Ólafur Ó. Lárusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ólafur Lárusson


Ólafur
Fr.v. Halldór, Jakob, Axel, Magnús og Lárus Ólafsynir Ó. Lárussonar héraðslæknis og Sylvíu Guðmundsdóttur frá Arnardranga v/Hilmisgötu

Ólafur Ó. Lárusson var héraðslæknir Vestmannaeyinga frá árinu 1925 til ársins 1951. Hann var fæddur að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd þann 1. september 1884. Foreldrar Ólafs voru Lárus Pálsson og Guðrún Þórðardóttir.

Ólafur varð stúdent í Reykjavík árið 1905 og tók próf í læknisfræði frá Læknaskólanum 1910. Hann starfaði tímabundið við sjúkrahús erlendis. Ólafur var skipaður héraðslæknir í Hróarstunguhéraði árið 1911, ásamt Fljótsdalshéraði. Árið 1925 var hann settur héraðslæknir í Vestmannaeyjum og einnig var hann ráðinn læknir við Franska sjúkrahúsið þar til 1928 og síðar við Sjúkrahús Vestmannaeyja. Hann lét af störfum sem héraðslæknir 1951 og andaðist í Vestmannaeyjum 1952.

Kona hans var Sylvía Níelsína Guðmundsdóttir og áttu þau saman tíu börn.

Myndir


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.