Ólafía Eyjólfsdóttir (Brekastíg)
Oddný Ólafía Eyjólfsdóttir frá Haraldsstöðum í Seyðisfirði, húsfreyja fæddist 18. febrúar 1904 á Vestdalseyri þar og lést 18. september 1970.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Einarsson frá Hamri í Hálssókn, S-Múl., f. 19. nóvember 1843, d. 3. ágúst 1930, og sambýliskona hans Guðrún Jónsdóttir frá Borgarhöfn í A-Skaft., húsfreyja, f. 31. maí 1873.
Ólafía var með foreldrum sínum á Haraldsstöðum í Seyðisfirði 1910, bjó á Frakkastíg 24 í Reykjavík 1920 og 1925.
Ólafía eignaðist barn með Þorkeli 1925.
Hún fluttist til Eyja 1926, bjó með Sigurði og Georg barni þeirra á Borgarhóli,Kirkjuvegi 11 1930, á Goðafelli, Hvítingavegi 3 1934 með Sigurði og börnunum Georg og Agnari Reyni og á Brekastíg 19 1940 og með sonum sínum þar 1945 og 1949 og þar bjó hún síðast.
Þau Sigurður giftu sig 1928, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Sigurður lést 1943.
Oddný Ólafía bjó á Brekastíg 19 og lést 1970.
I. Barnsfaðir Oddnýjar var Þorkell Gíslason verkamaður í Reykjavík, f. 29. maí 1902, d. 10. apríl 1979.
Barn þeirra:
1. Sigurður Þorkelsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. apríl 1925, d. 31. október 1985.
II. Maður Oddnýjar Ólafíu, (18. maí 1928), var Sigurður Einarsson frá Skála u. Eyjafjöllum, verkamaður, sjómaður, kyndari, f. 29. nóvember 1904, drukknaði í Fleetwood 6. febrúar 1943.
Börn þeirra:
2. Georg Sigurðsson verkamaður, f. 23. janúar 1930 á Borgarhól. Kona hans Ása Valtýsdóttir.
3. Eyrún Anna Sigurðardóttir, f. 21. júní 1931 á Borgarhól, d. 9. júlí 1931.
4. Agnar Reynir Sigurðsson verkamaður, f. 5. ágúst 1933 á Goðafelli, d. 5. desember 1999. Kona hans Eyrún Auðunsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.