar 1991.
Börn þeirra:
1. Sigríður Anna Lilja Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1929 í Hofshreppi í Skagafirði, d. 14. september 2019. Maður hennar Pálmi S. Rögnvaldsson.
2. Haukur Jóhannsson skipstjóri, f. 18. nóvember 1932, d. 18. febrúar 2021. Kona hans Emma Kristjánsdóttir.
3. Birgir Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 5. desember 1938. Kona hans Kolbrún Stella Karlsdóttir.
4. Garðar Jóhannsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1943. Kona hans Svanhvít Árnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1998. Minning Ólafíu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.